Ég var í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær hjá þeim Björgu og Bergsteini að tala um jólagjafahugmyndir. Ég var alveg sérstaklega stressuð og mikið vona ég að það hafi ekki heyrst mikið hjá mér og að mögulega hafi nokkrir kveikt á perunni með kommentið mitt um að stinga bókum inní frysti þegar maður verður hræddur ;) Eitt af því sem ég hvatti karlpeninginn til að gera var að vera ekki hrædda við að gleðja konurnar sínar með glæsilegum skóm. Það eru kannski nokkrir karlmenn sem hræðast það að fara í innkaupaleiðangur í skóverslanir landsins en ég er með nokkur ráð fyrir þá til að hitta á rétta stærð af skóm ;)
- Áður en haldið er í svona leiðangur er upplagt að vera með stærðina á hreinu, til að ganga úr skugga um það er tvenn í stöðunni það er að mæla lengd á skóm konunnar eða ef hún sefur fast að mæla lengd fótsins hennar – það eina sem þarf er gott málband og muna að nota cm ekki tommurnar, ég hef sjálf lært af þeim mistökum. Einnig er gott að skoða hvort fóturinn sé breiður eða hvort hún sé með háa rist – allt þetta mun nýtast ykkur vel.
- Þiggið aðstoð í búðum, það er alltaf gott að fá smá hjálp og hlera hvort skór séu í stórum eða litlum númerum. Hafið í huga að leðurskór gefa eftir, þeir sem eru með leður að innan mýkjast smá en ef það er ekki leður að utan stækka þeir takmarkað.
- Farið aðeins yfir skóskáp ykkar heittelskuðu áður en þið haldið í leiðangurinn og takið eftir skónnum sem hún fýlar – eru þeir támjóir eða rúnaðir, með hæl eða ekki, með platform hæl eða ekki – platform er pallurinn sem er undir ilinni ;)
Ég hélt í smá skóleiðangur í vikunni í leit að jólaskóm fyrir mig, ég fann þá að sjálfsögðu. Vopnuð myndavélinni smellti ég af fleiri myndum til að gefa smá hugmynd af því hvaða skór myndu sóma sér vel í jólapökkum. Ég fór í Bianco – en ekki hvað! Ég bý svo vel að að ein yndisleg vinkona mín á þessa flottu skóbúð og þangað finnst mér alltaf gaman að kíkja í kaffi og spjall. Hér eru skórnir sem vöktu athygli hjá mér.
Þessir æðislegur skór eru til svartir, brúnir og svona gráir – ég myndi persónulega velja gráa því mér finnst áferðin í litnum sjálfum rosalega flott. Verðum við ekki allar að eiga ein svona ökklastígvél fyrir haustin – það finnst mér en þessi ástæða réttlætti kaupin mín á Camillu Pihl ökklastígvélunum – reyndar ekki þessir sem eru hér fyrir neðan það eru önnur sem eru svo falleg.
Þessa á ég og þeir eru svo sannarlega This Seasons Must-Have – vekja alltaf athygli!
Þessir skór voru líka að koma núna í síðustu viku, mér finnst þessir rosalega fallegir og stílhreinir, ekta hælar sem maður myndi sjá dömurnar á tískuvikunum erlendis spóka sig um í við flotta buxnadragt. Þessir eru leður að innan og utan svo það er um að gera að velja þá stærð sem er þétt utan um fótinn því þeir munu gefa eftir.
Virkilega fallegir skór og brúna röndin gerir þá dáldið sérstaka.
Ég er alveg heilluð af þessum fallegu skóm úr línunni hennar Camillu Pihl – þessir hafa verið á þónokkrum jólagjafalistum hjá mér núna fyrir hátíðirnar og stærðin mín er ennþá til – hint!
Mér finnst svo skemmtilegt hvernig þeir eru aðein víðari að framan – það gerir þá eitthvað svona aðeins frábrugðanir hinum svona skónnum sem ég á, sem koma í veg fyrir að ég kaupi mér þessa ;)
Þó svo að ég sé komin yfir þetta skó tímabil í lífi mínu þá finnst mér þetta mega flottir skvísuskór – fullkomnir fyrir áramótin ;)
Þeir eru til í nokkrum svona glimmerlitum.
Þessir skór komu fyrst í haust og seldust hratt upp og helsta ástæðan er klárlega góða verðið. Þetta eru mjög töffaraleg ökklastígvél og þeir eru rosalega þægilegir. Þegar ég er inní Vero Moda t.d. langar mig alveg að vera á smá hæl en ég nenni ekki alltaf að vera með auka skó og svo verða skórnir sem ég er í fyrst og fremst að vera þægilegir.
Þessir verða gríðarlega góðir í vinnunni hjá mér – já þeir komu með mér heim og nei þeir verða reyndar ekki jólaskórnir ;)
Þessir eru æði – fullkomnir vetrarskór og dáldið háir upp sem hentar vel þegar þarf að arka yfir snjóskafla eins og eru fyrir utan hjá mér. Keðjan gerir þessa mjög töff en þeir eru líka loðnir að innan sem gerir skónna mjög hlýja og mjúka.
Svo eru það hinir skvísuskórnir sem komu í síðustu viku, þessir eru svo sannarlega hátíðlegir og passa klárlega við flott hátíðardress.
Skemmtileg áferðin í efnunum sem eru ólík og gerir skónna mjög flotta og ekki svona típískir svartir hælar.
Þessir skór eru líka svona loðnir og mjúkir að innan, ég fór aðeins að hlera hvort það kæmi ekki lykt í svona – en það á ekki að gerast en annars þá er til sprey fyrir það, svona án alls gríns!
Svo eitt tips til ykkar dömur – ég nefninlega elska að skoða allt aukadótið sem Elísabet er með. Hún sýndi mér þessi flísinnlegg sem ættu bara að vera staðalbúnaður í þessu veðri – hrikalega mjúk og hlý.
Jólaskórnir mínir eru þarna á meðal – ég er virkilega ánægð með þá en þeir eru mjög klassískir og stílhreinir. Mér finnst nú líklegt að þær sem þekkja mig best átti sig á hvaða skó um ræðir en þið fáið samt að sjá þá betur innan skamms… ;)
Gangi ykkur vel drengir – og Aðalsteinn ef þú ert að lesa og hyggst gefa mér skó þá er ég yfirleitt í 37 nema stærðirnar séu stórar þá tek ég 36 ;)
EH
Skrifa Innlegg