Ef það hefur mögulega farið framhjá einhverju ykkar þá vorum við Aðalsteinn að kaupa okkar fyrstu íbúð fyrir stuttu. Ótrúlega spennandi og fullorðins uppátæki sem vatt svo sannarlega uppá sig þar sem mikið þurfti að gera – og sem betur fer þá ákváðum við að gera líka breytingar eins og að taka niður veggi og færa eldhús og þá komu ýmsir leyndir gallar í ljós. Þar af leiðandi tóku breytingar aðeins lengri tíma og sumarið hefur mest megnis farið í að lagfæra íbúðina með hjálp frábærra iðnaðarmanna og yndislegu fjölskyldunni sem við eigum.
Mikið hefur gerst síðan ég tók þessar fyrir myndir til að deila með ykkur. Á morgun eru svo flutningar svo ég verð ábyggilega ekki mikið við hér á síðunni um helgina. Ég vona að þið sjáið möguleikana sem ég sá þegar þið horfið á þessar myndir og mörg ykkar hafa eflaust séð eitthvað af breytingunum inná Instagramminu mínu @ernahrund.
Hér er svo slottið í öllu sínu veldi!
Stofan
Stofan frá sjónarhorninu á móti
Eldhúsið
Herbergið okkar Aðalsteins
Herbergið okkar Aðalsteins frá öðru sjónarhorni
Herbergið hans Tinna Snæs (hér var eldhúsið).
Úff ég get varla horft á þessar myndir og þvílíkar breytingar sem hafa orðið á stuttum tíma. En í svona breytingum er mikilvægt að vera með góða og vana aðila með sér og við vorum svo sannarlega með einhverja af bestu iðnaðarmönnum landsins með okkur í liði.
Hvernig líst ykkur á? – hlakka til að sýna ykkur betur í nánustu framtíð!
EH
Skrifa Innlegg