fbpx

Ekki missa af sýnikennslu fyrir þessa á snappinu!

Ég Mæli MeðFörðunarburstarLífið MittMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniReal Techniques

Nú er ég loksins byrjuð á því sem mig langaði að gera vel inná snapchat rás bloggsins – ernahrundrfj – og það er að gera einföld sýnikennsluvideo með góðum ráðum eftir óskum lesenda. Ég fékk beiðni um að gera sýnikennsluvideo fyrir Real Techniques burstana fyrir alltof löngu síðan en nú er loksins fyrsta mætt í hús og það fyrir nýjasta settið sem er Duo Fiber settið.

duofibersnapp4

Ég fæ mjög margar fyrirspurnir um þetta sett, mér finnst svona ekki alveg margar átta sig á því hvernig þær eiga að nota það og hvernig þær geta notað það. Með alla bursta er mikilvægt að þið finnið ykkar leið til að nota þá, ég held ég noti fáa RT bursta eins og „á“ að nota þá. Mitt ráð er að þið prófið ykkur áfram!

duofibersnapp5

Mig langaði að sýna ykkur náttúrulegu förðunina sem ég gerði inná snappinu í dag, vörurnar sem ég notaði og svona aðeins betur um hvernig ég notaði burstana.

duofibersnapp

Vörurnar sem ég notaði í lúkkið eru þær sem þið sjáið hér fyrir ofan en mér datt svona í hug ef ykkur vantaði eitthverjar frekari upplýsingar um nöfn eða liti þá er það allt hér fyrir neðan…

En ég byrjaði á því að nota burstann með bleiku stöfunum sem er í raun til að fullkomna áferð húðarinnar en ég ákvað að sýna ykkur að þið getið líka gert grunninn með þeim bursta en ekki endileg þann sem er með appelsínugulu stöfunum. Bleiki er með styttri hárum sem gefur þéttari áferð – appelsínuguli er með lengri hárum sem gefur léttari áferð.

Með bleika burstanum bar ég á húðina:

  • La Mer The Reparative Skintint SPF 30 – æðislegt og létt litað dagkrem með frábærri vörn fyrir sumarið!
  • Instant Ligt Brush On Perfector frá Clarins – ljómapenni sem hylur líka og gefur náttúrulega áferð. Ég bar hann beint á húðina og notaði svo burstann til að jafna áferðina.

Næst fór ég í burstann með appelsínugulu stöfunum til að fá létta áferð á vörurnar sem ég notaði til að fullkomna grunninn. Með þann bursta gildir að setja púðrin efst á burstann svo áferðin verði þéttust þar sem þið viljið og hárin í kring vinni svo að því að jafna út litinn og blanda honum fullkomlega.

Með appelsínugula brustanum notaði ég:

  • Bronze Lights sólarpúður í litnum Warm Matte frá Smashbox – mitt go to sólarpúður þessa dagana, liturinn er virkilega fallegur fyrir sumarið!
  • Gleam Dream highlighter í litnum Rose frá Make Up Store – fullkominn highlighter sem fer beint á kinnbeinin og upp að augum þannig ég myndi C með burstanum. Þennan ljóma nota ég á hverjum degi!
  • Mineralize Blush frá MAC í litnum Lured to Love – þessir kinnalitir eru svo fallegir og náttúrulegir, steinefna kinnalitirnir frá MAC gefa svo fallega áferð og smá ljóma um leið.

Svo er það sá minnsti sem mér finnst mjög margir í erfiðleikum með. Sjálf nota ég hann mikið í grunninn – í krem augunskugga í primera og bara svona það sem ég vil fá létta áferð á.

Með fjólubláa burstanum notaði ég:

  • 5 in 1 BB Advanced Performance Cream Eyeshadow frá bareMinerals í litnum Sweet Spice – Virkilega fallegur kremaugnskuggi sem ég nota mikið dags daglega. Áferðin og liturinn er alveg fullkomin!
  • Gleam Dream highlighter í litnum Rose frá Make Up Store – í allar fíniseringar, undir augabrúnir, í augnkrókinn og í kringum varirnar. Smá ljómi hefur aldrei skemmt fyrir.

duofibersnapp3

Aðrar vörur sem ég nota án burstanna í förðunina:

  • Brow Drama Sculpting Brow Mascara í gegnsæju frá Maybelline
  • Lash Sensational maskari frá Maybelline
  • Baby Lips Dr. Rescue varasalvi frá Maybelline

duofibersnapp2

Sýnikennsluvideoin eru aðgengileg núna næsta sólarhringinn inná snappinu mínu – ernahrundrfj – og þar fá allir að vera með og sjá það sem ég er að gera :)

Eigið yndislegan dag!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ljómandi fallegar varir

Skrifa Innlegg