fbpx

Frískandi primer

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSmashbox

Það er alltaf eitthvað nýtt og spennand í gangi í förðunarheiminum – meirað segja hér á litla Íslandi! Ég er búin að fylgjast spennt með nýjungum ársins 2015 og hef setið á spenningnum mínum þar til ég hef fengið aðeins að pota og prófa. Ein af þeim vörum sem ég er búin að vera vandræðalega spennt fyrir er nýji primerinn frá Smashbox sem er nokkuð ólíkur þeim sem hafa áður komið frá merkinu.

Smashbox er förðunarvörumerkið sem kom primerum upphaflega á kortið og þykir það líka búa yfir góðu úrvali af primerum sem henta við ýmsa aðstæður. Ég á nokkra og vel mér alltaf primer í takt við tilefni og húð konunnar sem ég farða. Minn go to primer er við flestar kringumstæður upprunalegi Photo Finish primerinn en ég held að núna sé komin hörð samkeppni.

Nýji primerinn heitir Photo Finish Water Primer og eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða fljótandi, vatnskenndan primer. Primerinn er glænýr og hann er væntanlegur í dag í sölu hjá Smashbox á Íslandi.

waterprimer7

Primerinn er mög þunnur og hann er án silikons, alkóhóls og olíu svo hann hentar öllum húðtýpum. Vatninu er úðað yfir húðina með spreybrúsanum og hann má nota á hreina húð til að undirbúa hana fyrir förðun, yfir tilbúna förðun til að hjálpa henni að setjast og auka endingu hennar, eða til að fríska uppá húðina yfir daginn.

Ég elska svona frískandi sprey, þegar ég var að læra förðun þá var það eiginlega bara Prep+Prime Fix+ spreyið frá MAC sem var til og ég notaði það mikið og hef gert lengi enda frábær snyrtivara. Síðast prófaði ég In Flight rakasprey frá Kiehl’s sem er líka æðislegt og svo hef ég prófað sprey frá Skyn Iceland. Nú mun þetta taka við. Persónulega finnst mér mjög gott að nota svona sprey eftir húðhreinsun til að gefa húðinni frísklegri áferð á morgnanna og ég mun klárlega nota þetta í það verk héðan í frá. Ég fékk spreyið í gær og mig langaði eiginlega bara að spreyja því á húðina aftur og aftur, ilmurinn er frískandi og húðin fær svona orkubúst og mér fannst hún lifna við. Ástæðan fyrir því er auðvitað rakinn sem spreyið gefur en líka ilmurinn af því sem er frískandi fyrir vitin.

Ilmur er mjög mikilvægur þegar kemur að snyrtivörum. Alveg eins og á við ilmvötn þá veljum við ilm sem fer okkur og fer skapinu sem við erum í í hvert sinn. Ilmurinn af þessu spreyi frískar uppá mig andlega og hefur sömu áhrif á mig og vorilmvötnin sem hrannast nú inná borð til mín og gefa mér þessa frískandi tilfinningu – meira um þau í næstu viku ;)

waterprimer4

Þegar þið úðið spreyinu yfir húðina á að halda því í 20-25 cm til að tryggja það að það dreifist jafnt úr rakanum og áferð primersins verði jöfn. Ég spreyja þrisvar sinnum yfir húðina – einu sinni yfir efri hluta þess og svo út til hliðanna, svo má alveg líka úða yfir hálsinn t.d. Það er ekki talað sérstaklega um að primerinn þurfi að bíða lengi á húðinni áður en þið berið förðunarvörur yfir hann en hann er fljótur að fara inní húðina og er það auðvitað sérstaklega á þeim sem eru með þurra húð, þið gætuð þurft smá meira eða fundist að húðin þyrfti meira sem er samt ekkert endilega raunin þetta er bara rakinn sem hún vill fá.

Þetta er frábær snyrtivara sem er mitt á milli þess að vera snyrti- og förðunarvara en hún gefur raka sem endist allan daginn og eykur þá rakamagn við rakakremið sem þið setjið á undan. Þessi vara er líka fullkomi fyrir förðunarfræðinga sem vilja ná að fríska uppá húðina snöggvast fyrir farðanir og æðisleg viðbót í flóru primeranna hjá Smashbox. Ég fylgdist vel með viðbrögðum húðarinnar minnar eftir að ég prófaði það fyrst og mér fannst hún mjög mjúk og áferðafalleg. Ég sat bara með hann á hreinni húð heima að vinna í tölvunni og þreifaði reglulega á húðinni til að tékka á henni.

Frábær nýjung sem hefur staðist allar væntingar mínar!

Smashbox fæst t.d. í Hagkaup Smáralind, Kringlunni og Holtagörðum.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Sjarmerandi kinnar

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Pattra S.

    4. February 2015

    Luv it!!