fbpx

Frí förðun fyrir heppna lesendur

Lífið Mitt

Það hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur að vefsíðan Trendnet er 1 árs í dag. Það hefur margt gerst á þessu eina ári bæði hjá Trendnet og hjá mér sjálfri.

Mér hefur þótt ótrúlega vænt um það að fá að hafa verið hluti af þessum frábæra Trendnet hópi frá upphafi. Þegar ég færði síðuna mína undir Trendnet tók ég ákvörðun um að það væri kominn tími til að finna smá fókus í skrifunum mínum og setja þeim smá markmið. Markmiðið mitt er að bjóða uppá góðar, vandaðar og hlutlausar umfjallanir um snyrtivörur. Sem make-up artisti og mikill make-up fíkill þá finnst mér sárvanta góðar umfjallanir á íslensku og í staðin fyrir að kvarta yfir því þá ákvað ég að laga það bara sjálf. Ég vona að þið hafið kunnað að meta þetta uppátæki hjá mér og að þið haldið áfram að fylgjast með mér og skrifunum því það er margt spennandi framundan!

Ég notaði fríið mitt til að endurskipuleggja aðeins áherslurnar mínar og vinna í nýja verkefninu sem mun líta dagsins ljós í september ;)

Á þessu eina ári hefur lesendahópurinn minn stækkað mikið og til þess að þakka fyrir mig langar mig að gefa 2 heppnum lesendum fría förðun hjá mér næst þegar þær þurfa á því að halda. Það eina sem þið þurfið að gera er að skrifa í athugasemd hér fyrir neðan hvernig snyrtivöruumfjallanir ykkur finnst skemmtilegast að lesa – munið að kvitta með nafni svo ég geti haft uppi á sigurvegaranum ;)

Ég dreg svo út 2 heppnar af handahófi á mánudaginn og tilkynni svo strax hverjir sigurvegararnir eru. 

Ég er ekki sú eina sem er í gjafastuði í dag – það er líka mikið um að vera á Facebook síðu Trendnets.

Að lokum sendi ég knús og kossa á ykkur öll og alla Trendnet-ingana – Elísabetu, Álfrúnu, Andreu, Pöttru, Helga, Theodóru, Svönu, Þórhildi, Hildi, Gunna og Viktor.

Takk fyrir mig <3

EH

 

Magdalena í franska Elle

Skrifa Innlegg

44 Skilaboð

  1. Ester Björk

    9. August 2013

    Mér finnst umfjöllunin þín alltaf mjög skemmtileg! :) En mér finnst þó sérstaklega skemmtilegar umfjallanir þar sem þú setur inn mynd af þér að nota vöruna og svo ýmis konar fróðleik um vöruna og hvers vegna þér finnst þetta góð vara :) Til hamingju með afmælið Trendnet! :)

  2. María Rosario Blöndal

    9. August 2013

    Takk kærlega fyrir skemmtilegt blogg. En persónulega finnst mér skemmtilegast þegar þú tekur nokkrar vörur og notar þær og greinir hverja og eina. Það hjálpar mikið í vali á bestu snyrtivörunum. Annars eru myndirnar og textinn alltaf til fyrirmyndar :)

  3. Ísabella

    9. August 2013

    Mér finnst alltaf jafn skemtilegt að lesa bloggin þín. Það sem stendur uppúr hjá mér er þegar þú gerir video-in og svon step by step myndir af förðununni sem þú ert að sýna okkur. Einnig finnst mér alltaf gaman að fræðast um vörur fyrir húðina, hvernig á að farða húðina og hreinsa hana :)

    Til hamingju með 1 árs afmælið Trendnet!

  4. Guðbjörg Huld

    9. August 2013

    Mér finnst virkilega gaman að lesa síðuna þína og mér finnst frábært að fá hlutlausar umfjallanir frá fagaðila. Mér finnst mjög gaman að lesa um samanburð á mismunandi vörumerkjum, fá góð ráð og uppgötva vörur sem ég hafði ekki hugmynd um eins og t.d. real techniques burstana. Takk fyrir frábæra síðu :)

  5. Kolfinna

    9. August 2013

    Mér finnst skemmtilegast að lesa þegar þú gerir sýnikennslur, segir frá snyrtivörum svo að maður viti hvað maður er í rauninni að kaupa :) finnst alltaf jafn skemmtilegt að lesa bloggið þitt og til hamingju með afmælið Trendnet!

  6. Erla Dögg

    9. August 2013

    Ég er algjör förðunarlúði og er í stöðugri leit að hinni frábæru vöru sem mun bjarga öllu. Með því að lesa bloggið þitt þá er ég alltaf skrefinu nær, ég hef prófað allskonar vörur sem mér datt ekki í hug að væru til og hafa bjargað mörgum slæmum dögum, takk fyrir það :)

  7. Sara Birgisdóttir

    9. August 2013

    Til hamingju með 1 árs afmæli Trendet og skemmtilegt blog.
    Mér finnst skemmtilegast sýnikennslurnar og gott að fá ráðleggingar um snyrtivörur. Búin að læra mikið :-)

  8. Hulda

    9. August 2013

    Mér finnst skemmtilegast að lesa sýnikennslurnar , þegar þú segir frá snyrtivörum fyrir húðina og nýju lituðu maskararnir það finnst mér æði og fræðslan um húðina :) . það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt .
    Til hamingju með afmælið Trendnet !! :)

  9. Hafdís

    9. August 2013

    Þar sem ég er með 10 þumalputta og er ekki sú klárasta að gera mig fína! Þá hefur það reynst mér vel allar færslurnar frá þér. Ég hef prófað að nota sýnikennslurnar og líka góð ráð og vörur sem þú ert að fjalla um. Virkilega flott síða og gagnleg. Til hamingju með daginn! ;)

  10. Erla María Árnadóttir

    9. August 2013

    Mér finnst lang skemmtilegast að lesa/horfa á sýnikennslu og/eða fyrir og eftir myndir…ótrúlegt hvað er hægt að galdra með smá förðun :)

    Takk fyrir mig og til lukku með daginn !

    kveðja

    Erla

  11. Hildur

    9. August 2013

    Mér finnst gaman að skoða sýnikennslurnar, væri gaman að sjá fleiri færslur um farðanir fyrir ákveðin tilefni eins og brúðkaup, afmæli, útskriftir, jól o.s.frv. :)

  12. Jovana Stefánsdóttir

    9. August 2013

    Mer finnst siðan þin mjög froðleg, froðleg og skemmtileg! Þar sem eg kann ekkert að mala mig er gott að horfa a synikennslunar sem þu ert stundum með:) Til hamingju með daginn! ;)

  13. Særún Ósk

    9. August 2013

    Takk fyrir skemmtilegar, fróðlegar og faglegar umfjallanir. Þær sem höfða mest til mín er þegar þú berð saman svipaðar vörur frá mismunandi aðilum. Það hjálpar mér að velja úr þeim frumskógi snyrtivara sem til eru.
    Til hamingju með afmælið Trendnet og takk fyrir mig.

  14. Sara Dögg

    9. August 2013

    Mér finnst skemmtilegast að lesa þegar þú berð saman vörur frá mismunandi merkjum :) Og líka sýnikennslurnar.
    Til hamingju með frábæra síðu.

  15. Elfa Lind

    9. August 2013

    Ég elska bloggið þitt! Ég fylgist mikið með útlenskum stelpum á youtube en finnst frábært að heyra ráðleggingar frá íslenskum aðila :) Það er alltaf rosa gaman að skoða myndirnar þínar og sjá hverju þú mælir með. Takk fyrir frábært blogg og til hamingju :)

  16. Bergþóra

    9. August 2013

    Mér finnst mjög ljúft að lesa um mismunandi vörur og umhirðu húðarinnar. Einnig finnst mér alltaf gaman af átfitt póstum :)

  17. Sól Margrét

    9. August 2013

    Takk fyrir frábært blogg gegnum árin er búin að fylgjast lengi með þér! Mér finnst skemmtilegast þegar þú setur inn sýnikennslu af förðun og svona “first impressions” umfjallanir og svo er ótrúlega gott að fá make-up tipin frá þér ;) til hamingju með afmælið Trendnet

  18. Anna Kvaran

    9. August 2013

    Mér finnst mjög gaman að lesa síðuna þína. Mér finnst langskemmtilegast að horfa á myndböndin þín þar sem ég horfi mjög mikið á youtube guruana sjálf eins og pixiwoos og fleira. Og ekki spurning að það vantaði meiri umfjöllun um snyrtivörur á íslensku þar sem þessar útlensku eru jú oft að tala um snyrtivörur sem við getum kanski ekki nælt okkur í hérna heima:)
    Mér finnst líka gott að fá ýmiskonar tips frá þér:)

  19. Halla B. Randversdóttir

    9. August 2013

    Mér þykir frábært að lesa samanburð snyrtivörumerkja. Takk fyrir skemmtilega og fróðlega síðu.

  20. Sólveig María

    9. August 2013

    Mér finnst alltaf áhugavert að fylgjast með þér og ég hef oft nýtt mér fróðleik frá þér. Skemmtilegast finnst mér sýniskennsluvideoin og þegar þú berð saman snyrtivörur frá mismunandi merkjum.
    Til hamingju með afmæli Trendnets :)

  21. Kristín Ragnarsd.

    9. August 2013

    Góð tips eða munur á einstakri vöru á milli vörumerkja (td. BB krema færslurnar) finnst mér skemmtilegast. Annars til lukku með daginn :)

  22. Helga Birgisdóttir

    9. August 2013

    Takk fyrir gott blogg. Ég var mjög ánægð þegar ég uppgötvaði Trendnet og ennþá ánægðari þegar ég sá að þar leyndist íslenskur förðunarbloggari, þar sem ég er líka förðunarfærðingur. Þú ert á mínum daglega bloggrúnti og hinir bloggarnir hér eru á rúntinum sirka annan hvern dag. Mig langaði bara að segja til hamingju með ykkur og skilja eftir mig eitt spor þar sem maður er klárlega ekki nógu duglegur að gera það. Keep it up :)

  23. Mér finnst myndböndin æði! en ég er alveg háð maskara tilraununum þínum, finnst þær vandræðalega mikið spennandi!! :)

  24. ELín Guðmundsdóttir

    9. August 2013

    Mér finnst sýnikennslumyndböndin skemmtileg og líka þegar þú talar um uppáhalds vörurnar þínar, virkni þeirra ofl :)

  25. Valbjörg Rúna

    9. August 2013

    Umfjallanir um snytivöruna og step by step myndir með, og lituðu maskararnir eru æði sérstaklega fjólubláir og bláir :)

  26. Árný S

    9. August 2013

    Mér finnst skemmtilegast að skoða þegar þú bloggar um umhirðu húðarinnar því ég hef lært svo mikið um það eftir að ég byrjaði að lesa bloggið. Einnig hefur þú kynnt fyrir mér mikið að förðunarvörum sem ég hafði aldrei séð. Svo finnst mér mjög gaman að fylgjast með þér þar sem þú póstar inná milli persónulegum bloggum um sjálfa þig :)

  27. Ösp Jònsdòttir

    9. August 2013

    Èg kíki við nànast daglega og sérstaklega inn á þitt blogg, hef bara gaman af flestum umfjöllununum þínum, sérstaklega þar sem þú berð saman vörur og talar um veikleika/styrkleika þeirra :) og sýningarmyndböndin mjög skemmtileg. Til hammó með ammó

  28. Thelma Dögg

    9. August 2013

    Æðislegt blogg :)
    Finnst best að sjà videoinn og step by step ;)

  29. Silja M Stefáns

    9. August 2013

    Ég hef mjög gaman af flestu sem þú setur inn. Mér finnst skemmtilegt að fá blogg úr daglega lífinu hjá þér, af outfittum sem þú klæðist og auðvitað snyrtivöru umfjallanirnar :) Ég hef oft nýtt mér sýnikennslurnar og finnst sérstaklega gaman að sjá vörur sem ég á kannski til, notaðar á annan hátt en ég er vön að gera :) Takk fyrir frábært blogg og til hamingju með afmælið :)

  30. Rannveig

    9. August 2013

    Finnst gaman að sjá notkun á nýjungum í snyrtivörum. Þetta varð til þess að ég keypti mér í Fríhöfninni í sumar baugahyljara sem ég hafði ekki áður séð né kynnst og hlakka til að prófa hann með haustinu.

  31. Ragnhildur Birgisdóttir

    9. August 2013

    Til hamingju með árið! Það er í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar þú fjallar um náttúrulega förðun. Ég málaði mig alltaf of mikið dagsdaglega (scouce brow and all, já ég skammast mín) en ég hef lært að gera OG vera ánægð með létta og ferska förðun með þinni hjálp. Takk fyrir frábærar færslur! :)

  32. Berglind Hermannsdóttir

    9. August 2013

    Kærar þakkir fyrir frábært blogg, það er sko sannarlega fastur liður í mínu daglega internetbrölti.
    Það sem mér finnst skemmtilegast að sjá á blogginu, snyrtivörutengt, er þegar þú berð saman hitt og þetta, ég man sérstaklega eftir maskaraumfjöllun hjá þér. Mér finnst líka dásamlegt þegar þú fjallar um ódýrari merkin (því maður er jú alltaf að spara!) og segir hvað eigi að forðast og þess háttar.
    Til hamingju með árið! Hlakka til að fylgjast með áfram :)

  33. Jenný

    9. August 2013

    Takk fyrir frábært blogg :)
    Mér finnast skemmtilegastar umfjallanir um allt sem við kemur farða, grunn, hyljara, bb kremum o.þ.h. og finnst frábært að sjá myndir af þér með viðkomadi vöru á húðinni.
    Einnig finnst mér skemmtilegt þegar þú dregur fram brúnu augun þín með einfaldri augnförðun, ég er nefnilega líka með brún augu ;)

  34. guðbjörg aðalsteinsdóttir

    9. August 2013

    leyndarmál makeup artistans og samaburður á snyrtivörum eru í uppáhaldi hjá mér :)

  35. Agata Kristín

    10. August 2013

    Finnst skemmtilegast að lesa um hyljara, BB eða bursta :) Ekki frá því að ég hafi heyrt um RT burstana fyrst hjá þér :)

  36. Guðrún Mjöll

    10. August 2013

    Svo skemmtilegt blogg, hef mjög gaman af bloggunum varðandi augnförðun :)

  37. Sæunn

    10. August 2013

    Umfjallanirnar um mismunandi týpur af sömu snyrtivörunni, hvað þér þykir gott við hverja og eina :)

    Annars held ég mikið uppá þinn hluta af Trendnet, þú ert svo einlæg í skrifum, dugleg að skrifa og það er svo mikill fjölbreytileiki!

    Lengi lifi Trendnet

  38. Snædís Ósk

    10. August 2013

    Mér finnst alltaf jafn gaman að kíkja hingað inn og er síðan þín löngu orðinn fastur liður í daglega “internet-hringnum”. Ég hef mjög gaman af allri sýniskennslu, bæði video og ljósmyndum en mitt uppáhald er þegar þú berð saman sambærilegar vörur frá mismunandi merkjum, eins og þú gerðir til dæmis með BB kremin :)
    Svo er náttúrlega alltaf jafn gaman þegar Tinni sjarmatröll birtist hérna!

  39. Silvía

    10. August 2013

    mér finnst sýnikennslumyndböndin skemmtilegust en líka umfjallanir um mismunandi snyrtivörur :)

  40. Berglind

    10. August 2013

    Sýnikennslurnar, þegar þú kemur með gott trix eða leyndarmál sem maður vissi ekki af og svo finnst mér mjög skemmtilegt að lesa um merkin, man sérstaklega þegar þú skrifaðir um Flora by Gucci munstrið. Svoleiðis fróðleik er svo gaman að vita. Annars finnst mér bloggið þitt alltaf skemmtilegt :) – Berglind Emils

  41. Inga Rós

    10. August 2013

    Ú ú ég vil vera með :) Finnst alltaf gaman að lesa og skoða myndir af því þegar þú prufar nýjar vörur og ég hef alveg nokkrum sinnum keypt vörur sem þú hefur mælt með.

    Kv, Inga Rós Vatnsdal :)

  42. Guðbjörg Lára

    11. August 2013

    Mér finnst æði að geta lesið íslenskt förðunarblogg og geta nýtt mér fróðleikinn þinn.
    Ég er ekki sú besta í að mála mig fínt og finnst æðislegt að geta horft á sýnikennslu myndböndin þín og lært eitthvað af því. Annars finnst mér flest skemmtilegt sem þú setur inn og flott hvað þú ert vandvirk við málfar í bloggfærslunum.

  43. Hafdís Anna

    12. August 2013

    Ég les oft afar mörg blogg yfir daginn og þetta er einn af fastaliðunum. Það er svo frábært að geta lesið svona vandað íslenskt blogg og ég vona bara að þetta blogg eigi eftir að eiga mörg afmæli í viðbót. Ég er ein af þessum sem langar svo innilega til að vera eldklár í förðun en viðurkenni fúslega að vera það ekki. Mér finnst æðislegt þegar þú sýnir ákveðin “look” og hvaða snyrtivörur þú notar í þau. Þetta er eitt sem ég bara kann ekki að gera sjálf með snyrtivörur :) Mér þætti gaman að sjá meiri samanburð á sambærilegum vörum eins og þú gerðir með BB kemin, það hjálpar manni svo mikið að velja rétt!

  44. Hildur

    9. August 2014

    Það er ekki langt síðan ég uppgötvaði Trendnet en hugsanlega með betri uppgötvunum á netinu sem ég hef gert og þitt blogg var það sem ég byrjaði að skoða fyrst því það höfðaði til mín strax. Blogg fullt af endalaust góðum hugmyndum um krem,snyrtivörur, bodylotin og brúnkukrem fyrir fólk á öllum aldri og allar týpur. Takk fyrir frábært blogg og vona að þú haldir áfram á sömubraut. Ég hlakka til að fylgjast með:)