fbpx

Athugasemdir sem bjarga deginum

Lífið Mitt

Mig langar að tileinka einni færslu einstökum lesendum mínum. Ég reyni eftir bestu getu að svara öllu athugasemdum, öllum emailum og Facebookskilaboðum frá þeim sem senda mér. Stundum tekst það stundum ekki en ég vil þó að allir viti það að mér þykir óendanlega vænt um að þið takið ykkur smá stund úr deginum ykkar til að senda mér línu. Oftar en ekki fæ ég skilaboð sem innihalda svo fallegar kveðjur og hrós – sem mér þykir óendanlega vænt um. Mig langar að þakka ykkur öllum kærlega fyrir þessi fallegu skilaboðin sem hafa borist mér síðan ég byrjaði með síðuna mína – þau og þið auðvitað líka eruð drifkrafturinn minn.

tumblr_mpqc46bubF1qiis88o1_500

Það eru ekki bara hrósin í athugasemdunum sem gleðja – líka bara það að þið eruð svo dugleg að senda á mig alls kyns spurningar og benda mér á alls konar hluti, ýta á hjartað eða smella á like. Fallegustu hrós sem ég hef fengið hafa komið frá ykkur.

Ég er þessi týpíski laumulesari á bloggum, ég fylgist með mjög mörgum en ég skil mjög sjaldan eftir mig spor með því að senda inn athugasemd eða deila færslum áfram með því bara að smella á Facebook like takkann. En nú verður breyting á því – og það er vegna ykkar. Inná milli á ég alveg ótrúlega erfiða og leiðinlega daga svo allt í einu er ég stoppuð úti á götu eða inní verslun af yndislegum lesanda sem langar bara að gefa mér eitt lítið hrós. Eða ég fæ skemmtilega athugasemd á færslu hjá mér sem fær mig til að brosa. Þið hefðuð átt að sjá mig þegar ég var að lesa yfir athugasemdirnar frá lesendum þegar ég birti myndirnar af slitförunum mínum fyrst – ég sat hágrátandi með risastórt bros á andlitinu. En þegar ég er spurð í dag hvernig mér líði með slitförin þá svara ég að mér finnist þau æðisleg og að það sé lesendum mínum að þakka. tumblr_mzeu8zfX931qiis88o1_500

Ég er mikið búin að vera að pæla í því hvernig ég get orðið betri manneskja. Ég held að svarið mitt sé fundið og það er að hrósa meira, hvetja fólkið í kringum mig áfram og samgleðjast öðrum. Þetta eru m.a. mín markmið í ár. Er það ekki annars þannig að ef maður smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn tilbaka!tumblr_muczkhntJu1qiis88o1_500

Hver veit ef til vill þá fæ ég kannski einhver tíman þann heiður að bjarga deginum hjá einhverjum eins og þið hafið gert fyrir mig:)

Takk fyrir allt – þið eruð best!

EH

Förðunarburstar eða tannburstar?

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Þóra Magnea

    19. January 2014

    Þú ert yndisleg!

  2. Hilma Jónsdóttir

    19. January 2014

    Ég uppgötvaði TRENDNET fyrir þónokkru síðan – núna er hún ein af þeim vefsíðum sem er opnuð og lesin daglega. Hef alltaf gaman af blogginu þínu Erna þar sem þú hefur kennt mér ótrúlega margt :)

    Áfram þú!