Í síðustu viku var ný herferð fyrir Chanel no 5 ilminn frumsýnd. Nýtt andlit ilmsins er fyrirsætan Gisele Bündchen en nýja Chanel mini myndin er leikstýrð af engum öðrum en Baz Luhrmann svo að sjálfsögðu er hún alveg stórkostleg og ég lofa gæsahúð – það var alla vega fyrsta tilfinningin sem ég upplifði….
#theonethatiwant
Ég er alveg sjúk í þessa útgáfu af einu af mínu uppáhalds lagi úr uppáhalds myndinni – The One that I want úr Grease – þið sem þekkið söguna á bakvið það hvernig við Aðalsteinn kynntumst ættuð að fatta tenginguna :) Söngvarinn kallar sig Lo-Fang og ég veit lítið sem ekkert um hann en þessi útgáfa af laginu er búin að vera á repeat hjá mér síðan ég sá auglýsinguna fyrst.
Það er hugsað fyrir hverju einasta smáatriði í auglýsingunni og hún hrífur okkur með sér í einhvers konar Chanel draumaheim. Mér finnst svo magnað hvað eitt ilmvatn getur skilið eftir sig sterka arfleið en það hefur einmitt þessi ilmur gert. Það er alltaf allt stórkostlegt í kringum hann.
Á blaðamannafundi sem var haldinn vegna frumsýningar auglýsingarnar sagði Baz ótrúlega fallega hluti um konurnar sem eru í aðalhlutverki þarna – Gisele og Coco – þetta sagði hann um Coco –
„It’s the spirit of Coco Chanel that has continued to influence the house. She’s about paradoxes in character – one minute she’s be in trousers on the beach, the next she’d be in a beautiful frock. That’s what I love most about Chanel – it comes from an actual person and the things that she felt and that were real to her. She really changed fashion.“
– Baz Luhrmann
Ég fæ bara gæsahúð aftur og aftur við að sjá þessa flottu, stuttu stuttmynd eða löngu auglýsingu – horfið endilega á hana :)
EH
Skrifa Innlegg