fbpx

Fleiri Myndir Frá Atmo

FashionShop

Sé að ég var ekki sú eina sem mætti á opnun Tísku- og Hönnunarhússins ATMO sem fór fram í gær. Verslunin stendur við Laugaveg 89 sem flestir ættu að þekkja sem gamla 17 húsið. Þetta er án efa eitt flottasta verslunarhús miðbæjarins og það var ótrúlega gaman að fara þangað í gær og sjá að húsið var aftur lifnað við!

Ég var ein af mörgum sem mætti svo það má með sanni segja að ATMO sé nákvæmlega það sem vantaði hér í miðbæinn okkar – meirað segja forsetahjónin mættu og ég fékk að taka dressmynd af frúnni fyrir Trendnet sem birtist seinna í dag. Dorrit er alveg yndisleg kona og ótrúlega gaman að fá að spjalla smá við hana þó það hafi verið í stutta stund.
“Markmið ATMO er að auðvelda aðgang að íslenskri hönnun, auka veg og virðingu íslenskrar hönnunar, aðstoða íslenska hönnuði við að selja sína hönnun, bæði hérlendis og erlendis, þannig að þeir geti sett tíma sinn sem mest í að hanna og þróa nýjar vörur.”

Hvet ykkur sem eruð að vinna í miðbænum til að kíkja við hjá þeim í hádeginu á eftir því þið getið stoppað og fengið ykkur dýrindis mat á veitingastaðnum GLÓ sem er staðsettur inní versluninni. Svo eins og þið sjáið á myndunum þá getur hún Þórhildur okkar verið ykkur innan handar þegar þið farið að versla smá.

Flott markmið – áfram íslensk hönnun!

EH

Tíska eða Húmor?

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Íris Björk

    16. November 2012

    Hlakka til að kíkja þegar að ég kem heim !

  2. Helgi Ómars

    16. November 2012

    ó mikið hefði verið gaman að sjá þig elskuleg!! xx

  3. S

    16. November 2012

    Fyrir hvað stendur ATMO? Skil ekki þetta nafn… En frábært framtak :)

  4. Þórhildur Þorkels

    16. November 2012

    gaman að sjá þig í gær elskan x

  5. Ása

    17. November 2012

    Ég þrái bláa bast stólinn!