Það hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur að vefsíðan Trendnet er 1 árs í dag. Það hefur margt gerst á þessu eina ári bæði hjá Trendnet og hjá mér sjálfri.
Mér hefur þótt ótrúlega vænt um það að fá að hafa verið hluti af þessum frábæra Trendnet hópi frá upphafi. Þegar ég færði síðuna mína undir Trendnet tók ég ákvörðun um að það væri kominn tími til að finna smá fókus í skrifunum mínum og setja þeim smá markmið. Markmiðið mitt er að bjóða uppá góðar, vandaðar og hlutlausar umfjallanir um snyrtivörur. Sem make-up artisti og mikill make-up fíkill þá finnst mér sárvanta góðar umfjallanir á íslensku og í staðin fyrir að kvarta yfir því þá ákvað ég að laga það bara sjálf. Ég vona að þið hafið kunnað að meta þetta uppátæki hjá mér og að þið haldið áfram að fylgjast með mér og skrifunum því það er margt spennandi framundan!
Ég notaði fríið mitt til að endurskipuleggja aðeins áherslurnar mínar og vinna í nýja verkefninu sem mun líta dagsins ljós í september ;)
Á þessu eina ári hefur lesendahópurinn minn stækkað mikið og til þess að þakka fyrir mig langar mig að gefa 2 heppnum lesendum fría förðun hjá mér næst þegar þær þurfa á því að halda. Það eina sem þið þurfið að gera er að skrifa í athugasemd hér fyrir neðan hvernig snyrtivöruumfjallanir ykkur finnst skemmtilegast að lesa – munið að kvitta með nafni svo ég geti haft uppi á sigurvegaranum ;)
Ég dreg svo út 2 heppnar af handahófi á mánudaginn og tilkynni svo strax hverjir sigurvegararnir eru.
Ég er ekki sú eina sem er í gjafastuði í dag – það er líka mikið um að vera á Facebook síðu Trendnets.
Að lokum sendi ég knús og kossa á ykkur öll og alla Trendnet-ingana – Elísabetu, Álfrúnu, Andreu, Pöttru, Helga, Theodóru, Svönu, Þórhildi, Hildi, Gunna og Viktor.
Takk fyrir mig <3
EH
Skrifa Innlegg