fbpx

Forsíðuförðunin eftir Söru Dögg

Ég Mæli MeðFallegtMakeup ArtistSpurningar & Svör

Pósturinn kom með skemmtilega sendingu til mín í fyrradag – þá birtist nýjasta tölublað Nýs Lífs í bréfalúgunni hjá okkur. Það var kærkomin ró að fá aðeins að slaka á í gær með kaffibolla og glæsilegu tímariti smá ró á milli fjörsins sem einkenndi gærdaginn sem ég segi ykkur betur frá seinna. Blaðið er sannarlega glæsilegt en hin gullfallega Manúela Ósk vermir forsíðuna og viðtalið við hana er virkilega flott – mér fannst alla vega mjög gaman að lesa það og fá að kynnast þessari flottu, einlægu stelpu aðeins betur, hennar markmiðum og lífsgildum.

Myndirnar inní viðtalinu og forsíðan eru alveg sjúklega flott og förðunin er alveg sjúklega flott. Það er hin yndislega Sara Dögg Johansen önnur eiganda Reykjavík Makeup School sem sá um förðunina og ég stóðst ekki mátið að fá að senda á hana nokkrar spurningar um lúkkið….

11159137_10205501639813976_1032396241_o

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir – Nýtt Líf tbl. 4 2015

Var einhver innblástur fyrir förðunina hennar Manuelu?

Nýtt Líf teymið sendi mér nokkrar hugmyndir um heildar look sem ég vann svo útfrá með Manuelu Ósk. Að mínu mati var aðal innblásturinn Manuela sjálf en hugmyndin á bak við förðunina var að hafa hana fyrst og fremst fallega, bjarta, kvenlega og töffaralgega en fyrir mér er það lýsandi fyrir Manuelu.

Hverjar voru áherslurnar í förðuninni?

Mér finnst að förðun eigi að draga fram fegurð hvers og eins. Aðal áherslurnar voru að hafa fallega ljómandi húð með djúpum skyggingum. Einnig vildi ég hafa litavalið í augnskuggunum í mildum og náttúrulegum tónum en á móti hafa ýkt augnhár við smudge eyeliner.

BeautyBlender_2-спонжа-Beautyblender-Pro

Beautyblender Pro fæst hjá Söru og Sillu í Reykjavík Makeup Schoold.

Hvaða vörur gegna lykilhlutverki í förðuninni?

Til að fá sem fallegustu áferðina á húðina notaði ég Beautyblender Pro en hann er í mestu uppáhaldi þessa dagana. Ég notaði aðalega vörur frá Make Up Store en Liquid Foundation, Base Prep, Wonder Powder og Reflex Cover gegna lykilhlutverk til að fá ljómann í húðina. Á augun notaði ég svo Microshadow augnskugga (Vanilla, Smog, Rosso Asiago, Muffin og Kakaw) og Gel eyeliner black en allar þessar vörur fást í Make Up Store. Augnhárin sem ég notaði eru frá Tanya Burr en ég blandaði saman Date Night og Individual Lashes. Allar hárvörurnar sem ég notaði eru frá Label.M en ég notaði Dry Shampoo í rótina, setti svo Soufflé í endana og ýfði/mótaði hárið með Wet brush og svo Hairsprey til að fá smá hald.

11159089_10205501639333964_1982309552_o

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir – Nýtt Líf tbl. 4 2015

Hvernig farðanir finnst þér skemmtilegast að gera?

Mér finnst allar tegundir farðana skemmtilegar, það er engin ein sem stendur upp úr heldur finnst mér fjölbreytni skipta mestu máli og svo er auðvitað ómetanlegt að vinna með góðu teymi. Oft fer það líka bara eftir því í hvernig stuði maður er í eða hvaða verkefni maður er búin að vera að tileinka sér og gíra sig inn í. Mér finnst til dæmis ótrúlega gaman að farða fyrir brúðkaup og fá að taka þátt í svona stórum merkum degi með brúðunum en svo dett ég líka í allt annað stuð aðra mínútuna og þá finnst mér gaman að leika mér í Special Effect, fara á sett eða gera eitthvað langt út fyrir kassann.

Lumarðu á förðunarráði sem hefur nýst þér vel í starfi sem þú vilt deila með okkur?

Að hugsa vel um húðina finnst mér allra mikilvægast enda er húðin undirstaðan af fallegri förðun. Góður primer fyrir húð og augu gerir förðunina miklu fallegri, dregur fram litina og lætur hana endast mun lengur. Stök augnhár eru búin að vera í miklu uppáhaldi upp á síðkastið, þau eru miklu náttúrulegri en önnur augnhár, henta öllum aldurshópum og svo er gaman að sjá hvað aðeins nokkur stök geta gert mikið fyrir heildar útlitið. Að lokum til að fá ljóma í húðina er oft fallegt að blanda saman örlitlu af ljómakremi (highlight) í dagkremið sitt eða setja út í farðann en þá kemur þessi perluljómi í gegn sem er svo fallegur.

Screen Shot 2015-04-16 at 6.36.04 PM

@ernahrund á Instagram

Mér finnst þetta alveg æðisleg förðun hjá henni Söru Dögg og fer henni Manúelu alveg ótrúleg vel! Blaðið er virkilega flott hjá ritstjórninni og eins og alltaf er það snyrtikaflinn hennar Lilju minnar sem slær í gegn hjá mér. Ég náði ekki að lesa yfir umfjöllunina um Christian Dior í gær en ég ætla að gera það um leið og ég fæ aðra svona rólega stund. Brúðarblaðið er virkilega fallegt og vel uppsett og veitti mér mikinn innblástur fyrir stóra daginn sem styttist óðum í – það er samt svo langt í hann.

Í næstu viku verð ég gestakennari inní Reykjavík Makeup School hjá Söru og Sillu og ég hlakka mikið til þó ég sé reyndar alveg smá stressuð… En þetta er svo flottur skóli hjá þeim og ég veit að þetta verður mikið stuð!

Takk yndislega Sara mín fyrir að svara spurningunum fyrir mig og til lukku með þessa glæsilegu forsíðu.

EH

Kaffið bragðast einfaldlega betur...

Skrifa Innlegg