fbpx

Ég og Smashbox

LúkkmakeupSmashbox

Núna í október skellti ég mér í förðun og myndatöku hjá Smashbox – tímasetningin hentaði líka fullkomlega því ég var akkurat á leiðinni á uppskeruhátíð hjá vinnunni. Þetta var í fyrsta sinn í mörg ár sem eitthver annar en ég fær að mála mig fyrir myndatöku en ég vissi að ég væri í góðum höndum hjá henni Guðnýu:)

Ljósmyndari: Óskar Hallgrímsson
Förðun: Guðný Hrefna hjá Smashbox

Ég fékk síðan Aðalstein til að smella þessari af mér rétt áður en ég fór út – ásamt dressmynd sem bara heppnaðist ekki alveg eins og ég vildi;)Hér sjáið þið pallettuna sem Guðný notaði til að farða mig ég varð svo skotin í henni að ég fór og keypti mér hana – það eru til tvær pallettur hjá Smashbox í augnablikinu hin er svona mýkri með brúnni tónum en mér finnst alltaf eitthvað heillandi við að eiga ekki það hefðbundan – hver veit kannski splæsi ég bara hina líka!

EH

Andlitsblúnda

Skrifa Innlegg