fbpx

Glitrandi húðvörur í íslensku landslagi

Ég Mæli MeðElizabeth ArdenFallegtHúðNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Þegar ég fór á Drangsnes fannst mér ég fá fullkomin tækifæri til að prófa nýjungarnar frá Elizabeth Arden á minni húð en merkið og þá sérstaklega húðvörurnar eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

Elizabeth Arden sjálf var á sínum tíma leiðandi í þróun á húðvörum og þegar hún var uppá sitt besta elduðu hún og Helena Rubinstein grátt silfur saman svo mikil var samkeppnin um að vera best. En samskipti þeirra finnst mér mjög heillandi og gaman að fræðast um en það var meirað segja skrifuð bók um þessa erkifjendur sem er efni í aðra færslu:)

En alltaf heldur merkið áfram að vera leiðandi í þróun og nýja húðvörulínan sem ber nafnið Flawless Future einbeitir sér að því að hugsa um húðina sem er farin að finna fyrir fyrstu einkennum öldrunar í húðinni. Vörurnar henta því konum á aldrinum 25-35 ára en auðvitað er aldur afstæður í þessu eins og svo mörgu og því misjafnt hvenær við förum að finna fyrir einkennunum.

earden

Ég fékk að prófa bæði serumið og rakakremið úr línunni og ég er mjög ánægð með áferðina sem vörurnar gefa húðinni minni og þægilegu tilfinninguna sem ég fæ. Vörurnar fara vel inní húðina og skilja engin för eftir sig.

Ég ber serumið á hreina þurra húð en munið að vörur virka alltaf betur þegar húðin er tandurhrein því þá mæta efnin eingum mótstöðum. Ég leyfi seruminu að fara vel inní húðina og bíð í nokkrar mínútur áður en ég ber kremið yfir húðina síðan. Munið samt að gleyma ekki að bera á hálsinn líka.

Það sem einkennir vörurnar eru ceramid sem hjálpa við að endurheimta tapaða næringu af völdum streitu og veitir vörn gegn utanaðkomandi áreiti i framtíðinni. Ceramidin eru sum sé að hjálpa húðinni að endurheimta styrkinn og viðhalda honum í húðinni. Formúlan er hugsuð eins og annað húðlag. Hún verndar húðina fyrir áreiti en kemur ekki í veg fyrir að húðin fái þann raka sem hún þarf og gott súrefni.

earden2

Ég er nú alveg ástfangin af húðvörunum frá merkinu en mér finnst þessar umbúðir alveg dásamlegar sérstaklega umbúðirnar utan um serumið sem sýnir alveg hvað er að gerast í formúlunni. Kremið sjálf er alveg skjannahvítt og minnir mig á ótrúlega girnilegt kökukrem. Mig langar nánast að borða það með skeið í staðin fyrir að bera það á húðina. Kremið er þétt en það dreifist vel úr því og það nánast bráðnar inní húðina. Serumið er alveg ljómandi og það gefur húðinni samstundis dásamlega og ljómandi áferð. Það glitrar alveg og að skoða það í lófanum í þessari fallegu sjávarsól sem var á Drangsnesi var ótrúlega flott formúlan glitraði svo fallega og mér leið eins og ég væri með mikil verðmæti í lófanum.

Hér eru á ferðinni snyrtivörur sem eru hugsaðar fyrir okkur sem erum farnar að finna fyrir fyrstu öldrunareinkennum í húðinni. Bara á einu ári sé ég ótrúlega mikinn mun á húðinni – ég er alls ekki komin með neitt fínar línur eða þannig ég finn bara að húðin mín er ekki jafn sterk og hún var. Ég kemst ekki upp með jafnmikið og ég gerði áður því húðin mín er bara frekar viðkvæm og viðkvæmari en áður.

Í línunni er líka augnkrem en það var svo vinsælt að það var uppselt hjá heildsölunni en mig dauðlangar að prófa það og ef til vill splæsi ég í það á næsta Tax Free. Ég nota alveg hiklaust augnkrem og það er eiginlega góð og gild regla að þegar maður er farin að pæla mikið í augnkremum og finnst maður mögulega þurfa augnkrem þá á maður bara að byrja að prófa sig áfram. Persónulega nota ég mjög létt augnkrem sem kæla og draga úr þreytu og þrota í kringum augun.

Ég mæli eindregið með húðvörunum frá Elizabeth Arden en þar finnið þið t.d. uppáhalds næturkremið mitt sem er 8 Hour Night Cream sem er róandi og inniheldur Lavander ilm sem er svo róandi á kvöldin og ég sver það að ég sef betur með það!

EH

Húðvörðurnar sem ég skrifa um hér fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

OPI sækir innblástur til Íslands

Skrifa Innlegg