fbpx

Falleg og náttúruleg mótun

Mig langar að segja ykkur frá ofboðslega fallegri nýjung frá merkinu YSL. Varan er sannkölluð nýjung en hér er á ferðinni kremkennt sólarpúður með mattandi blur áferð sem jafnar áferð húðarinnar, fyllir uppí ójöfnur og mattar yfirborð hennar.

Varan heitir Les Shariennes og formúlan er þétt hún er hrein þ.e. ekkert glimmer og engin sansering – bara heilbrigður litur og falleg áferð. Formúlan gefur virkilega fallegan og náttúrulegan lit sem gefur húðinni mjög sannfærandi sólarkysstan lit.

yslmótun2

Liturinn á vörunni finnst mér virkilega fallegur og náttúrulegur en eins og þið sjáið þá hæfir hann svakalega vel freknunum mínum sem er svona það eina sem ég hef að sýna eftir Hollands ferðina. Ég dýrka þessar freknur mér finnst þær alltaf vera merki um hraustleika – veit ekki hvað það er:)

yslmótun4

Les Shariennes frá YSL í lit nr. 3

Formúla litarins er kremkennd og virkilega áferðafalleg og þétt. Það er auðvelt að vinna með vöruna hvort sem það er gert með svampi eða púðurbursta. Einn helsti kosturinn við að nota formúlu með kremkenndri áferð er möguleikinn á því að ná að blanda því vel saman við restina af grunninum sem skilar sér í mun náttúrulegri áferð á húðinni, skyggingin blandast svo vel inní mótun andlitsins.

yslmótun5

Litinn nota ég hér á hinn hefðbundna máta, til að búa til skugga í andlitinu og móta það. Ég set það undir kinnbeinin, meðfram kjálkanum og meðfram hárlínunni. Það eru svona þessir klassísku staðir og vegna áferðar litarins verður skyggingin miklu jafnari og náttúrulegri. En vegna kremkenndu áferðarinnar er varan líka fullkomin til að gefa öllu andlitinu sólkyssta áferð, þá myndi ég bera það yfir allt andlitið en leggja áherslu á þau svæði sem standa fram. Það væri þá ofan á kinnbeinin, meðfram nefinu, á mitt ennið og á hökuna – þau svæði sem fanga fyrst lit frá sólinni. En þá er lykilatriði að vera með jafna áferð og vinna litinn vel, blanda blanda blanda. Þá er best að nota hringlaga hreyfingar og passa að má út öll skil á milli lita.

Með þannig notkun kæmi blur áferðin líka sterk inn því áferð húðarinnar yrði jafnari og það væri einnig flott fyrir þær sem eru með húð sem á til að glansa mikið því blurið mattar hana að sjálfsögðu.

yslmótun3

Liturinn kemur í fallegum flauelsumbúðum eins og vaninn er hjá merkinu og með því fylgir tvöfaldur bursti sem er púðurbursti öðrum megin og svampur hinum megin. Í raun ætti að vera best að bera litinn á með svampinum til að fá algjöran þéttleika á áferð litarins og blanda honum svo með burstanum með léttum strokum – þannig gerði ég þetta á myndunum sem þið sjáið en ég hef líka notað bara stóran púðurbursta í litinn og það kemur alveg jafn vel út.

yslmótun

Þetta er virkilega falleg vara og frábær viðbót inní merkið sem styrkir sig sífellt betur með nýjungum og hefur að mínu mati náð að koma sér vel fyrir á svona fashion markaði förðunarvara með nýjungum, litum, áherslum og auglýsingum. Hér er á ferðinni vara sem að mínu mati myndi henta fullkomlega fyrir myndatökur, tískusýningar og hina almennu konu – því náttúrulegra því betra, alla vega að mínu mati :)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Annað dress: Útvítt á óléttu píuna

Skrifa Innlegg