fbpx

CC Krem!

HúðmakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Jæja þá er innrás CC kremanna hafin! Þið sem fylgist með mér á Instagram @ernahrund sáuð eflaust í gær að í gær eignaðist ég mitt fyrsta CC krem frá breska snyrtivörumerkinu Nip Fab. Þetta merki mætti fyrst til landsins snemma á síðasta merki og einkennist af vörum sem eru húðvænar – fara vel með húðina. Ég er að kynna mér merkið vel þessa dagana og kem með betri færslu um það síðar en það sem ég hef heyrt og séð um það líst mér vel á. Vörurnar fáið þið t.d. í Lyfju.

Annars er ég líka að lesa mér til um CC krem og ég er mjög spennt fyrir þessari vöru sem ég veit að er væntanleg í sölu hérlendis hjá mörgum snyrtivörumerkjum í sumar. CC stendur fyrir color eða complexion correcting. CC kremin eru flest öll mjög svipuð BB kremunum en þeim er þó líst mörgum hverjum þannig að CC kremin séu betrumbættari BB krem – ég er þó ekki alveg viss með þá fullyrðingu ég þarf að kanna þetta betur.

Fylgist endilega með því á næstu dögum/vikum komumst við til botns í því hvort CC kremin séu málið;)

EH

Lúkk Kvöldsins

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Þórdís

    3. May 2013

    Ohh gat verið, ég sem var að byrja að prufa mig áfram í BB kremunum. Hlakka til að lesa um muninn á þessum kremum :)

    • haha:D það fyrsta sem ég hugsaði var einmitt “úff ég sem var að klára að prófa öll BB kremin á markaðnum – best að byrja aftur!” ;)

  2. Sólveig

    4. May 2013

    Væri gaman að vita hver munurinn er í raun og veru, en það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá CC krem var sölutrix….hmm?

    • Já veistu ég ætla mér að komast til botns í þessu máli – hvernig þetta er;) Ég hef t.d. heyrt að sum af þessum CC kremum sem eru komin séu mjög lík BB kremum hjá kannski öðrum merkjum…. En maður verður víst að prófa og mynda sér sína eigin skoðun:)