fbpx

Einn dagur, tvö dress!

Annað DressLífið MittMitt MakeupNýtt í Fataskápnum

Úff hvað ég verð fegin þegar þessi vika er búin – hún er svona ein af þessum rússíbanavikum þar sem maður er á haus allan daginn – alla dagana ;) En svona er að vinna í fata- og bjútíbransanum 10 mínútur fyrir jól en vitiði það ég nýt mín samt alveg í botn og ég fúnkera langbest þegar ég hef nóg að gera þá næ ég að balansera öllu ;)

En gærdagurinn var ein sprengja ég er eiginlega ennþá hálfringluð eftir hann og vona að þessi færsla verði samt í lagi! Hann hófst inní Vero Moda í Smáralind þar sem við tókum á móti nýrri sendingu og tókum saman flíkur til að sýna í jólaboði í hádeginu. Ég held við höfum dáldið verið eins og býflugur í morgun allar stelpurnar og þeystumst í hringi alltaf á hlaupum með föt á herðatré og maskara í hinni að hysja uppum okkur sokkabuxurnar í leiðinni – eða kannski var það bara ég…

Í hádeginu var sumsé jólaboð Bestseller sem ég vinn nú formlega hjá og gæti ekki verið ánægðari með starfið og dásamlega fólkið sem ég fæ að vinna með. En boðið var sumsé fyrir samstarfsaðila fyrirtækisins sem rekur verslanirnar Vero Moda, VILA, Jack and Jones, Selected, Name It og Outfitters Nation. En ef þið vissuð það ekki þá er ég Merchandiser hjá Vero Moda og samfélagsmiðlaráðgjafi ;)

tvödress3

Ég splæsti í nýjan kjól fyrir jólaboðið kjól sem öskraði nafn mitt og ég laðaðist bara að honum og gat ekki sagt nei við sjálfa mig – hafið þið lent í svona? Mega fríkí! En ég er sjúklega ánægð með hann og hér er ég í honum bara við plain svartar sokkabuxur en ég sé alveg fyrir að nota hann líka með t.d. pleather buxum til að tóna hann aðeins niður.

tvödress2

Kjóll: Selected – en sama print er líka til í buxum og svona þykkri og góðri, opinni peysu.

Eftir boðið og vinnuna brunaði ég með hraði heim og fór að taka mig til fyrir boð kvöldsins sem var launch partý fyrir Tanya Burr augnhárin í versluninni Kjólar og Konfekt. Fyrir áhugasamar eru augnhárin komin í þá verslun á Laugaveginum og eru núna smám saman að rata inná sína sölustaði en ég sá nú á Facebook að þau eru væntanleg í dag í Makeup Gallery á Akureyri og verða meirað segja á góðu helgartilboði.

En boðið heppnaðist mjög vel og það var rosalega gaman að hitta allar dömurnar sem gerðu sér ferð til okkar til að kíkja á augnhárin flottu og hlusta á okkur lýsa aðdáun okkar á þeim :)

tvödress4

Þar sem ég var á einstaklega mikilli hraðferð þegar ég var að taka mig til þá skellti ég á mig mínum uppáhalds varalit í augnablikinu en þetta er Color Drama frá Maybelline í litnum Berry Much. Augnhárin sem ég ákvað að vera með í partýinu eru stöku augnhárin en aulinn ég gleymdi að taka góða mynd sem ég uppgötvaði þegar augnhárin fengu að fjúka af þegar heim var komið.

tvödress6

Kjóll: Vero Moda – þessi var að koma!
Buxur: Only í Vero Moda, þessar eru mínar uppáhalds núna, það ískrar ekki í þeim og þær eru með rassvösum sem gerir þær mjög svo buxnalegar!
Skór: Bianco – en ekki hvað!
Hálsmen: Second Female í MAIA

Mikið verður gott þegar þessi dagur er búinn og ég fæ mögulega smá hvíld en svo hlakka ég líka til að hitta nokkrar Trendnet skvísur í hádegismat í dag í spjall, slúður og góðar veitingar.

Að lokum langar mig að þakka kærlega fyrir ótrúlega fallegar kveðjur sem hafa verið að berast mér í vikunni í formi skilaboða á Facebook. Ég fór að hugsa hvort ég hefði sent út svona smá hugboð til allra í erfiðri viku. Litla ég fer alveg í kleinu, fæ risastórt bros og er uppfull af þakklæti til þeirra sem gefa sér tíma og lesa rommsuna mína hér á hverjum degi – þið vitið ekki hversu gaman mér finnst það og hversu þakklát ég er, þið eruð æði og án ykkar væri þetta litla blogg mitt bara dagbók fyrir einn skrítin bjútíbloggara. En ég veit ekkert betra en að gleðja og á næstu dögum ætla ég að gefa maskara, hátíðarkjóla og að sjálfsögðu Tanya Burr augnhár til að reyna að koma þakklæti mínu á framfæri – allt hefst það á sunnudaginn, fyrsta í aðventu***

EH

Hátíðleg förðun með Dior

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Viktoría Valdimars.

    28. November 2014

    Ég er svo spennt og get ekki beðið eftir að Augnhárin komi í búðir á Íslandi!!
    Góða helgi :)

  2. Sigrún

    28. November 2014

    Ég þarf klárlega að eignast dress nr 2, ætli bæði buxurnar og kjóllinn séu til núna?

    • Reykjavík Fashion Journal

      28. November 2014

      Heyrðu ég var í Smáralindinni í dag og þá var eitt af hvoru til en veit ekki stöðuna í Kringlunni – heyrðu endilega í skvísunum ;) Annars var að koma alls konar fallegt! t.d. svona æðislegar Oliviu Pope peysur – svona gróf, bundin í mittið og bara á 3990kr! Ég byrjaði á einni en vá hvað mig langar í fleiri liti;)

  3. Rósa

    28. November 2014

    ÓMÆGOD…..Oliviu Pope peysur! Ég þangað að næla mér í nokkrar :)

    Takk fyrir orðin þín, bloggið þitt er alveg inn í minni netrútínu og ég hef alltaf gaman af að skoða meiköpp færslur, dress færslur og allt hitt líka :)

    Góða helgi :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      29. November 2014

      You must! Ég fékk mér gráa yrjótta og ég er hæst ánægð með hana :) En takk fyrir yndisleg orð kæra Rósa og takk fyrir lesturinn :***

  4. Sandra

    28. November 2014

    Mér finnst þú æði!!

  5. Sigrún

    28. November 2014

    Allt bú þegar ég mætti í dag, en á að koma ný sending af þessum næsta fimmtudag :) Tek undir orð síðasta ræðumannst, er orðin alveg “húkkt” á þessu bloggi og þarf yfirleitt að prófa allt sem Erna Hrund mælir með :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      29. November 2014

      Glæsilegt! Mæli eindregið með að þú hringir þá í okkur í Smáralindinni þegar opnar á fimmt og sjáir hvort kjóllinn sé kominn og kippir honum frá, við getum gert það þegar hann er kominn í hús en ekki áður ;) En takk takk takk*** Þið eruð yndislegar!