fbpx

Fallegt frá Second Female

Lífið MittMyndirShop

Ég gerði mér ferð í eina af uppáhalds búðunum mínum – MAIA. Búðin er staðsett á Laugaveginum þar sem Kisan var. Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða nýju vörurnar frá merkinu Second Female – ef þið hafið ekki ennþá kynnt ykkur það merki gerið það núna! Þetta eru klassískar, fallegar og tímalausar flíkur.

Ég tók helling af myndum sem mig langar að deila með ykkur. Ég valdi nokkrar flíkur af fataslánni sem mega allar saman enda í mínum fataskáp takk fyrir. Efst á óskalistanum eru þó leðurbuxurnar, hvíta vestið og svo önnur hvor prjónapeysan – eða bara báðar.

SONY DSC SONY DSC SONY DSC SONY DSC SONY DSCMig dauðlangar í þessa hálsfesti!SONY DSC Screen Shot 2013-09-09 at 5.36.20 PMHér sjáið þið þessar fallegu leðurbuxur, þær eru víðar í sniðinu og koma saman að neðan þar sem er rennilás. Þær eru með teygju í mittinu og sjúklega þægilegar!
Screen Shot 2013-09-09 at 5.36.43 PMHér sjáið þið tvo æðislega kjóla í svörtu – annar þeirra er stutterma með leðurermum hinn er með ermum niður á ollnobga og það eru mjög flottir detailar í honum á öxlunum og hliðunum sem sjást því miður ekki nógu vel.Screen Shot 2013-09-09 at 5.36.29 PMÉg er svo skotin í þessari peysu! Þetta hálsmen finnst mér líka skemmtilegt en þið sjáið betri mynd af því hér fyrir ofan.Screen Shot 2013-09-09 at 5.36.36 PMHér er svo vestið fallega en það er líka til jakki í sama sniði og efni. Persónulega held ég að ég myndi nota vestið meira. Þetta er efst á óskalistanum og þar sem það styttist í afmælið þá vona ég að kærastinn sjái þessa færslu ef ekki þá get ég alltaf brugðið á það ráð að gefa sjálfri mér það;)

Það eru fullt af fallegum vörum í MAIA en þetta er klárlega uppáhalds merkið mitt. Í MAIA keypti ég mér – eða fékk gefins frá Aðalsteini – fyrstu Nike skónna mína sem líta svona út – #trendnike. Þeir eru fáránlega þægilegir og mér sýndist ég sjá eitt par í hillunni hjá þeim um daginn ef þið hafið áhuga;)

Mér finnst svo gaman að vera staðsett á laugaveginum svo ég geti reglulega kíkt í uppáhalds búðina – þó það sé ekki nema til að kíkja hvað er nýtt og fallegt og láta mig dreyma um að eignast alla þessa hluti eins og þessar flíkur:)

EH

Chanel neglur

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Halla

    9. September 2013

    Hvernig er verðlagið á þessu merki?

    • Reykjavík Fashion Journal

      9. September 2013

      Mér finnst það bara mjög passlegt – miðað við gæði. Verðbilið er mjög breytt alveg frá 6990 – 39000 sem er það sem leðurbuxurnar kosta.

  2. Lína

    9. September 2013

    ótrúlega flott :) manstu hvað vestið kostar ?

      • Lína

        10. September 2013

        já segjum tvær :) best að byrja að safna :)

  3. Hildur

    9. September 2013

    Æðislegt merki :-)
    Langar bara að benda á að þetta merki fæst líka í Debenhams Smáralind ásamt Just Female:-)

  4. Arna Hrönn

    10. September 2013

    ohhh elska þetta merki, svo fallegt allt saman! og elska maiu.. ef þú færð þetta ekki í afmælisgjöf skaltu bara gefa þér þetta frá þér til þín ;)