fbpx

Ertu tilbúin frú Forseti?

Ég Mæli Með

Fyrir helgi bauðst mér að fara á opnun sýningarinnar Ertu tilbúin Frú Forseti sem fer fram í Hönnunarsafninu á Garðatorgi í Garðabæ. Þar er klæðnaður Vigdísar Finnbogadóttur til sýnis frá því hún gegndi embætti Forseta Íslands. Ótrúlega skemmtileg sýning sem ég hvet sem flestar til að kíkja á. frúforseti9 Á sýningunni má finna ýmsar myndir af Vigdísi í starfi – margar sögufrægar myndir sem er gaman að skoða. Á mörgum myndum minnti hún mig einna helst á Díönu prinsessu en þær eru alls ekki svo ólíkir karakterar báðar einstaklega flottar og sterkar konur.frúforseti6Á veggjunum eru skemmtilegar vitnanir í Forsetann okkar fyrrverandi og á einum stað í rýminu svífa um fallegir hattar sem og ég sá þónokkra sem ég væri til í að eiga í mínum skáp. Amma mín sem var þarna með mér var voða montin þegar hún sá að hún ætti næstum alveg eins hatt og Frú Vigdís. Amma mín er snillingur hún á tvo eða þrjá svona extra flotta hatta sem hún hefur held ég aldrei notað – held hún sé enn að halda í vonina að Elísabet Englandsdrottning bjóði henni í te :)frúforsetiUppáhalds myndin mín af Vigdísi þegar hún fagnar því að hafa verið kosin Forseti Ísland – fyrst íslenskra kvenna og fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti Forseta.frúforseti10 frúforseti11 frúforseti7Hér sjáið þið svo nokkur falleg dress sem eru til sýnis – ullardressið er án efa eitt þekktasta dressið sem Forsetinn klæddist en það var fært henni að gjöf með því skilyrði að hún myndi klæðast því ef hún yrði kosinn Forseti. Þegar það kom í ljós að Vigdís hefði unnið fór hún í ullardragtina og út á svalir að heilsa og þakka fjöldanum fyrir stuðninginn.

Svo finnst mér rauða kápan alveg ótrúlega falleg og svo eru uppáhalds kjólarnir mínir af sýningunni – þetta eru þó örfáar flíkur sem ég smellti mynd af og ég hvet ykkur til að kíkja á sýninguna. frúforseti8frúforseti4 frúforseti3 frúforseti2Við þriggja manna fjölskyldan vorum í mat hjá ömmu og afa og amma var á leiðinni eftir matinn á sýninguna með Palla frænda (elsta bróður hans pabba) og konunni hans. Hann hvatti mig til að koma með þeim líka og ég sé ekki eftir því það var líka mjög gaman að fá að heilsa uppá hana Vigdísi. Palli frændi skrifaði ævisöguna hennar Vigdísar og er ábyggilega fróðasti maður Íslands um Vigdísi svo það var gaman að skoða sýniguna með honum og heyra um leið nokkrar skemmtilegar sögur um þessa flottu konu.
frúforseti5Það var ótrúlegt að heyra Vigdísi tala um það að þegar hún var kosinn forseti árið 1980 þá þurfti hún sko að vera með fullkominn fataskáp. Því ef hún vildi að stóru karlarnir útí heimi tækju hana alvarlega þá var eins gott að hún væri vel til fara.

„Ég var alin upp við það að vera vel til fara af virðingu við umhverfi og fólk.“
(Vigdís Finnbogadóttir) 

Á sýningunni má einnig sjá fallega tösku sem var gerð af Christian Dior fyrir Vigdísi svo hún gæti haft ræðuspjöld í töskunni sinni. Í þá daga var nefninlega ekki gert ráð fyrir því að konur flyttu ræður og þyrftu þar af leiðandi að geta komið þeim fyrir í töskunni sinni :)

Það er nægur tími til stefnu fyrir ykkur sem langar að sjá sýninguna en hún verður víst út sumarið.

EH

Hvað gerðist fyrstu dagana á NYFW

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Rakel

    10. February 2014

    En skemmtileg sýning!
    Ég er alveg sérstaklega hrifin af síðustu tilvitnunni og á hún nú bara nokkuð vel við mig ;)

  2. Íris Björk

    10. February 2014

    Hún er svo glæsileg, mikið vildi ég að ég kæmist á sýninguna.