fbpx

Flottar breytingar hjá Stellu McCartney

Á ÓskalistanumFallegtFashionFyrirsæturIlmirSnyrtivörur

Ef nýja ilmvatnsherferðin frá Stellu McCartney er ekki bara ein sú flottasta sem ég hef séð í langan tíma þá veit ég ekki hver ætti að hreppa þann titil!

Miklar breytingar hafa átt sér undanfarið hjá Stellu og ilmvötnunum hennar en nýlega fluttist merkið á milli snyrtivörumerkja með tilheyrandi breytingum á útliti og áherslum. Ég er búin að bíða spennt eftir að sjá hvers lags breytingar verða gerðar og ég er bara nokkuð hrifin af því sem er komið. Nú einkennir nýja auglýsingaherferðin erlend tískutímarit en það er fyrirsætan Lara Stone sem er nýtt andlit ilmvatnsins.

stella-fragrance-stella-mccartney-campaign2

Herferði er líka eins konar come back fyrir Löru en þetta er víst fyrsta herferðin hennar eftir barnsburð. Stellu ilmurinn er sá fyrsti sem hönnuðurinn dásamlegi sendi frá sér en hann er að sjálfsögðu nefndur í höfuðið á henni. Nýjir eigendur ilmvatnanna hafa þó eitthvað ákveðið að geyma að re-launcha L.I.L.Y. hinu ilmvatninu hennar sem hefur verið til í föstu úrvali en hann er nefndur í þessu nafni í minningu móður hennar og stendur fyrir „Linda I Love You“. Móðir Stellu hét Linda og faðir hennar Stellu Paul McCartney var duglegur að tjá henni ást sína. En vonandi sjáum við herferðir fyrir ilmvatnið í náinni framtíð. Annars er hann ekki einu sinni sjáanlegur á heimasíðu hönnuðarins.

lara-lips-main_2982391a

Svarthvíta myndin af Löru finnst mér dásamleg – einföld og klassísk eins og hugsunin á bakvið ilmvatnið sjálft er. Hönnunin á flöskunni er einnig tímalaus en Stella vildi hanna flösku sem væri einstök, eftirminnileg og flaska sem konum þætti vænt um og myndu stoltar stilla upp á snyrtiborðinu sínu. Flaskan er í aðalhlutverki á hinni auglýsingunni þar sem hún er í munninum á Löru. Persónulega finnst mér ótrúlega falleg áferðin á flöskunni og fjólublái liturinn með gyllta borðanum tónar fallega við þennan æðislega varalit sem fyrirsætan skartar.

Ég hef aldrei átt Stellu ilminn – bara L.I.L.Y. en ég hlakka til að prófa hann þegar hann kemur aftur í sölu hér á landi.

EH

Kíkt í snyrtibudduna: Sylvía Briem

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Harpa

    18. August 2014

    uuummm Stella var svo mín uppáhaldslykt – kannski maður prófi hana aftur :)

  2. Sæunn Pétursdóttir

    18. August 2014

    Ég leitaði af hinu fullkomna ilmvatni í 3 ár (og átti ekkert á meðan) og datt svo niður á sumarilminn hennar 2011, Sheer. Mamma keypti sér það líka og besta vinkona min en mér til mikillar heppni fíluðu þær sig ekki með það svo ég fékk þau bæði átekin, nú er bara hálft eftir af birgðunum svo ég bíð spennt eftir þessu svo ég geti mögulega fundið mér arftaka fyrst mitt er ekki lengur í sölu, flaskan er líka æði!