fbpx

Fyrsti skóladagurinn #ATFsmáralind

Lífið Mitt

Ég elska haustin! Ég vann alltaf í fatabúðum og það var alltaf kærkomin breyting þegar útsölurnar kláruðust og nýju haustvörurar komu. Ég hef einhvern vegin alltaf verið hrifnari af haustflíkum og því er ég svo spennt fyrir því að allar fallegu haustvörurnar eru nú að fylla verslanir hér á höfuðborgarsvæðinu – það gerist nú líka alltaf í tæka tíð fyrir skólasetningar.

Í tilefni þessa langar okkur á Trendnet að plata ykkur til að deila með okkur myndum af fyrstu skólaárunum ykkar…

3292_1094984829127_3360048_n

Hér sjáið þið mig að morgni fyrsta skóladagsins. Ég var í Hvassaleitisskóla og byrjaði þar haustið 1995 þá tæplega 6 ára gömul. Ég man eftir þessum degi eins og hann hafði gerst í gær. Ég man ótrúlega vel eftir þessum dásamlegu 90’s flíkum sem móðir mín valdi fyrir mig og ég gekk stolt inní skólann með flottu bleiku skólatöskuna mína sem var skreytt með dansandi fílum. Litli sæti bróðir minn fékk svo að fylgja mér í skólann þennan morguninn – enda mjög stór dagur í lífi hvers barns og það lá við að fjölskyldunni væri boðið í veislu til að fagna þessum áfanga með mér. Það er alltaf stór áfangi í lífi hvers einstaklings að byrja í skóla og þvílík forréttindi sem við erum með hér á Íslandi að fá að ganga í skóla og læra um allt á milli himins og jarðar!

Nú fyllast búðir af skólavörum, bókum, skriffærum, töskum og auðvitað fötum og það er alltaf gaman að taka þátt í því – það eru nú reyndar komin 5 ár síðan ég var í skóla en þetta er alltaf ákveðin hefð á hverju ári þegar skólarnir byrja að fara og versla fyrir þá.

Í ár ætlum við á Trendnet í samstarfi við Smáralind að biðja ykkur um að merkja ykkar fyrstu skólamyndir á Instagram með #ATFsmáralind – grafið upp gamlar og skemmtilegar myndir og deilið þeim með okkur. Nú tökum við Throw back Thursday þemað á næsta level en ATF stendur auðvitað fyrir Aftur Til Fortíðar. Til að gera þetta enn einfaldara þá þurfið þið bara að fylgja eftirfarandi skrefum:

1. Finndu mynd af þér frá fyrstu skólaárum þínum

2. Settu hana á Instagram og merktu hana #ATFsmáralind

og þá ertu kominn í pottinn!

Þann 22. ágúst munum við á Trendnet velja uppáhalds myndina okkar og gefa eiganda hennar 30.000kr gjafabréf í Smáralind sem getur nýst til að kaupa það sem þarf að kaupa fyrir komandi skólaár. Allar myndirnar sem verða merktar með #ATFsmáralind eiga síðan möguleika á stóra vinningnum, 60.000kr gjafabréfi sem dregið verður út þann 25. ágúst.

Ég hlakka til að fylgjast með myndunum ykkar en munið að þið verðið að vera með Instagramið ykkar opið til að við og Smáralind getum séð myndirnar ykkar :)

EH

 

Topp 10: CC krem

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Kristín R

    14. August 2014

    Hæhæ, alveg ótengt þessu en ég sendi þér póst fyrir nokkrum dögum í sambandi við Puma ilmvatnsleikinn en hef ekkert svar fengið. Var svona að spá hvort þú hafir ekki örugglega fengið hann?

    Kv, Kristín Ragnarsd.

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. August 2014

      Hæ jú! ég fékk hann sko fyrirgefðu ef ég hef gleymt að svara þér – stundum er ég ekki í sambandi. En það er mikið búið að ganga á í einkalífinu og vinnunni síðustu daga og ég ekki enn komist á pósthús – en það er á to do lista morgundagsins. Fyrirgefðu hvað þetta hefur tekið langan tíma mér þykir það ótrúlega leitt…

      bestu kveðjur,
      EH

      • Kristín R

        14. August 2014

        Nei sko bara ekkert mál… Vildi bara vera viss um að þú hefðir fengið póstinn :)