fbpx

Andlitsblúnda

makeupTrend

Face lace eða eins og við myndum segja á fallegri íslensku andlitsblúnda er nýjung sem ég rakst á á ferð minni um netheimana í gærkvöldi. Andlitsblúndurnar eru örþunnar, ofnæmisprófaðar filmur sem eru með smá lími á bakhliðinni. Þið einfaldlega leggið þær bara uppvið húðina þar sem þið viljið hafa þær og ef þið berið ekki farða á þær eða á húðina undir þeim eigið þið að geta notað þær í nokkur skipti – það eina sem skiptir þá máli er að setja þær aftur á filmuna sem blúndurnar komu á. Hér sjáið þið smá sýnishorn af því sem í boði er: Mér finnst blúndurnar mjög skemmtilegar og þær geta á einfaldan hátt poppað uppá makeupið – t.d. fyrir áramót, grímuball eða bara í myndatöku – ábyggilega flott að nota þær sem skapalón til að búa til munstur í andlitinu.

HÉR fáið þið andlitsblúnduna.

EH

Annað Lúkk

Skrifa Innlegg