fbpx

Gallabuxnaauglýsing með hamborgara

Ég Mæli MeðFyrir HannJólagjafahugmyndirLífið Mitt

Ég ætla að byrja á því að segja ykkur aðeins frá unnustanum mínum – hann verður eflaust hrikalega ánægður með þessa færslu… djók! Þessi færsla er kannski ólík mér en þar sem það eru nú að koma jól og mögulega eiga einhverjar ykkar eftir að kaupa jólagjöf fyrir kallinn og mögulega eigið þið við sama vandamál að stríða og ég :)

Ég var alveg sannfærð um það að karlmenn hefðu litlar sem engar skoðanir á útliti eða útliti á heimili. Það var áður en ég kynntist mínum. Minn hefur svo sterkar skoðanir að ég kemst upp með lítið sem ekkert þegar kemur að því að kaupa húsgögn eða skrautmuni fyrir heimilið eða föt fyrir hann. Ég hef einstaklega gaman að því að kaupa föt, ég hef reynt að kannski deila þessum fatakaupum núna á milli fjölskyldumeðlima og ég kaupi mikið á strákana mína. Eitt sem ég hef þó aldrei keypt fyrir Aðalstein eru buxur. Hann er svo erfiður með buxur…logger

Þegar við kynntumst þá var hann alltaf í pokabuxum – halló nei takk. Fyrir nokkrum árum fundum við loksins eftir margra ára leit fullkomnar buxur fyrir hann þær eru úr H&M og eru venjulega til í nokkrum litum. Við vorum farin að hamstra þessar buxur þegar við fórum í H&M land og vinkona mín sem bjó í Svíþjóð sendi reglulega til okkar buxur. Þetta voru þunnar buxur sem rifnuðu mjög auðveldlega þar sem efnið þynntist bæði við notkun og þvott. Hversu fáránlegt er að maðurinn hafi bara fengist til að kaupa eina tegund af buxum í 2-3 ár. Eitt sem við fundum aldrei þrátt fyrir mikla leit voru gallabuxur. Mér finnst það eiginlega dáldið lélegt af verslunum hérna heima því það eru eiginlega bara til þröngar buxur á karlmenn og þeir vilja það alls ekki allir. Þær eru flest allar þannig að þær þrengjast í kringum kálfana og það vill minn maður bara alls ekki. Meirað segja þegar buxur eiga að vera beinar eru þær þröngar! Svo ef þær eru víðar þá eru þær eins og pokabuxur. Að sjálfsögðu eru til inná milli einhver snið sem henta en þá eru þær bara alls ekki úr flottum þvottum, það er stundum eins og þetta séu bara svona buxur sem eru bara látnar fylgja með en af því þetta er ekki í tísku þá er ekki lögð áhersla á að gera þannig flottar buxur. Afsakið þetta er margra ára uppsafnaður pirringur;)

Um daginn þá fékk ég loksins flottar buxur fyrir hann sem minn maður var svo ánægður með og ég líka – ég er varla búin að fá hann úr þeim síðan hann byrjaði að nota þær. Ef þið eigið við sama vandamál að stríða og ég með ykkar menn þá mæli ég með Logger sniðinu frá LEE gallabuxnamerkinu, þær fást t.d. í Geysi. Þetta eru veglegar og flottar buxur sem ég veit að minn á eftir að eiga lengi.

En kveikjan að þessari færslu var sumsé sú að í síðustu viku þá fórum við fjölskyldan og fengum okkur búlluborgara. Ég keypti eitthvað tilboð hjá þeim og sú sem afgreiddi mig var svo góð að gefa mér sneiðar af súkkulaðitertunni með hamborgurunum og í pokanum sem innihélt kökuna leyndist smá bæklingur frá Lee um þessar glæsilegu herrabuxur. Ég hugsaði þá með mér að ég yrði að taka það á mig að hjálpa til við að breiða út boðskapnum til annarra kvenna sem ættu kalla sem hefðu alltof sterkar skoðanir – sérstaklega þegar kemur að buxum.

Á myndunum sjáið þið að það eru axlabönd á buxunum en þau fylgja reyndar ekki með heldur er hægt að kaupa þau sér. Aðalsteinn notar belti en ég held að það gæti verið gaman að kaupa einhver tíman axlabönd fyrir hann bara svona ef honum langar einhver tíman að nota þannig. Svo finnst mér sniðið mjög flott, vasarnir eru dáldið síðir og ná niðrá læri sem gerir það að verkum að herrarnir virðast með lengri leggi, svo eru vasarnir framan á mjög þæginlegir og það er auðvelt að komast að þeim. Einhver tíman fæ ég hann kannski til að sitja fyrir mig á mynd í buxunum – það er þó líklegt að það gerist ekki nærri því strax því hann verður eflaust ekki sáttur með þessa færslu haha :D

En það er allt í lagi ég var að fæða barn fyrir hann fyrir tæpu ári síðan – ég minni hann bara á það!

Fullkomnar í jólapakkann fyrir ykkar heittelskaða!

EH

Hátíðarvarir #5

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Margrét

    19. December 2013

    Vá, hvað það var gaman að lesa þessa færslu. Ég hló seriously upphátt. Þú ert algjör snillingur!!! :D

  2. Sirra

    19. December 2013

    hahah þú ert svo mikið yndi!! En já þetta eru mjög flottar buxur… en ég bíð spennt eftir pósu frá Aðalsteini! ;)

  3. Guðrún

    20. December 2013

    Flottar buxur. Það er sko nákvæmlega sama buxnavandamál hjá mínum manni. Kannsi við förum og kíkjum á þessar.