fbpx

Ég hlakka svo til…

Á ÓskalistanumLífið MittShop

… að mæta í vinnuna á morgun – samt ekki kannski að keyra í vinnuna ekki nema veðrið verði töluvert betra en í morgun. En við erum að taka á móti mjög skemmtilegri sendingu í Vero Moda og í starfi mínu sem Merchandiser fyrir búðina er hluti af því að raða nýju vörunum inní búðina. Ég verð inní Smáralind á morgun en í dag tókum við búðina aðeina í gegn, hreinsuðum aðeins til í henni og ég er voða ánægð með útkomuna.

Eins og vanalega eigum við von á nýrri sendingu inní búð á morgun (fimmtudag) og þá er alltaf gaman. Ég ákvað að velja nokkrar flíkur út sendingunni sem mér finnst bera af og sem ég er spennt að sjá. Sendinguna getið þið skoðað í heild sinni HÉR.

VMJesterOversizedSkyrta

Þessi skyrta – hún verður sko mín! Svona oversized, sniðlaus og bein – bara tryllingslega flott. Þessi mun fara hratt svo ef þið viljið hana mætið þá snemma – eða um leið og sendingin kemur.VMAniDressNMHún Aubí sem sér um innkaupin fyrir Vero Moda er mjög spennt fyrir þessum kjól sem er frá Noisy May sem er eitt af undirmerkjum Vero Moda. Ég viðurkenni það að ég hristi smá hausinn þegar ég sá hann en ég treysti þeirri dömu vel því hún er smekkkona hún Aubí mín og ég er því mjög spenna að sjá hvernig hann er í raun!PSOmaraDressÞessi kjóll kemur frá Pieces, ég er ekki búin að sjá í hvaða litum hann kemur nákvæmlega en þessi lúkkar mjög vel og væri t.d. flottur í vinnuna bara við sokkbuxur eða leggings. Flíkurnar frá Pieces koma yfirleitt í mjög fínum og þægilegum efnum og ég vona hálf partin að þessi litasamsetning komi – kemur mega vel út. PSMichalaOversizedHoodMér finnst þessi oversized húfa mjög skemmtileg og ef hún er svona loose eins og myndirnar gefa til greina verður hún ábyggilega flott á höfði.PSMichalaScarfSvo er ekki amalegt að geta verið með trefil í stíl!VMKimoLongCardNMÉg er gjörsamlega kimono sjúk þessa dagana eins og margir hafa eflaust tekið eftir og einn svona klassískur í sniðinu myndi ekki skemma fyrir í fataskápnum. Kimono er líka flottur yfir hátíðarkjóla eða ef þið veljið að fara buxna og bola leiðina þá gerir kimonoinn mikið fyrir heildarlúkkið.VMTencilWaterfallTopÞessi toppur heitir Waterfall og er víst með opnu baki – ég hef ekki séð aftan á hann en ég er spennt fyrir lýsingunum sem ég hef heyrt og það er ábyggilega flott að vera í blúndutopp eða samfellu innanundir, alla vega fyrir ykkur sem eruð eins og ég þar sem ég meika ekki að vera með bert bak. En þessi er á trylltu verði – 3490kr.
VMWonderCoatedLoks eru það Wonder buxurnar sem eru að koma coated – ég er mjög spennt að sjá þessar en Wonder buxurnar eru klassískt snið inní Vero Moda og koma í alls konar þvottum og litum. Ég var að næla mér í einar Coated buxur frá Object inní VILA sem eru meira svona loose – sjúklega töff buxur og ef þessar koma vel út fá þær kannski að koma með mér heim.

Ég er að segja ykkur það – það er stórhættulegt að vinna í fataverslun. En kíkið endilega í heimsókn til mín – við stelpurnar tökum vel á móti ykkur og frá og með morgundeginum er opið til klukkan 22, jólin eru alveg að koma!

EH

Hinn fullkomni hversdags varalitur í desember

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Jóna Dís

    10. December 2014

    Mikið væri frábært ef þið tískufyrirmyndir ungra stelpna mynduð hætta eða allavega minnka verulega að hampa fast fashion. Sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu. Finnst þér ekkert athugavert við þetta?

    • Reykjavík Fashion Journal

      10. December 2014

      Sæl Jóna Dís:) Takk fyrir ábendinguna, meiningin með færslunni var einfaldlega bara að deila með lesendum mínum skemmtilegu verkefni sem ég er að fara að takast á við í vinnunni á morgun en ég vinn fyrir Vero Moda. Þar sem síðan mín er á persónulegu nótunum reyni ég að deila fjölbreyttum færslum með lesendum t.d. því sem ég geri í vinnunni. Ég reyni samt líka að hafa fjölbreytni og hampa að sjálfsögðu líka fallegri hönnun og er sérstaklega hrifin af íslenskri hönnun og nýti hvert tækifæri sem ég fæ til að upphefja listamennina okkar í fatahönnun. Ég hef alltaf verið sérstaklega dugleg að skrifa t.d. um RFF og líka línur á stóru fjóru tískuvikunum. Á morgun birtist t.d. viðtal við hana Sigríði Maríu sem er yfirhönnuður hjá nýja íslenska merkinu SIGGA MAIJA en ég er rosalega spennt að sjá flíkurnar hennar í eigin persónu. Svo vonandi næ ég að hafa eitthvað fyrir alla:)

      mbk
      EH

  2. Soffía Arngrímsdóttir

    10. December 2014

    Hvað er fast fashion, Jóna Dís

  3. Soffía Arngrímsdóttir

    10. December 2014

    Okey fast fashon er s.s tíska á viðráðanlegu verði. Hlakka til að kíkja í Vera moda, eða Verð að máta eins og ég kalla hana =)

  4. Jóna Dís

    10. December 2014

    http://www.huffingtonpost.com/shannon-whitehead/5-truths-the-fast-fashion_b_5690575.html Þetta snýst um að vera meðvitaður og ábyrgur neytandi. Bæði gagnvart umhverfi (í framleiðslunni og í endurnýtingu) og gagnvart vinnuafli. Það er sorgleg staðreynd hvað við erum að gera mikinn skaða með hugsunarlausri neyslu sem felst í sífelldum kaupum á lélegum fötum. Verð að máta. Ok. Verðum öll að sýna ábyrgð. Hvar enda fötin þegar þú færð leið á þeim eða þau eru ónýt? Hver fékk tíkall fyrir að sauma flíkina?

    • Sirry B

      11. December 2014

      Ég er sammála þér Jóna Dís, fast fashion eru sem sagt föt úr t.d. H&M, Forever21 og þannig búðum.
      Það sárlegasta við fast fashion að fólk i mjög fátækum löndum er, kannski ekki hlekkjað við saumavélarnar, en það a sér enga unfankomuleið. Margt af fólkinu sem vinnur við þetta eru barnungar stelpur í Bangladesh eða á Indlandi. Kína og Maucau og Taívan er annar höfuðverkur.
      Vandamálið i mínum huga byrjar hjá eigendum fyrirtækjanna, sem og tímaritunum því konur, unglingar menn munu alltaf kaupa föt.
      Þetta er vítahringur sem ekki er auðveldlega leystur. Ef fólk hættir að kaupa föt, hefur fátæka fólkið ekki i sig eða á.
      Vandinn er eigendur fyrst og fremst.
      Það mætti sannarlega endurvinna meira, því það sem ert búið til þarf líka að eyða einhvern daginn.
      Sama má segja um ákveðna áferð a fötum.
      Gallabuxur sem eru með eyddri áferð eru td eitt það mest eitraða í fataiðnaði i dag. Efnin sem eru notuð valda lungnakrabbameini og fólk i þessum verksmiðjum, sem neyðist til að vinna þarna dettur niður dautt innan skamms tíma.
      Þetta er allt voða leiðinlegt, hvernig þessu er misskift.

      Ég heyrði um daginn merkilega sögu af ungri konu sem hreifst af framleiðanda Seventh Generation.
      Hún skilur ekki eftir sig neitt rusl og verslar allt vintage.

      Ég er sjálf öll i náttúrulega dæminu með sem minnst rusl

    • Sunna

      11. December 2014

      Ég er alveg sammála þér Jóna Dís.

      Mér finnst flest blogg (yfirhöfuð) snúast um neyslu fólks og og finnst mér flest íslensk blogg lítið eiga skilt við alvöru tísku, heldur aðallega um neyslu á sem ódýrastan hátt fyrir mann sjálfan, og lítið pælt í afleiðingum neysluhyggjunnar fyrir umheiminn.
      .
      Föt eiga ekki að vera svona ódýr, einhver er að þjást eða tapa mikið á því hvar við græðum…

      Hér á landi eru svo margir alternatives, bæði sem snúa að umhverfisvænum vörum sem og fair trade vörum og þætti mér gaman að sjá fjallað meira um það yfirhöfuð hjá íslenskum “tísku” bloggurum að við sem neytendur berum mestu ábyrðina, við sköpum eftirspurnina sem skapar svo framboðið…

      Annars ert þú Reykjavík Fashion Journal ótrúlega einlægur bloggari og maður sér alveg hvað þú berð umhyggju fyrir þér og þínum og leggur mikið í starf þitt sem bloggari :)

    • Sigga

      11. December 2014

      ÚFf sammála, mér rennur kalt vatn milli sinns og hörunds þegar að ég sé allar þessarH&M færslur á bloggum hjá bloggurum….

      ps. Erna það er enginn að gagnrýna þig , bara að vekja kannski máls á því sem fólki þætti áhugavert að sjá meira af, og brydda uppá umræðum og gagnrýni á því sviði sem tískubloggarar einsog þú hafa mikil áhrif á m.a. unga krakka sem eru að fá kaupmátt í fyrsta sinn…

      Með bestu kveðju,
      Sigga