Ég ætla að prófa dálítið nýtt í dag – setja mig í smá aðrar aðstæður en ég er vön og stíga enn lengra úr þægindarammanum. Verkefnið er skemmtilegt og spennandi og ég hlakka til að takast á við það og deila því með ykkur þegar það er tilbúið. Fyrir verkefnið lagðist ég í leit í gærkvöldi að innblæstri fyrir förðun, förðun sem dáldið endurspeglar sjálfa mig og það sem mér finnst fara mér best. Það er eitthvað við það að vera förðunarfræðingur í leit að förðun fyrir sjálfa sig sem er nýtt fyrir mér – en samt um leið mjög gaman. Sem betur fer er þetta leikur einn í dag þökk sé Pinterest.
Leit mín beindi mér á veg hinnar óaðfinnanlegu og glæsilegu Oliviu Palermo. Mikið finnst mér daman með fallegan stíl og ég heillast mjög auðveldlega að henni. Úr varð að farðanir hennar veittu mér innblástur fyrir förðunina mína og hér sjáið þið nokkur af hennar bestu lúkkum…
Signature förðunarlúkkið hennar Oliviu er mjúkt brúntóna smoky, það fer henni og augunum hennar alveg virkilega vel. Húðin er alltaf tipp topp og ljómandi falleg með áferðafallegum og mjúkum vörum í hlýjum tón.
Lúkkið er gjörsamlega fullkomið og alveg sniðið eftir því sem ég vil helst fyrir sjálfa mig. Ég vel alltaf að nota hlýja tóna fyrir smoky farðanir á sjálfa mig. Ég byrja alltaf á því að grunna það með möttum brúnum lit meirað segja þó ég sé að gera svart smoky bara af því ég vil fá mjúka áferð í kringum augun mér það gefur augunum bara smá svona hlýju.
Við erum báðar ekkert mikið fyrir að vera með skarpa línur í kringum augun og meira í því að blanda eyelinernum vel saman við augnförðunina og helst ekki vera með neitt skarpt meðfram neðri augnhárunum – já mér fannst mjög gaman að komast að því að við ættum þetta trikk sameiginlegt… ;)
Stundum bregður hún aðeins útaf vananum með björtum varalit. Það er líka bara gaman og svona varalitur birtir svo sannarlega uppá daginn fyrir mann – ég tala af reynslu!
Hennar signature lúkk er tímalaust og klassískt og hún heldur yfirleitt alltaf í stílinn með örfáum tilbreytingum. Yfirleitt er liturinn sterkari eða daufari, eyelinerinn er tekinn í smá spíss og stundum er liturinn annar en hún heldur alltaf í sömu áferð og sama stíl. Hún er greinilega með það á hreinu hvað fer henni best – hún og förðunarfræðingurinn að sjálfsögðu :)
Hún á það svo til að breyta aðeins litnum um augun þó það gerist sannarlega ekki oft. Hér er hún með kaldan gráan tón í kringum augun með fallegri glimmeráferð sem lætur augun glansa fallega. Sjáið hvað liturinn tónar virkilega vel með augunum hennar og gula litnum í kjólnum svona á sannarlega að gera það.
Klassískt og elegant – húðin er alltaf fullkominn og ljóminn á sínum stað.
Hér sjáið þið brúðarförðunina hennar frá því hún giftist sínum heittelskaða á síðasta ári. Förðunin endurspeglar hennar stíl alveg fullkomlega en hún heldur sig við það sem hún veit að fer henni best. Mér finnst það alltaf best þegar kemur að brúðarförðun. Maður á alltaf að gera það sem manni líður vel með og það sem endurspeglar stíl manns. Ef þið eruð aldrei með rauðan varalit þá er voða skrítið að velja allt í einu brúðkaupsdaginn til að byrja á því – ef þið eruð vanar að vera með smoky – verið þá með smoky. Hér hefur samt aðeins verið poppað uppá hennar lúkk með því að brjóta aðeins upp meðfram neðri augnhárunum með sanseruðum liner. Það er mjög skemmtilegt smáatriði og gefur augunum léttan ljóma.
Olivia er líka með þá á hreinu að fallegt bros er besti fylgihluturinn!
Þessi dama veitir manni alveg hellings innblástur eða alla vega mér og það á ekki bara við um förðunina heldur líka stílinn ég heillast mjög auðveldlega af öllu sem þessi dama skartar. Ég get alveg sagt að hún sé ein af mínum stíl fyrirmyndum.
Eigið frábæran föstudag – það ætla ég að gera***
EH
Skrifa Innlegg