fbpx

Farðinn sem Nýtt Líf mælir með

Ég Mæli MeðFarðarHúðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minni

Ef ég ætti að velja eina manneskju sem ég treysti betur en mér sjálfri þegar kemur að snyrti- eða förðunarvörum þá er það hin bráðsnjalla Lilja sem er bjútíeditor Nýs Lífs. Ég var því ekki lengi að stökkva til og kaupa mér farða sem hún og ritstjórn blaðsins mældu sérstaklega með á Facebook síðu blaðsins fyrir stuttu HÉR.

pharmacerisfarði3

Farðinn er frá merki sem heitir Pharmaceris sem ég þekki bara ekki neitt en merkið fæst í flestum apótekum á landinu en ég keypti minn farða í Lyf og Heilsu Kringlunni – þar er hann staðsettur í hillu beint á móti L’Oreal standinum – smá falinn en ég fann hann samt að lokum :)

Farðinn heitir Intense Coverage Mild Fluid Foundation og er fljótandi farði með svakalega flottri þekju! Aftan á pakkningunni stendur að farðinn sé hugsaður fyrir allar húðgerðir og sérstaklega konur með húð sem þurfa á góðri þekju að halda og fyrir þær sem eru með viðkvæma húð. Farðinn þekur alveg svakalega og dregur úr misfellum í húðinni sem við viljum flestar að sjáist bara ekki neitt eins og of stórar húðholur, litamunur, ör eftir bólur, dökkir litir í kringum augun, rósroða svo eitthvað sé nefnt.

pharmacerisfarði2

Formúla farðans er án parabena, ilmefna og rotvarnarefna.

Formúlan er sérstaklega þykk og flott svo það þarf bara alls ekki neitt af honum til að þekja alla húðina, eins mælir Lilja með því að það sé hægt að þynna farðann enn frekar með því að blanda léttu rakakremi útí formúluna. Ég tek undir það með henni, það sem þið sjáið á handabakinu mínu hér fyrir neðan finnst mér líklegt að ég hefði náð að þekja allt andlitið með! Svo ég held að ein pumpa af farða og mjög líklega bara hálf sé alveg nóg til að þekja allt andlitið. Ég held alla veg að less is more eigi vel við þennan farða.

Áferð farðans er virkilega falleg en hún er mjög jöfn og flott og það er um að gera að vinna hann mjög vel saman við húðina. Hér á handabakinu dreifi ég bara úr farðanum með fingrunum en ég myndi líklega nota Buffing burstann eða Stippling burstann frá Real Techniques til að vinna þennan farða saman við húðina.

pharmacerisfarði

Ég keypti minn bara í dag svo ég á eftir að prófa hann almennilega en eins og ég byrja á því að segja þá treysti ég Lilju minni fyrir öllu sem tengist snyrtivörum og ég mæli með að þið gerið slíkt hið sama!

Persónulega er ég orðin mjög spennt að fá nýjasta tölublað Nýs Lífs inn um lúguna það fer nú að styttast í það en þar er Lilja að skrifa mjög áhugaverða grein sem hún er aðeins búin að segja mér frá og ég er vandræðalega spennt og mun helst minna á lítinn krakka í nammibúð þegar ég opna blaðið loks þegar það kemur.

Held þetta sé farði sem er óhætt að mæla með – hann er líka á rugl fínu verði en hann kostar undir 3000kr og er til í þremur litum ég valdi þennan ljósasta. Annar kostur við farðann er að hann kemur í lokuðum umbúðum. Farðanum er pumpað út úr glasinu sem þýðir að loft kemst ekki í snertingu við farðann og ekki við heldur en fingurnir okkar eru alltaf með einhvers konar óhreinindi eins og fitu á sér sem getur stundum skemmt formúlu farðans í miklu magni já eða stytt endingu vörunnar.

EH

Varan sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Poppaðu uppá varirnar!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Guðrún

    7. July 2015

    Hæ Erna Hrund!
    Ég er að fara til Bandaríkjanna í júlí og ætla náttúrulega að versla aðeins! Mig langar að forvitnast hvort þú mælir með einhverjum sérstökum förðunarvörum til að versla? Eru einhver sérstök merki sem þú mælir sérstaklega með?

    • Nú hef ég sjálf aldrei farið til USA… smá sorglegt en um leið og ég fæ tækifæri til þá ætla ég að mæta inní Target og Ulta og skoða öll frábæru ódýru vörumerkin og úrvalið hjá þeim eins og Maybelline, L’Oreal, Sonya Kashuk og alla auka hlutina – ég held ég gæti gjörsamlega misst mig þar. Svo er auðvitað must að komast inní Sephora og skoða Urban Decay, Stila Cosmetics, Nars, Tarte, Becca – og fullt af fleiri merkjum – ég held að USA sé alveg stórhættulegt land fyrir einhvern eins og mig :)

      • Guðrun

        11. July 2015

        Æði ég er enn spenntari núna! Takk fyrir svarið :D vonandi styttist í USA hjá þér hehe :)

  2. Hildur

    8. July 2015

    Spennandi farði!