fbpx

Förðunarreglur sem má stundum henda útum gluggann

makeupMakeup ArtistMakeup Tips

Mig langaði að fara aðeins yfir nokkrar reglur sem er oft talað um þegar kemur að förðun. Ég er þeirrar skoðunar að það er fínt að hafa reglur sem viðmið og það þarf aldrei að taka þeim of alvarlega. Flott förðun er svo persónubundin það sem fer einum fer ekki öðrum og það sama á við um reglurnar. Sumar reglur eiga við um aðra en ekki hina – mig langaði að fara yfir nokkrar reglur sem ég hef oftar en ekki bara hent beint útum gluggann.

Augnskugginn má aldrei fara fyrir ofan augnbeinið:

SONY DSC

Þegar það er tala um að bera augnskugga yfir allt augnlokið þá er verið að tala um að setja hann á svæðið sem myndast fyrir neðan globuslínuna sem liggur venjulega í smá boga sem myndast undir augnbeininu. Ofast er talað um það að augnskugginn megi aldrei fara fyrir ofan globuslínuna og að það eigi að passa að skyggingar deyji út í línunni. Sjálf er ég með þannig augu að þegar ég opna þau þá sést ekkert hvort ég sé með eitthvað á augnlokunum. Þegar ég eyði alltof mörgum mínútum fyrir framan spegilinn að gera augnförðun þá nenni ég ekki að horfa niður allt kvöldið bara til að fólk sjái hvað ég er fínt máluð – ég brýt frekar regluna. Ég dreg alltaf skyggingar uppfyrir globuslínuna og það megið þið líka ;)

Eldri konur mega ekki nota sanseraða augnskugga:

Jane-Fonda_shimmer-eye-shadow_get-the-look_crop

Sanseraðir augnskuggar eru stundum lausari í sér og því getur það gerst að þeir festast í línunum og færast til og þeir geta gert línurnar meira áberandi. Í starfi mínu sem förðunarfræðingur þá hef ég farðað konur á öllum aldri – ég hef t.d. verið svo heppin að setja kolsvart smokey á níræða konu fyrir tískumyndatöku. Einhverjir myndu segja að það væri alveg bannað en hún var algjör skvísa og seldi lúkkið. Ég er mikið spurð um það hvort eldri konur sem eru með lausa húð í kringum augun geti notað sanseraða augnskugga. Mitt svar er mjög einfalt – ef konunni finnst það flott þá á hún algjörlega að nota sanseraða augnskugga. Ég held að þegar manni finnst maður sjálfur fínn þá finnst öðrum í kringum mann það.

Aldrei nota dekkri farða til að dekkja húðina:

fresh

Regla sem ég tek ekki of hátíðlega, mín reynsla er sú að þetta sé ein af bestu aðferðunum til að gefa húðinni sólarkysstan lit er að nota örlítið dekkri farða. En það verður þó að fara varlega í þetta og alls ekki nota alltof dökkan farða þetta sleppur helst ef þið notið 1-2 tónum dekkri lit. Það er langbest að nota fljótandi farða því hann blandast best saman við húðina. Passið að dreifa ótrúlega vel úr litnum, þegar þið eruð komin með dekkri lit þá sjást allar ójöfnur miklu betur. Forðist hina hrikalegu grímu með því að dreifa úr litnum alveg niður á hálsinn, ekki gleyma að setja á hálsinn og alveg uppað hálínunni. Eftir að þið hafið borið farðann takið á hreinan bursta og vinnið litinn ennþá betur saman við húðina.

Leggið annað hvort áherslu á augu eða varir í förðuninni ykkar:

blue-eye-make-up-pink-lips-beauty

Aftur regla sem á stundum við alls ekki alltaf, það fer klárlega eftir tilefninu og hvernig týpur þið eruð. Það er oft talað um að það verði alltof mikið ef maður er með áberandi augnförðun og varir á sama tíma. Mér finnst þetta bara fara eftir tilefninu og týpunum. Mér finnst t.d. mjög flott að vera með dökkbrúnt smokey og fallegan rauðan varalit.

Það er ekkert heilagt þegar kemur að förðun – stundum á maður ekki að hika við að brjóta reglurnar!

EH

Athugasemdir sem bjarga deginum

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Jóna Kristín

    20. January 2014

    Algjörlega sammála þér hér -hef svo oft heyrt þessar “reglur” sem þú bendir á. Sumar taka þessa þriðju meira að segja aðeins of alvarlega og enda með hvíta grímu.. það er eiginlega bara tvöfalt verra!
    Ég einmitt farðaði eina brúður í fyrrasumar og hún vildi vera dökk um augun sem ég gerði og hún var yfir sig ánægð. Mér var svo vinsamlega bent á að það ætti aldrei að nota dökka liti í brúðarförðun… Æ! fyrir mér má hver og einn bara gera það sem hann langar í þessum málum :-)

  2. Ragna Björk

    20. January 2014

    ótrúlega sammála þessu öllu. Ég elska að brjóta þær reglur sem ég á ekki hættu á að vera fangelsuð fyrir ;-)

  3. A

    20. January 2014

    Sammála með allt nema nr.3! Það ber að fara mjög varlega í það finnst mér og ekki margar stelpur sem ná að gera það án þess að líta út fyrir að vera með grímu, einnig eldir það mann að vera með dekkra meik heldur en maður á að nota, þá sést meira í fínar línur og fleira. Maður verður allavega að ” ganga frá” vel þegar maður er að nota dekkra meik þannig að það séu engar misfellur eða gríma. Auðveldara að sólarpúðra sig með sólarpúðri sem er ekki með sanseringu eða glimmeri í, til að fá þessa sólkysstu húð.

    • Reykjavík Fashion Journal

      20. January 2014

      Það er hárrétt og eins og ég bendi á þá þarf að fara varlega í það og passa uppá ákveðna hluti :) En púður hentar bara alls ekki öllum, ég með mína þurru húð gæti aldrei notað sólarpúður – jú kannski í nokkra tíma en dekkri farði hentar mér betur. Takk fyrir þitt innlegg í umræðuna – finnst mjög gaman að heyra frá lesendum:)

  4. Margrét Elín

    20. January 2014

    Sæl :)
    Veistu hvaða tegund og litur er á augnskugganum á næst neðstu myndinni? Og fyrst ég er byrjuð, hvað hún er með á vörunum líka?;)
    Bkv.

    • Reykjavík Fashion Journal

      20. January 2014

      úff nei ekki nákvæmlega því miður. En ég gæti bent þér á svipaðar vörur t.d. er Maybelline með Color Tattoo augnskugga í svona sterkum túrkis lit og með fjólubláa litinn myndi ég mæla með Cupcake augnskugganum frá Make Up Store. Með varalitinn þá er til svipaður í Sheer línunni frá Bobbi Brown eins er til svipaður í Huggable Lipstick línunni frá MAC sem var að koma í búðir á föstudaginn ;)

  5. Anna

    20. January 2014

    Hvernig er hægt að gera augun svona flott eins og á mynd nr 3?
    Veistu hvar ég get fengið svipaða liti?