fbpx

Eydís Helena í verkefni með Lisu Eldridge

Fyrirsætur

Ég missti andann í smástund þegar ég áttaði mig á því að íslensk fyrirsæta væri á mynd á Instagrami förðunarsnillingsins og Youtubedrottningarinnar Lisu Eldridge. Hér sjáið þið myndina og fyrir neðan hana er nafnið á fyrirsætunni ef þið hafið ekki fattað það nú þegar.Screen Shot 2013-11-17 at 10.51.11 PMÞetta er hin einstaklega fallega Eydís Helena Evensen sem var í verkefni með einu af mínum átrúnaðargoðum í förðun. Ég gat því ekki annað en fengið að forvitnast smá um verkefnið, hvernig hún Lisa væri og hvernig gengi hjá Eydísi :)

Geturðu fyrst sagt smá frá verkefninu sem þið voruð að vinna saman?

  • Verkefnið var fyrir vefsíðu ELLE og þetta voru fjögur mismunandi beauty video þar sem Lisa og aðstoðarmanneskja hennar, Jessie gerðu makeupið. Allir voru virkilega fagmannlegir og þessi dagur var æðislegur. Þetta er allavega stærsta verkefnið mitt hingað til.

Hvernig er Lisa og hvernig var að vinna með henni?

  • Lisa er snillingur. Það var yndislegt að vinna með henni því hún er jákvæð og vinnusöm.

Notaði hún vörur frá einhverju sérstöku merki?

  • Snyrtitaskan hennar er mjög fjölbreytt, enda fær hún reglulega vörur frá ýmsum styrktaraðilum, en hún notaði mikið Mac og Chanel fyrir okkar töku.

Hvað er að frétta af þér – er nóg að gera?

  • Mér finnst ég vera að ganga mjög vel miðað við að ég sé nýkomin, ég hef gert þó nokkur editorial verkefni fyrir t.d Grazia, GLASSbook magazine, Hunger magazine og Schön! – Mér líður ótrúlega vel í London, ég er í fjarnámi úr Tónlistarskóla Reykjavíkur og ég er að sinna því þegar ég hef lausan tíma á milli castings eða á kvöldin eftir vinnu.

Mér finnst svo gaman að fylgjast með íslendingum gera það gott í stóra heimi tískunnar – eins og ég hef held ég sagt þónokkrum sinnum. Ég hlakka mikið til að sjá videoin sem þessar flottu konur gerðu saman og ég mun klárlega birta einhver þeirra hér á síðunni innan skamms. Persónulega er ég mjög skotin í lúkkinu á myndinni. Ég hef dáldið verið spurð um svona rauðtóna augnskugga. Einn af mínum uppáhalds er litur úr Color Tattoo línunni frá Maybelline en hann er ekki til hérna heima – minn fékk ég á eBay. En ég var að fá að vita það um daginn að mjög svipaður litur er á leiðinni til landsins frá Bourjois – mjög spennt yfir að prófa hann betur!

EH

Jólalína MAC

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Inga Rós

    18. November 2013

    Oh hún er svo flott þessi stelpa og á bara eftir að ná lengra. Geggjað meiköpp, mig vantar einmitt svona rauðbronsaða liti í kittið mitt <3