fbpx

Nýr hattur á haus

FashionJólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Eins og ég var búin að segja ykkur frá áður þá hefur hattur frá Janessa Leone verið á óskalistanum mínum í rúmt ár núna. Ég mætti spennt í JÖR í síðustu viku til að skoða nýju hattana sem eru gjörsamlega trylltir og ég fékk smá kvíðahnút í magann yfir að þurfa að velja á milli. Ég byrjaði reyndar á því að finna mína hattastærð en hattar eiga náttúrulega að sitja fast á höfðinu svo hann fljúgi nú ekki bara af. Ég komst að því að ég er í stærð medium – en svo hófst valið á milli hattanna, ég vissi reyndar strax að mig langði ekki í svartan – valið stóð á milli eins blás með brúnu bandi um hann miðjan og svo græns. Ég mátaði og ákvað að melta aðeins valið – ég fór svo á mánudaginn með það á hreinu hvaða hattur yrði minn – það var sá sem ég hætti ekki að hugsa um!

janessa

Ég valdi þennan græna. Um leið og ég kom inní búðina greip þessi litur athygli mína – hann fer mér líka bara ansi vel og ég er sjúklega ánægð með valið mitt á hattinum!

janessa3

Ef þið eins og ég girnist einn einstöku höttunum hennar Janessu hafið þá hraðar hendur því þessir eru mjög vinsælir og þeir eru einstakir. Mér finnst t.d. gaman að því að það komu alls ekki margir svona grænir því þá veit ég að ég mæti ekki bara annarri hverri konu á Laugaveginum með þennan sjúka hatt ;)

EH

Hátíðin með Helenu Rubinstein

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sigrún

    18. December 2014

    Sjúklega flottur!

  2. Hulda

    19. December 2014

    Vá hvað hann er dásamlega flottur og fer þér vel.
    Hvað kostar svona hattur?