fbpx

Förðunin á Met Gala

FashionFræga Fólkiðmakeup

Það kom nú að því að ég næði að finna nógu góðar myndir til að fara aðeins í gegnum nokkur makeup lúkk sem vöktu athygli mína á rauða dreglinu af Met Galanu – þetta eru þó alls ekki allar farðanirnar sem ég var hrifin af einungis þær sem ég fann nógu stórar myndir af. Sýningin sem var opnuð á sunnudagskvöldið nefnist Punk: Chaos to Couture svo að sjálfsögðu klæddu stjörnurnar sig í takt við þemað. Sumar fóru alla leið en aðrar alls ekki nógu langt…

Ég verð nú að viðurkenna það að ég þekkti varla Siennu Miller á myndunum sem ég var búin að sjá af henni frá hátíðinni. Makeupið er frekar nude fyrir utan augun þar sem svarti liturinn í augnhvarminum gefur lúkkinu þennan grunge fíling.Ég er að fíla ljósa hárið hennar Anne Hathaway passar sérstaklega vel í tengslum við þema kvöldsins. Augun eru flott og rokkuð hefði reyndar verið til í að sjá eitthvað aðeins meira áberandi á vörunum.Ég er ekki búin að gera upp við mig hvað mér finnst um þetta makeup hjá Elle Fanning…. Persónulega er ég aldrei hrifin af því þegar makeup er í stíl við fötin – bókstaflega… Hvað segið þið?Þið getuð auðveldlega náð augnförðuninni hennar Emmy Rossum með þessu trixi HÉR. Virkilega falleg augnförðun þar sem var passað uppá að hafa mýkt yfir augunum svo þau yrðu ekki of hvöss.Það eru tvær farðanir sem hafa verið mikið gagnrýndar eftir hátíðina – hennar Lily Collins og Ginnifer Goodwin – ég var persónulega mjög hrifin af báðum. Þær voru greinilega innblásnar af þemanu og bara virkilega vel gerðar.Kelly Osbourne kemur mér sífellt á óvart. Mér finnst hún orðin ein af flottustu konunum í Hollywood þegar kemur að klæðaburði. Makeupið hennar er líka alltaf tipp topp – förðunin á Met Galanu er bara enn eitt dæmi um það.Kristen Stewart fór alla leið í makeupinu við fallega rauða samfestinginn – elska þetta lúkk og minnir mig dáldið á þessa sýnikennslu HÉR.Ég er nú enginn aðdáandi Miley Cyrus – hún fer eiginlega bara smá í taugarnar á mér… en hún var ein af þeim sem átti kvöldið förðunarlega séð – þessi kinnbein!!Rosalega er ég skotin í ljómanum á húðinni hennar Minku Kelly. Rauðbrúnu varinar og fallegu augabrúnirnar hennar tónuðu vel við hárlitinn og kjólinn.Ég er sammála Elísabetu – ég er dáldið skotin í lúkkinu hennar Nicole Ritchie. Varirnar eru þó heldur skakkar fyrir minn smekk – alla vega frá þessu sjónarhorni. Sveigðu gerviaugnhárin lúkka vel við svona einfaldan eyeliner. Þarna er það hárið sem er aðalmálið svo makeupið er kannski bara aukaatriði.Dýrka augabrúnirnar og varalitinn hennar Rooney Mara!Cara Delevingne rokkar smokey lúkkið eins og henni einni er lagið!Madonna er bara meðþetta – það er bara þannig! Hún ætti nú að muna vel eftir pönk tímabilinu og hefur greinilega ekki gleymt neinu. Augnhárin eru æðiseg – myndi halda að hún væri með stök augnhár inná milli sinna eigin til að gefa svona flotta lengingu – ekki nema hún sé bara með mega flott augnhár enn skvísan;)

Hver fannst ykkur bera af?

EH

SJP og hanakamburinn

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Inga Rós

    8. May 2013

    Okei fyrst það slæma: Elle Fanning, of matchy matchy við kjólinn. Líka Kristen Stewart, burgundy jumpsuit og burgundy augnskuggi..nei takk.

    Fíla Miley Cyrus, Kelly Osbourne, Anne Hathaway og Emmy Rossum í botn. Ginnifer Goodwin var líka flott, hún var pínu eins og pönkuð Kleópatra (í samhengi við kjólinn) og já ég fílaði líka förðunina hjá Lily Collins. January Jones var líka geðveikt flott! Kannski var hún ein af þeim sem þú fannst ekki nærmynd af en ég vona að þú hafir séð hana.

    • Vel gert! En nei sjitt! ég bara gleymdi henni haha – þetta var orðið svo mikið af myndum að ég hef ekki tekið eftir því að hana vanti. Elska lúkkið hennar og ætla pottþétt að copy-a það ;)

  2. Rut R.

    11. May 2013

    Kelly Osbourne finnst mér með alveg sérstaklega flotta augnförðun!!