fbpx

Fröken Blómfríður

FallegtLífið Mitt

Ég heimsótti einstaklega skemmtilega og fallega antíkverslun þegar við fjölskyldan skelltum okkur á Akureyri um síðustu helgi. Verslunin heitir Fröken Blómfríður og er í Hafnarstrætinu – beint á móti Brynjuís.

Þarna var allt fullt af miklum gersemum – hlutum með sögu. Ég varð hugfangin af einum kertastjaka eftir að ég heyrði sögu hans, ég segi ykkur betur frá honum og fortíð hans seinna en þangað til getið þið skyggnst inní verslunina með því að líta yfir þessar myndir.

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

Ef við hefðum keyrt norður þá hefði ég hiklaust keypt tyggjókúluvélina og ritvélina en þar sem við komum með flugi þá var takmarkað pláss í töskum og í höndum – því miður.

Næst þegar þið eigið leið norður kíkið þá endilega í Fröken Blómfríði!

Myndirnar eru allar teknar á Canon EOS M – meira HÉR.

EH

Dekurkvöld

Skrifa Innlegg