Eitt af mest áberandi förðunartrendum haustsins – sem og síðustu hausta – eru berjalitaðar varir. Þetta er trend sem ég hef alltaf haft sérstakt dálæti af og séstaklega þá berjalitum í dekkri tónum. Berjalitir eru svo ótalmargir og varirnar ættu eiginlega bara að líta út eins og þið hafið misst ykkur í berjamó og ekki komið með eitt ber heim :)
Hér eru nokkrar hugmyndir að alls konar fallegum berjalitum…
Mér datt í hug að fara í gegnum varalita og varagloss safnið mitt til að finna fallega litatóna sem smellpassa inní trendið til að gefa ykkur nokkrar hugmyndir. Eftir stutta leit var ég komin með fangið fullt af litum og ég varð að gera mitt besta til að velja úr mína uppáhalds – það var ekki auðvelt verk og því sá ég greinilega að ég er alveg fallin fyrir þessu trendi.
Hér sjáið þið litina 12 sem ég valdi úr svo miklum fjölda :)
Varalitirnir eða glossin eru frá vinstri:
6 Hour Gloss litur nr. 200 frá L’Oreal – Lacquer Gloss frá Shiseido nr. RS 306 – Gloss frá Sleek Phoenix Rising nr. 25 – Colour Boost Lip Crayon nr. 05 Red Island – Viva Glam Rihanna frá MAC – rauður Baby Lips varasalvi frá Maybelline – Sheer Lip Color í litnum Black Plum frá Bobbi Brown – Dramatic Encounter frá MAC – Lipstick Pen frá Make Up Store í litnum Boysenberry – Rouge Dior í litnum Mauve nr. 786 – Pure Color Envy nr. 330 litur Impassioned frá Estée Lauder – Creamy Matte Lip Color nr. 19 Port frá Bobbi Brown.
Langflestir þessara lita eru enn til og ég held það sé í raun bara einn litur sem er ófáanlegur sem er sá dekksti sem var one shot litur í jólalínu MAC fyrir tveimur árum. En svo hlakka ég til að bæta vonandi einhverjum úr nýju varalitalínunni frá Nars í safnið í ferð minni til London í vikunni – þar sem ég hef bara komið einu sinni til borgarinnar og það fyrir 9 árum síðan er mögulega einhver þarna úti sem lumar á upplýsingum um sölustað Nars í miðbæ London sem væri til í að deila honum með mér? :)
Skemmtilegt trend – ég er alveg kolfallin og þetta og fallegar og náttúrulegar augabrúnir eru klárlega trendin sem ég tileinka mér helst fyrir veturinn – eins og reyndar í fyrra :)
EH
Skrifa Innlegg