fbpx

Fataleikur í Esprit

Á ÓskalistanumAnnað DressFallegtLífið MittStíll

Ég er rosalega vanaföst manneskja þegar kemur að því að versla mér föt ég er ekki eins nýjungagjörn og ég var bara fyrir nokkrum árum þegar öll fötin mín voru keypt í gegnum ebay – ég held ég hafi lært af mistökunum og lært að meta kostinn að fá að þreifa á fötum og máta þau :)

Ég elska Smáralindina – ég hef lært að meta hana í gegnum tíðina, mér er farið að finnast mun þægilegra að fara þangað en í Kringluna þar sem allar uppáhalds búðirnar mínar eru. Kringluna vantar hreinlega bara Selected og núna líka Esprit. Við fórum inní Esprit um daginn í leit af léttari jakka fyrir Aðalstein fyrir sumarið. Hann bráðvantaði einhvern sem var ekki jakkafatajakki og ekki úlpa. Eftir að hafa þrætt allar þessar típísku verslanir ákváðum við að kíkja þar inn og viti menn það fyrsta sem við sáum var fullkominn jakki á frábæru verði.

Þegar ég var á annað borð komin inní búðina varð ég auðvitað að rölta um dömumegin og kíkja almennilega á úrvalið. Ég hafði þá ekki komið síðan dásamlega gula rúllukragapeysan mín fékk að fylgja mér heim á útsölum í lok síðasta árs. Í kjölfarið fékk ég leyfi til að leika lausum hala í versluninni og setja saman nokkur dress og deili þeim hér með ykkur…

esprit10

Ég elska skyrtur, ég á ógrynni af þeim og ég er ábyggilega í skyrtum í svona 80% tilfella hvort sem þær eru síðar eða styttri, þröngar eða víðar. Ég keypti mér einmitt fallegu pastel bláu skyrtuna sem ég sýndi ykkur fyrst HÉR um daginn – ég bara gat ekki hætt að hugsa um hana… Svo það gefur auga leið að ég hafi samstundis heillast af skyrtunni hér og buxunum við…

esprit11

Buxurnar eru úr léttu ljósbláu gallaefni og eru ábyggilega mjög þægilegar í sumar þar sem það andar nú aðeins um fótleggina;)

esprit12

Þessi samfestingur er efst á óskalistanum hjá mér af öllum flíkunum sem þið sjáið í færslunni. Þvílíkt mjúkur bómull og mér leið svo vel í honum. Þessi er pörfekt í vinnuna þegar ég fer í verkefni og nenni engan veginn að hafa mig sérstaklega til. Mér finnst líka ekkert meira pirrandi en þegar maður þarf að hafa stanslausar áhyggjur af því að vera með bert á milli :)

esprit9

Speglamyndirnar eru ómissandi í svona fataleik svo nokkrar þannig fá að fylgja svona hér og þar…

esprit15

Þið þekkið mig ég elska dragtarbuxur svo ég labbaði beint á einar slíkar aðeins innar í búðinni en þar eru svona collection flíkurnar sem eru örlítið fínni en þessar standard flíkur sem eru aðeins framar. Þessar buxur voru mjög fallegar og mjúkar en því miður sést það kannski ekki nógu vel. Við valdi ég röndóttan topp sem var með mjög sérstakri áferð, úr þéttu efni – ég tók close up í speglinum til að sýna ykkur það betur.

esprit8 esprit7

Það kom mér á óvart hversu þægilegar gallabuxurnar voru – þetta eru svona buxur sem ná vel yfir magann og eru með mjúkum, breiðum streng sem stingst sko ekki inní magann. Hér fann ég svo við þennan ótrúlega flotta og sumarlega jakka :)

esprit5

Dressið hér er svo eitthvað sem var búið að setja saman framan á slánni það sem flíkurnar voru – þið sjáið einmitt glitta í það fyrir aftan mig. Ég kolféll fyrir því um leið og ég sá það og kápan finnst mér dásamleg – ég er að reyna að réttlæta fyrir mér kaupin með því að ákveða að sumarið á Íslandi sé stundum mjög kalt og því er ekkert að því að kaupa sér yfirhöfn í þykkari kantinum í júní:)

esprit14

… og speglamynd!

esprit13

Ég er dolfallin yfir fegurð þessa leðurjakka sem er kannski ekki við fyrstu sýn alveg minn tebolli en hann er bara svo fallegur. Kannski er það líka rósagyllti liturinn í rennilásnum sem heillar en dásamlegur er hann og á góðu verði fyrir ekta leðurjakka. Við er ég svo í svipaðri blússu og þeirri bláu sem ég keypti mér um daginn en eins og jakkinn er hún líka með rósagulli.

esprit16

Ég fékk að vita það þegar ég var komin í þennan kjól að þetta er ein af þessum it flíkum í Esprit sem konur sækjast í að eiga alla liti af. Ég heillaðist mest af þessum kannski af því ég á naglalakk í stíl heima! Þessi er úr svona mjúku bómullarefni eins og samfestingurinn – hrikalega mjúkur og fínn – ég er mjög forvitin með hvernig efnið kemur þó út eftir þvott.

esprit4

Þið þekkið mig augun mín fara alltaf beint á flíkur sem eru í matching printum!! Mér finnst svo gaman að geta mögulega notað flíkurnar í sitthvoru lagi og saman – þrjár mögulegar samsetningar – fullt af möguleikum. Mér fannst þetta print dáldið skemmtilegt mikið að gerast á því en mjög sumarlegt. Bolurinn yrði t.d. mjög flottur bara við uppbrettar gallabuxur og sandala í sumar.

esprit6

Þessi kjóll er úr einu af collectionunum og því staðsettur innarlega í búðinni. Ég væri til í að eiga þennan inní skáp – ekta snið fyrir mig og mér finnst skemmtielgt hvernig rendurnar koma ekki alveg yfir allan kjólinn bara hluta hans og móta því líkamann skemmtilega.

esprit2

Ég ákvað að geyma uppáhalds dressið þar til síðast. Ég er ástfangin af þessum fallega hringskorna pilsi, litirirni eru bjartir og efnið er létt og þægilegt – ótrúlega sumarlegt. Svo finnst mér peysan skemmtileg en hún hentar fyrir íslenskt sumar þar sem hún er hlý en götin hleypa lofti í gegn.

esprit3

Hér sjáið þið blómamunstrið enn betur.

Svona í lokin nenniði að kíkja á síðustu mynd aðeins aftur og taka eftir innréttingunum eða þá helst mottunni og borðinu – mig dauðlangar í innréttingarnar í búðinni en eigandi hennar sagði mér einmitt að mjög margir væru forvitnir um hvað húsgögnin fengjust. En þetta er bara innréttingin í Esprit búðunum – ég panta alla vega eitt sett ef innréttingunum verður mögulega skipt einhver tíman út :D

Mæli með heimsókn í Esprit – ein af mínum must see búðum í Smáralindarferðum mínum!

EH

Sigríður Elfa færir okkur Barry M

Skrifa Innlegg