fbpx

F/BEL\B

FallegtLífið MittMömmubloggTinni & Tumi

Teppið sem ég skrifa um í færslunni fékk ég sent sem gjöf. En eins og á alltaf við skrifa ég frá hjartanu og vinn með aðilum sem ég hef áhuga á að vinna með og þygg aldrei beinar greiðslur fyrir neitt :)

Að því sögðu… þá langar mig að segja ykkur frá fallegu dönsku barnavörumerki sem hafði samband við mig ekki fyrir svo löngu síðan. Alltaf þegar ég fæ fyrirspurnir frá merkjum sem ég þekki ekki þá fer ég að skoða, ég skoða heimasíður, facebook síður og Instagram síður og þá í kjölfarið fæ ég rétta tilfinningu fyrir merkinu og ég heillaðist af merkinu FABELAB. Ég fékk að gjöf frá þeim vinsælustu vöruna frá merkinu sem er fallegt leikteppi sem þegar það er brotið saman á ákveðinn hátt verður það eins og svanur – myndirnar hér fyrir neðan segja meira en orðin mín :)

En áður en ég hleypi ykkur í myndirnar þá langar mig að segja ykkur smá frá þessu fallega merki sem heillar mig svo. Vörurnar sem merkið hannar og framleiðir eru allar mjög fallegar og elegant. Það eru hágæða efni í vörunum en teppið sem Tumi fékk er t.d. úr lífrænum bómul. Vörurnar eru hannaðar af Michaela Weisskirchner-Barford en hún er austurrískur arkitekt sem býr í Kaupmannahöfn og nær svo sannarlega að hanna einstaklega fallega skandinavíska hönnun. Vörurnar eru hugsaðar þannig að hver og ein hafi mikið notagildi og það sé hægt að nota hana lengi. Teppið sem við fengum er t.d. leikteppi, hægt að brjóta saman þannig það verði eins og svefnpoki utan um barnið og svo er hægt að brjóta það saman í svan og þá er það orðið að bangsa sem er eflaust voða kósý að kúra með. Svo er einnig hugsað um að vörurnar örvi ævintýragirni  og ímyndunarafm barna. Hér á Íslandi fást vörurnar frá FABELAB í versluninni mena sem er bæði vefverslun – mena.is og með verslun í Mörkinni 6 sem opnaði nýlega og ég þarf endilega að kíkja í!

En við Tumi skelltum okkur að sjálfsögðu í myndatökugír til að taka myndir af þessari dásemd sem hann kúrir á þessa dagana :)

fabelab6

Hann er nú yfirleitt ekki svona rólegur… það var kveikt á sjónvarpinu fyrir framan hann ;)

fabelab

Ég valdi mér þennan fallega peach lit en það er líka til í grábrúnum lit og pastel grænbláum. Mér fannst þessi ofboðslega fallegur og hann passar vel inn til okkar :)

fabelab12

Hér er ég svo búin að breyta teppinu í svan – það tók mig smá tíma að átta mig á þessu, ég mun aldrei viðurkenna hve langan tíma enda greind með óþroskaða rýmisskynjun – jebb ég er með greiningu! En svo kom youtube mér til bjargar ;)

fabelab11

Mér finnst þetta ofboðslega fallegt teppi og skemmtileg nýting á því!

fabelab8 fabelab5

Mér finnst fátt krúttlegra en pínulítil börn í svona “fullorðins” fötum – elska þessar gallabuxur :)

fabelab3

Svo dýrka ég þessar táslur!!!

fabelab10 fabelab9
Veit fátt meira krúttlegra en tærnar á litla stubbnum mínum***

fabelab4

Mér finnst þetta teppi bara alveg ofboðslega fallegt og það mun nýtast vel og lengi, bara þægilegt að sitja á þessu þegar hann byrjar að því, gott að hafa mjúkt undir sér og geta haft fullt af dóti í kringum sig. Hann á líka skræpótt leikteppi með grind yfir sem er ekki jafn stórt svo við munum geta notað þetta talsvert lengur og já þetta er töluvert fallegra að mínu mati alla vega ;)

Ég mæli með því að þið skoðið þessa fallegu hönnun og ég hlakka til að segja ykkur frá því sem við höfum í bígerð að gera saman á næstunni í samstarfi við mena.is!

Erna Hrund

Ljómandi fallegur highlighter

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Hilrag

    26. November 2015

    sjá þessar táslur í fullorðins gallabuxum – of sætt! x

  2. Svart á Hvítu

    26. November 2015

    Litla krúttrassgat! en haha má hlægja smá…? nafnið á þessari greiningu er nefnlega smá fyndið, er að ýminda mér hvernig það fúnkerar haha:)
    x Svana