fbpx

Fallegar íslenskar gjafavörur

Ég Mæli MeðFallegtFyrir HeimiliðLífið Mitt

Ég hló upphátt þegar ég las færslu sem hún Svana okkar á Trendnet birti hjá sér um daginn með fínu sápuna frá Aesop og spurðist fyrir um hvort margir lesenda okkar gætu talist sápuperrar – ég hló því ég er einn af þeim. Ég elska að stilla upp fallegum handsápum og hef t.d. átt sápuna frá Aesop og já ég elskaði að vera með flöskuna uppi við vaskinn. Ég fór að hugsa um þetta um helgina þegar mér var litið á handsápuna sem er við eldhúsvaskinn okkar. Mér finnst æðislegt að stilla upp góðri handsápu og helst handáburði við vaskinn inní eldhúsi – bæði uppá hreinlæti og þægindi og svo finnst mér það svakalega flott!! En sápan okkar er að klárast og þá mundi ég eftir færslu sem ég ætlaði að skrifa um jólin en gat ekki vegna of mikilla meðgönguveikinda – sem ég gat ekki alveg tjáð mig um á þeim tíma – svo nú kemur hún ;)

Vörurnar við eldhúsvaskinn eru frá dásamlega og yndislega merkinu Sóley Organcis. Ég dýrka þessar vörur og ég á í alvörunni bágt að gera uppá milli þeirra en handsápan og handáburðurinn eru meðal bestu vara merkisins.

soleygjafir4

Við sápuperrarnir erum voða hrifnir af fallegum umbúðum og mér finnst þær ekki gerast fallegri en þessar – svo íslenskar og náttúrulegar. Svo ég fari nú ekki að tala um hvað þær gefa góðan tón fyrir vorið enda vorboðinn ljúfi framan á þeim sem og heita vörurnar í höfuðið á Lóunni.

soleygjafir2

Þessi sápa – ég veit ekki hvar ég á að byrja. Við parið erum bæði sjúklega hrifin af henni og hrósuðum henni endalaust þegar við byrjuðum fyrst að nota hana. Hún er svo mjúk og góð í notkun, freyðir léttilega og mér finnst hún hreinsa hendurnar svo vel án þess að þær þurrkist eins og á við um margar aðrar sápur.

soleygjafir3

Ég persónulega verð að hafa handáburð við eldhúsvaskinn því mér finnst hendurnar oft þurrkast svo upp t.d. þegar maður er að vaska upp eða strjúka af borðum með blautri tusku. Þá líður mér bara betur eftir að ég nota handáburðinn. Þessi er í þynnri kantinum en samt ekki alveg blautur – hann er bara kremkenndur og virkilega þægilegur. Það þarf lítið sem ekkert af honum svo hann er vel drjúgur.

Mér finnst þetta tvíeyki alveg tilvalin gjöf – ég myndi glöð vilja fá einhverja flotta handsápu fyrir heimilið í gjöf. Þessar vörur eru t.d. frábær innflutningsgjöf ;)

soleygjafir

En það eru líka fleiri dásamlegar ilmandi gjafavörur hjá Sóley – þar eru ekki bara snyrtivörur heldur líka æðisleg ilmkerti. Bústaður og Tvær Stjörnur vekja upp dásamlegar slökunartilfinningar með ilminum sínum og textarnir sem umlykja glösin finnast mér dáldið skemmtilegir og setja sinn svip á glösin. Ég dýrka ilmkerti og nota þau mikið sérstaklega inná baði og inní eldhúsi þegar við erum nýbúin að þrífa – mér finnst það ómissandi partur af tiltektarferlinu… já ég er voða sérstök með ýmislegt.

Sóley sjálf er ein af þessum einstöku konum sem ég hef verið svo heppin að fá að kynnast í starfi mínu og sýn hennar á snyrtivöruheiminn er sannarlega einstök. Ég plataði hana til að svara nokkrum spurningum í nýjasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal.

Screen Shot 2015-03-16 at 3.33.17 PM

Blaðið er nánast búið en ég veit að síðustu eintökin leynast helst í Hagkaup Holtagörðum svo ef þið eruð ekki enn búnar að ná í eintök fer hver að verða síðust að því! Viðtalið við Sóley og blaðið má enn nálgast á internetinu HÉR.

Ég mæli 150% með þessum æðislegu handvörum frá Sóley en nú þarf ég að fara að koma mér útí búð að kaupa nýja handsápu frá henni því ég bara get ekki hætt að dást að henni. Svo eins og þið kannski vissuð þá er ég búin að vera að prófa lífrænar hárvörur og ég er rétt að klára að prófa allt – ég vildi prófa allt mjööög vel – og ég er ástfangin af sjampóunum frá Sóley Organics – þau gefa sko þeim frá stóru merkjunum ekkert eftir!

Fullkomin gjafavara fyrir sápuperra eins og mig – ef þið eruð sammála mér megið þið endilega skilja eftir ykkru spor og mæla með ykkar uppáhalds handsápu.

EH

Annað dress: RFF dagur 1

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Júlíana Þorvaldsdóttir

  16. March 2015

  hvar fást þessar vörur?

 2. sara dögg

  16. March 2015

  Alveg sammála, þessi sàpa er yndi!
  Mæli líka međ L’occitane sápunum og handàburđi, sítrónu er í uppáhaldi hjá mèr :)
  Kv. Sápuperri

 3. Hilrag

  16. March 2015

  það er svo asnalega góð lykt af þessari sápu.. semí hooked á henni

  x

 4. Sigrún

  16. March 2015

  Ó ég er einmitt háð sápunum frá & Other Stories….sjúklega góðar! Miðað við hvað ég dýrka hreinsimjólkina og andlitsvatnið frá Sóley er þetta eitthvað sem ég þarf að prófa :)