Ég er gædd þeim hæfileika að ég man eftir hverri einustu flík sem hefur nokkurn tíman komið inní minn fataskáp – oftast man ég eftir ástæðunni fyrir því að ég eignaðist þessa flík, stundum man ég meirað segja í hverju ég var þegar ég eignaðist þær. Þetta er skrítinn eiginleiki en ég hef dáldið gaman af honum því fyrir vikið tengist ég flíkunum mín sterkum böndum sumum sterkari enn öðrum. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum flíkum úr mínum fataskáp og nokkrum sögum með:)Þennan kjól fékk ég í uppáhalds vintage versluninni minni á ebay ég keypti hann fyrir áramótin 2011-12. Þessi fallegi kjóll á sérstakan stað í hjarta mínu þar sem ég byrjaði árið 2012 í honum og árið var án efa það besta í lífi mínu – ég fékk ekki bara bónorð heldur líka lítinn og krúttlegan strák sem liggur við hliðiná mér núna og spjallar útí loftið og hlær:DÉg sakna Rokk og Rósa eins og hún var!! Þessi kjóll er einn af mörgum sem var keyptur á meðan búðin var enn í eigu hennar Söru og Þóra og Þórhildur stóðu vaktina. Ég man ekki hversu oft ég kom við hjá þeim og það var í uppáhaldi að koma á morgnanna við opnun með kaffibolla og spjalla lengi við píurnar! Þennan kjól fékk ég þegar ég sá á Facebook að þær voru óvænt með 50% af öllum fötum í búðinni ég hljóp niðureftir og þá hékk þessi kjóll á speglinum hjá þeim og beið eftir mér. Hann notaði ég fyrst þegar ég fór í fyrsta sinn á óperu. Unnustinn bauð mér á La Bohéme og við fórum fyrst útað borða á Horninu sem er einn af uppáhalds stöðunum okkar.Árið 2011 heimsótti ég tvær af mínum bestu vinkonum sem bjuggu báðar í Halmstad í Svíþjóð – þið gætuð þekkt aðra þeirra;) Ég hafði aldrei áður komið inní Monki en þangað rambaði ég strax þó svo ég rataði ekki neitt. Það var lokaútsala og ég labbaði út með troðfullan poka sem ég og Elísabet höfðum vandlega troðið í. Þar á meðal var þessi skyrta sem ég fékk á 100 sænskar krónur eða 1200 isk. Ekki amalegt!
Enn ein gersemin frá gullnu árum Rokk og Rósa. Þessi kjóll kom einhver tíman í nýrri sendingu hjá þeim. Eins og ég sagði frá áðan þá var ég tíður gestur og þegar það voru komnar nýar vörur þá var ég ein af þeim sem mætti alltaf fyrst. Ég sá kjólinn strax í höndum annarrar stelpu og fylgdist vel með henni – því ég ætlaði að fá hann – loksins lét hún hann frá sér og ég greip hann og borgaði strax. Stelpurnar í búðinni horfðu öfundaraugum á mig því þeim langaði öllum svo í hann – ég bauð þeim að sjálfsögðu að fá hann lánaðann hvenær sem þær vildu. Fyrsta skiptið sem ég klæddist honum fór ég að sjá eina af mínum bestu vinkonum frumsýna Hárið í Hörpu – mér fannst hann passa svo vel við hippastemminguna;)Mig hafði lengi langað í pels en ég hafði aldrei fundið þann fullkomna, sem smellpassaði og var nákvæmlega eins og ég hafði séð fyrir mér að hann væri. Svo fór ég til Parísar – Aðalsteinn bauð mér fyrir 2 árum og við fórum og heimsóttum pabba hans og konu sem voru með íbúð í láni. Fyrsta kvöldið löbbuðum við meðal annars niður Rivoli aðal verslunargötuna og ég gekk fram á flottustu vintage búð sem ég hafði séð og fann þennan pels á aðeins 60 evrur og unnustinn minn var svo yndislegur að gefa mér hann. Parísarpelsinn eins og ég kalla hann er í miklu uppáhaldi:)
Smá innsýn í fataskápinn og aðeins persónulegri færsla en margar á undan;)
EH
Skrifa Innlegg