fbpx

Fyrsti í jólabakstri

Jól 2014Lífið MittTinni & Tumi

Ég er alveg að elska þessa helgi eins og hún leggur sig! Fyrir utan það reyndar að pabbinn í fjölskyldunni er búinn að vera á helgarvakt þá höfum við samt skemmt okkur vel þann tíma sem við erum öll saman. Í kvöld var fyrsti í jólabakstri – ég hef sjaldan verið hin fullkomna húsmóðir og það er svo sem ekki hlutverk sem ég stefni á að eigna mér þar sem ég er fyrir löngu búin að átta mig á því að það er einfaldlega ekki hægt að vera best í öllu – því komst ég að þegar ég undibjó 1 ÁRS AFMÆLI TINNA SNÆS. Síðustu ár hef ég sætt mig við að kaupa tilbúið upprúllað deig sem ég sker niður í bita, set á ofnplötu, smelli inní ofn og nýt þess að finna ilminn af jólunum að bakast. Í fyrsta sinn ákvað ég að smella í lakkrístoppa – þeir heppnuðust bara virkilega vel þó ég segi sjálf frá og ég held að hjálpin frá bakarameistaranum litla hafi gert gæfumuninn.

Ég ákvað fyrir nokkrum dögum að leyfa jólunum bara að byrja. Við erum nú þegar búin að overdose-a af Christmas Carol myndinni með prúðuleikurunum – 6 vikum fyrir jól, en ég er alveg að fýla þetta í tætlur. Sérstaklega þegar maður sér son sinn upplifa jólin í fyrsta sinn – eða frekar fatta jólin í fyrsta sinn. En á meðan bakstrinum stóð spiluðum við jólaplötu með Strumpunum – það var hrikalega gaman hjá okkur eins og þið sjáið hér…

jólabakstur11 jólabakstur10 jólabakstur9 jólabakstur8 jólabakstur7

Litla pempían mín getur ekki að puttarnir hans séu skítugir….

jólabakstur6

… en það er allt í lagi því mamma hans er svona deigæta ;)

jólabakstur5 jólabakstur3

Hér fáið þið líka aðeins að kíkja inní eldhúsið sem ég sýni ykkur betur seinna – smá iðnaðarbragur, en við eigum eftir að klára nokkur atriði eins og skápahöldur – eigið þið tips um hvar maður finnur flottar þannig – má ekki segja IKEA ;)

jólabakstur2

Sæti minn – ég bráðna!!!

jólabakstur

Eftir baksturinn var svo gerð heiðarleg tilraun til að taka fjölskyldumynd – þessi heppnaðist bara ágætlega:)

Ég skammaðist mín smá fyrir að vera komin í jólaskap – en ég er alveg hætt því núna, þetta er bara alltof gaman og jólin eru allt of stutt!

EH

Hátíðarlökkin frá OPI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Helga Finns

    16. November 2014

    sætu!

  2. Snædís Ósk

    17. November 2014

    Æðislegar myndir af ykkur, krúttin ykkar! Ég er líka alveg komin í sama gír – er dottin í jólalögin og jólaundirbúning :)