Í sumar keypti ég mér nýju 10 augnskuggapalletturnar frá L’Oreal og ég er búin að ofnota þær síðan þá. Palletturnar innihalda báðar mjög fallega augnskugga og þær samanstanda bæði af möttum og sanseruðum augnskuggum.
Þessi palletta er ótrúlega klassísk því það er frábært að hana eingöngu eða blanda litunum með öðrum augnskuggum. Möttu litirnir eru algjörlega æðislegir til að nota með alls konar litum og það sem ég elska við þessa palettu er það að ljósasti liturinn og sá dekksti eru alveg mattir og maður þarf svo sannarlega reglulega á þessum tveimur litum að halda!
Í tilefni af komu augnskuggpallettunnar – það er verið að dreifa henni í verslanir en hún ætti að vera komin á nokkra af sölustöðum L’Oreal eins og Hagkaupsverslanirnar og svo er hún komin í Kjóla og Konfekt sá ég. En ég ætla í samstarfi við L’Oreal að gefa 10 lesendum pallettuna og það er bara örlítið sem þið þurfið að gera til að eiga séns á einni.
Í gær gerði ég þrjár farðanir á sjálfa mig með pallettunni eina fyrir dag eina fyrir kvöld og svo eina alveg klassíska smokey förðun sem hentar svona við alveg sérstaklea flott tilefni. Það sem þið þurfið m.a. að gera til að eiga séns á pallettunni er að segja mér hvaða förðun ykkur finnst flottustu í athugasemd við þessa færslu…
1. Dagförðun:
Hér gerði ég bara mjög klassíska augnförðun með hlýjum litum, smá skygging í endann og globus línuna. Einfalt og klassískt lúkk sem er auðvelt að byggja ofan á. En ég gerði smokey förðunina ofan á þessa förðun t.d. ;)
2. Kvöldförðun:
Hér rammaði ég inn augnlokið með dökkum litum og notaði svo sanseraða tóna í miðju augnloksins til að draga augnsvæðið fram. Eyeliner með spíss setti svo loka touchið á förðunina!
3. Smokey lúkk:
Klassísk smokey förðun með svörtum möttum augnskugga. Mér finnst alltaf fallegt að hafa brúnt með svörtu smokey og þess vegna var tilvalið að nota dagförðunina sem grunn undir þetta lúkk. Ég setti svo bara matta svarta skuggann yfir, blandaði honum upp eftir augnlokinu og svo setti ég helling af ljósa sanseraða litnum í augnlokin til að birta yfir augnsvæðinu.
Þið sjáið að möguleikarnir á augnförðunum eru alveg ótrúlega margir – þetta eru bara þrjár farðanir og ég get sagt ykkur það að ég hef ábyggilega gert svona 30 allt öðruvísi farðanir með pallettuni síðan ég keypti mína í júní – ég elska þessa og ég segi að hún sé möst have í snyrtibudduna – verðið verður líka svakalega flott!!
En til að eiga séns á að vinna eina af þessum 10 pallettum megið þið….
1. Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann neðst í færslunni.
2. Adda mér á snapchat – ernahrundrfj – til að missa ekki af skemmtilegum bjútítengdum sögum, sýnikennslum já og Tinna- og Tumasnöppum.
3. Skrifa athugasemd við þessa færslu þar sem þið segið hvaða förðun af þessum þremur ykkur finnst flottust – munið að skrifa fullt nafn.
Ég hlakka til að heyra hvað ykkur finnst – ég ætla að draga út eftir helgi á þriðjudaginn :D
EH
PS Fylgist endilega með L’Oreal Snyrtivörur á Facebook til að missa ekki af neinu hjá þessu flotta merki!
L’Oreal snyrtivörur á Facebook
Skrifa Innlegg