…. innihaldið er eiginlega bara risastór plús!
Dior, Dior, Dior – ég veit bara ekki hvað ég á að segja. Ég fékk nýlega eintak af nýjustu útgáfunni af J’Adore ilminum og umbúðirnar og allt í kringum ilminn er svo töfrandi og fallegt og ég veit þetta hljómar svakalega skrítið en ég fékk gæsahúð þegar ég var að opna pakkningarnar – svona á að gera þetta!
Ég er stundum svakalega vandræðaleg týpa – margar ykkar hafa líklega lesið sér til um það með því að lesa öll orðin sem ég hef deilt með ykkur. En mig langar að verða enn vandræðalegri með því að mögulega reyna, með skrifuðum orðum og myndum, að lýsa fyrir ykkur upplifun minni af því að opna J’Adore L’Or ilminn frá Dior – bare with me ;)
L’Or ilmurinn er hannaður af ilmvatnsgerðarmeistaranum Francois Demachy úr hágæða efnum sem eru fengin úr görðum Dior – hugsið ykkur, merkið er með garða þar sem þeir rækta tóna ilmvatnanna sinna, ætli þeir taki á móti forvitnum ferðamönnum :) Áberandi tónar í ilminum er Jasmín og vanillu blanda, ilmurinn er sérstaklega kvenlegur og fágaður að mínu mati. Ég er dáldið búin að vera að úða honum í kringum mig – ég geri það oft þegar ég er að prófa nýja ilmi til að ná að upplifa þá almennilega og ég kann sérstaklega vel við þennan. Mér finnst hann eiginlega ekkert sérstaklega líkur upprunalega J’Adore – það er eitthvað sem tengir þá en þeir eru sam svo ólíkir.
En aftur að þessum gæsahúða pakkningum – svo við byrjum nú alveg frá byrjun þá er pakkningin ekta Dior – hvít með gylltum smáatriðum…
Þegar pakkinn er opnaður þá birtist hvítur kassi – á þessu augnabliki heyrðist svona VÁÁÁÁ! í mér – fyrsta af mörgum sem heyrðust næstu mínúturnar.
Þegar kassinn opnaðist byrtist þessi dásamlega fallegi Dior silkipappír – Dior silkipappír!!! Ég mun aldrei henda þessum pappír þetta er auðvitað bara tryllt – afsakið orðbragðið. Pappírinn var brotinn fallega saman og festur með Dior límmiða. Ef ég ætti límmiðabók ennþá – ég var eitt sinn mikill safnari – þá hefði ég að sjálfsögðu sett hann í bókina.
Á bakvið fallega silkipappírinn leyndist flaskan sjálf. Ef þið vitið ekki hvaðan innblásturinn fyrir flöskuna kemur þá langar mig að rifja það aðeins upp fyrir ykkur með því að vitna í sjálfa mig úr eldri færslu sem ég hef skrifað um ilmvatnið fræga sem hefur komið út í þónokkrum útgáfum frá árinu 1999.
Þegar kemur að Dior þá tengist nánast allt við línuna sem Christian hannaði árið 1947 – The New Look. En með henni vildi hann að líkami konunnar myndi njóta sín – áherslan var lögð á að kvenlegar mjaðmir og barmur fengju að njóta sín en það má sjá töluna 8 útúr hönnuninni – það sama gildir um flöskuna fyrir j’adore ilminn. Nafnið á ilminum kemur einni frá Christian Dior en þegar hann virti fyrir sér fallegu kjólana sem hann hafði hannað lét hann oftar en ekki frá sér ummælin „j’adore“.
Glasið fyrir L’Or ilmvatnið er aðeins öðruvísi en önnur J’Adore glös en það er þá helst háls flöskunnar sem er þakið gylltum þræðum sem gerir flöskuna aðeins sérstakari.
Fyrir ofan flöskuhálsinn sá ég glitta í umslag. Umslagið var mjög veglegt með límmiða frá Dior sem innsiglaði skilaboðin.
Inní þessu fallega umslagi sem ég opnaði svo varlega svo ég myndi örugglega ekki rífa það var miði með sömu gylltu líningunni og einkennir allt í kringum J’Adore ilmvatnið. Á miðanum eru skemmtilegar upplýsingar um ilminn, innblásturinn og pakkningarnar. Skemmtilegt að fá smá svona sögu með ilmvatninu.
Ef þetta er ekki tilvalin jólagjöf fyrir fagurkerann eða Dior aðdáandann þá veit ég ekki hvað væri betra ;)
Eigið þið dásamlegan sunnudag!
EH
p.s. það eru enn Tax Free dagar í Hagkaupum þar sem þessi fæst ásamt öðrum dásamlegum frá merkinu t.d. hátíðarlínunni sem ég segi ykkur betur frá á morgun :)
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg