fbpx

Fyrsta CC kremið í snyrtibuddunni

Ég Mæli MeðHúðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNip+FabNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Jæja nú er komið að því að fjalla almennilega um fyrsta CC kremið sem rataði í mína snyrtibuddu en þessi nýjung í förðunarheiminum verður áberandi hjá merkjum núna í sumar. Þetta CC krem sem ég er með er það eina sem ég er búin að frétta af að sé komið í sölu það er frá breska merkinu Nip+Fab sem er tiltölulega nýtt hér á landi en það kom í byrjun ársins 2012.

Það sem ég er mest búin að vera að pæla í með þessi CC krem er það hversu ólík í alvörunni þau eru BB kremunum af því núna hafið þið vafalaust tekið eftir því að það eru til ótrúlega mörg BB krem og stundum 2-3 týpur hjá hverju merki. Mér finnst reyndar allar nýjungar vera af því góða og ég er alltaf spennt að prófa það sem er nýtt á markaðnum. Svo ég er mikið búin að vera að lesa mér til um almennar umfjallanir um CC krem og hver munurinn á að vera – ég hef áður skrifað almennt um þau HÉR.

CC stendur fyrir Colour Correction – og er sagt líkjast meira farða en BB kremin. Þetta krem frá Nip+Fab inniheldur ljósdreyfandi litarkorn sem draga fram ljómann í húðinni um leið og það leiðréttir litarhátt og misfellur í húðinni. Það inniheldur soline sem gefur húðinni raka í alltað 24 tíma, hafraþykkni sem mýkir og styrkir húðina og Hyaluronic Acid sem gefur einnig raka.

Þegar ég er að lesa um vörur á erlendum förðunarbloggsíðum kann ég alltaf að meta að sjá sem mest myndefni svo í tilefni þessarar spennandi nýjungar ákvað ég að splæsa í þó nokkrar myndir:

Hér sjáið þið hreint handabakið mitt. Húðin er ótrúlega ljós og nánast gegnsæ –
eins og þið sjáið þá er ég mjög æðaber.Hér sjáið þið nokkuð vel þykktina og þéttleikann í kreminu – ég er með ljósari litinn. Við fyrstu sýn hélt ég að hann væri alltof rauður fyrir mig og varð smá smeik um að þetta yrði alltof mikið.Hér er ég búin að dreifa úr litnum jafnt yfir handabakið og það kemur svona falleg mött áferð á kremið og eins og þið sjáið þá gefur kremið mjööög góða hulu og liturinn er svo jafn að æðarnar sjást varla.Svo langaði mig líka að sýna ykkur hvernig kremið er á andlitnu – ákvað að splæsa í góðar fyrir og eftir myndir. Eins og á höndunum er ég með mjög ljósa húð í framan. Æðarnar sjást vel og ég er með rauða flekki í kringum nefið, húðin á augnlokunum er frekar dökk og allt í einu mættu þessar rosalegu freknur.Hér er ég svo komin með kremið á húðina – þvílíkur munur finnst ykkur ekki? Tek það fram að ég er ekki með neitt nema CC kremið frá Nip+Fab á húðinni. Þó ég virðist vera með skyggingu undir kinnbeinunum þá eru mín bara frekar útstæð og svo féll sólin akkurat ofan á kinnbeinin og ljóminn frá kreminu ýtti þeim svona upp. Það eina sem ég hefði þurft í viðbót væri maskari og kannski smá kinnalitur – þá væri þetta bara flott dagsförðun.

CC kremið frá Nip+Fab er að standast þær væntingar sem ég gerði til þess – jafnar litarhaft húðarinnar og gefur meiri þekju en samt ekki of mikla. Mér finnst það endast mjög vel á húðinni og betur en sum BB kremin sem ég hef prófað. Ég dýrka ljómann sem það gefur húðinni minni og svo hef ég verið að nota CC Eye Fix pennann með sem ég skrifaði einmitt um í stóru hyljaraumfjölluninni HÉR. Með því að nota hann líka undir augun fá þau extra mikinn ljóma og öll þreytueinkenni hverfa – svo reyndar hef ég líka doppað honum létt á kinnbeinin til að fá meiri ljóma í kinnarnar. Báðar vörurnar eru án parabena og ég myndi mæla með henni fyrir allar húðgerðir.

Ef ykkur langar að prófa þá fást vörurnar í Lyfju;)

Ég held að það sé alveg pláss fyrir BB krem og CC krem á íslenskum markaði – jafnvel pláss fyrir DD krem ef þau koma einhver tíman.

EH

Kreisí Toppar

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anna María

    23. May 2013

    Þetta kemur mjög vel út, maður sér þvílíkar mun! :)

    Ég er að fara í bakpokaferðalag og verð mikið í sólinni í sumar. Ég er leita mér að mjög léttum farða til að hafa á kvöldin og þyrfti helst krem sem gengur bæði upp þegar ég er ljós í framan og þegar ég er aðeins farin að brúnkast. Hvort myndirðu frekar mæla með þessu CC kremi eða BB kremi frá L’Oreal? Ég er með ljósa húð eins og þú og er búin að kaupa BB kremið en er forvitin eftir að hafa séð fyrir/eftir myndirnar af þessu kremi :)

  2. Heiðdís Erla Sigurðardóttir

    23. May 2013

    Þetta krem er snilld, ég nota einmitt kremið frá L’Oreal, eg er ekki buin að nota meik síðan, set síðan púðrið sem er hægt að fá í sömu línuni frá L’Oreal, lýt mun betur og heilbrigðari út en með meik eða annað. Mæli hiklaust með þessu!:)

  3. Magnea

    27. May 2013

    Þetta er alveg snilld, hylur rosa vel og er á snilldar verði