Nú liggur vorið svo sannarlega í loftinu og ég vona að nú fari grasið aðeins að grænka og mögulega nokkur blóm að spretta upp. En eins og alltaf fylgir vorinu nokkrar nýjungar sem láta alltaf sjá sig – í nýjum og nýjum útgáfum. Nú eru vorilmirnir Daisy frá Marc Jacobs komnir til landsins og ef þú heldur áfram að lesa geturðu séð hvernig þú gætir eignast annan þeirra.
Ilmirnir í ár eru þeir bestu sem ég man eftir. Þeir nefnast Sorbet og eru virkilega flottir og æðislegir. Litirnir sem einkenna flöskurnar, tappana og auglýsingarnar eru æðislegir og ég er ekki að grínast með þegar ég segi að þetta séu bestu Daisy ilmirnir sem ég hef fundið…
En eins og ég segi hér fyrir ofan langar mig að gefa tveimur heppnum lesendum sitthvorn ilminn. En til að hjálpa ykkur að ákveða hvorn ilminn þá fáið þið hér að vita aðeins meira um hvorn þeirra.
Daisy Sorbet Eau de Toilette frá Marc Jacobs
Hér er á ferðinni dásamlegur og klassískur ilmur sem gefur mjúkan vorlegan ilm. Mér finnst minna glasið alltaf rosalega skemmilegt því tappinn er svo svakalega stór og mikill og í engu samræmi við fínleika glasins sjálfs sem gerir svo skemmtilegt heildarlúkk. Formúla ilmsins er fallega fjólublá á litinn sem tónar vel við blómin á tappanum. Ilmurinn opnast með tónum bleiks greipávöxts, peru og ástaraldin. Hjartað er fullt af blómatónum Wisteria, Jasmín og Lilju og grunnurinn er svo viðarkenndur Fjólutónn með cedar og musk. Ilmurinn er fáanlegur í 50ml.
Daisy Sorbet Eau so Fresh frá Marc Jacobs
Þessi er meira ég ég hef svo sem alltaf heillast auðveldlega af Eau so Fresh ilminum frá Marc Jacobs og þessi er æði. Ég er búin að nota þennan á hverjum degi núna síðan ég fékk glasið fyrir um þremur vikum síðan. Ilmurinn er léttur, mildur og frískandi ilmur sem endist lengi og frískar uppá vitin. Toppnótur ilmsins eru mandarína, eplablóm og lotus. Hjartað samanstendur af vorlegum blómatónum, Magnólíu, Jasmín og Fjólu. Grunnnóturnar eru svo kremaðar viðarnótur með smá musk tón. Þessi er æði og ég er sannarlega viss um að ég verði ekki ein með hann á mér í sumar! Ilmurinn er fáanlegur í 75ml.
1. Deilið þessari færslu með því að smella á Facebook deila takkann hér fyrir neðan.
2. Skrifið athugasemd með nafni og segir hvort ykkur langar í Eau de Toilette eða Eau so Fresh!
3. Ekki skilyrði en mér þætti vænt um að þið gerðuð ykkur leið á síðuna mína og settuð like á hana – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL Á FACEBOOK.
Ég dreg svo út sitthvort glasið af handahófi á fimmtudaginn og tilkynni um þá á Facebook síðunni minni svo ég mæli með því að þið fylgist með þar. En glösin verða svo afhent sigurvegurunum á Konukvöldi Smáralindar sem fer fram á fimmtudagskvöldið.
UPDATE! Ég er búin að draga útúr leiknum og nöfn sigurvegaranna finnið þið á Facebook síðunni minni :)
EH
Skrifa Innlegg