Ég er nú ekki þekkt fyrir að taka svakaleg glamúr lúkk fyrir á blogginu en ég skellti í eitt all svakalegt núna um daginn – við erum að tala um gerviaugnhár og þykkan eyeliner og glossy varir – allur pakkinn. Gerviaugnhárin sem mig langaði að prófa hrópuðu eiginlega á það að ég myndi taka lúkkið við þau alla leið…
… og lokuð augu – þetta er dáldið ýkt en þetta er glamúr svo það hlýtur að vera í lagi :)
Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði. Úrvals vörur frá Sleek sem ég fékk til að prófa. Face Form pallettan er auðvitað bara snilld og hún er væntanleg aftur :)
Augnskuggapallettan er Arabian Nights en hún er því miður uppseld. HÉR getið þið séð úrvalið af augnskuggapallettunum en þær eru virkilega flottar og augnskuggarnir eru mjög góðir og það er gott að vinna með þá.
Glossið er nude og pensillinn sem er með glossinu er flatur og langur og það er mjög þægilegt að nota þau. Þetta er svona ekta hvers dags gloss og líka flott við svona glamúr augnförðun og þegar þetta er svona svakalegt glamúr þá er aðeins of mikið að vera líka með áberandi varir. Glossinn heitir Gloss Me Angel Falls.
Mér finnst alltaf mjög mikilvægt að byrja á því að setja maskara á augnhárin mín áður en ég set gerviaugnhárin á. Svo þegar augnhárin eru komin á og vel föst set ég aðra umferð af maskaranum á augnhárin og maskara þannig augnhárin saman. Hér er ég með maskara frá Sleek líka – þetta er næstum bara Sleek lúkk en vörurnar koma mér sífellt meira og meira á óvart – svo er Heiðdís erm er með vörurnar algjör snillingur! En maskarinn heitir Lethal Length.
Hér fyrir ofan sjáið þið nærmynd af litunum úr pallettunni sem voru í aðalhlutverki. Ég notaði þrjá liti – plómulitinn sem er þriðji frá vinstri í neðri línunni er í skyggingunni. Bleiki liturinn í efra horninu vinstra megin er grunn liturinn og svo notaði ég gyllta litinn við hliðiná honum til að highlighta aðeins augnförðunina. Plómulitinn setti ég líka meðfram neðri augnhárunum.
Augnhárin frá Social Eyes heita Delight og fást HÉR. Þau eru dáldið skemmtileg því þau eru rosalega þétt og ytri helmingurinn þeirra er tvöfaldur. Augnhárin eru mjög þægileg í notkun en það er auðvitað mikilvægt að stytta þau aðeins því annars eru þau alltof löng – alla vega fyrir mín augu. Ég nota svo alltaf Duo lím til að líma augnhárin.
Ég er búin að vera að nota Social Eyes augnhárin í brúðarfarðanir í sumar og þau eru að koma hrikalega vel út. Ég er hrifnust af augnhárunum Dazzle fyrir brúðirnar því þau eru mjög einföld og láta bara augnhárin ykkar virðast lengri – þau eru bara frekar ósýnileg.
Mér fannst svo eiginlega möst að vera með svona frekar mikið þykkan eyeliner við þessi svakalegu augnhár. Ég er með Superliner Slim frá L’Oreal.
Ég verð svo að mæla með skemmtilegum leik sem Elín Erna er með á facebook siðunni sinni Elín Likes – ef þið eruð ekki að fylgjast með hennar síðu bætið henni þá á rúntinn ykkar – æðislega klár og flott stelpa:) En í tilefni afmælis bloggsins hennar fór hún í samstarf með Sleek og Social Eyes og ætla þær Heiðdís sem er með þau merki að gleðja lesendur með vörum frá merkinu:)
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg