… að mæta í vinnuna á morgun – samt ekki kannski að keyra í vinnuna ekki nema veðrið verði töluvert betra en í morgun. En við erum að taka á móti mjög skemmtilegri sendingu í Vero Moda og í starfi mínu sem Merchandiser fyrir búðina er hluti af því að raða nýju vörunum inní búðina. Ég verð inní Smáralind á morgun en í dag tókum við búðina aðeina í gegn, hreinsuðum aðeins til í henni og ég er voða ánægð með útkomuna.
Eins og vanalega eigum við von á nýrri sendingu inní búð á morgun (fimmtudag) og þá er alltaf gaman. Ég ákvað að velja nokkrar flíkur út sendingunni sem mér finnst bera af og sem ég er spennt að sjá. Sendinguna getið þið skoðað í heild sinni HÉR.
Þessi skyrta – hún verður sko mín! Svona oversized, sniðlaus og bein – bara tryllingslega flott. Þessi mun fara hratt svo ef þið viljið hana mætið þá snemma – eða um leið og sendingin kemur.Hún Aubí sem sér um innkaupin fyrir Vero Moda er mjög spennt fyrir þessum kjól sem er frá Noisy May sem er eitt af undirmerkjum Vero Moda. Ég viðurkenni það að ég hristi smá hausinn þegar ég sá hann en ég treysti þeirri dömu vel því hún er smekkkona hún Aubí mín og ég er því mjög spenna að sjá hvernig hann er í raun!Þessi kjóll kemur frá Pieces, ég er ekki búin að sjá í hvaða litum hann kemur nákvæmlega en þessi lúkkar mjög vel og væri t.d. flottur í vinnuna bara við sokkbuxur eða leggings. Flíkurnar frá Pieces koma yfirleitt í mjög fínum og þægilegum efnum og ég vona hálf partin að þessi litasamsetning komi – kemur mega vel út. Mér finnst þessi oversized húfa mjög skemmtileg og ef hún er svona loose eins og myndirnar gefa til greina verður hún ábyggilega flott á höfði.Svo er ekki amalegt að geta verið með trefil í stíl!Ég er gjörsamlega kimono sjúk þessa dagana eins og margir hafa eflaust tekið eftir og einn svona klassískur í sniðinu myndi ekki skemma fyrir í fataskápnum. Kimono er líka flottur yfir hátíðarkjóla eða ef þið veljið að fara buxna og bola leiðina þá gerir kimonoinn mikið fyrir heildarlúkkið.Þessi toppur heitir Waterfall og er víst með opnu baki – ég hef ekki séð aftan á hann en ég er spennt fyrir lýsingunum sem ég hef heyrt og það er ábyggilega flott að vera í blúndutopp eða samfellu innanundir, alla vega fyrir ykkur sem eruð eins og ég þar sem ég meika ekki að vera með bert bak. En þessi er á trylltu verði – 3490kr.
Loks eru það Wonder buxurnar sem eru að koma coated – ég er mjög spennt að sjá þessar en Wonder buxurnar eru klassískt snið inní Vero Moda og koma í alls konar þvottum og litum. Ég var að næla mér í einar Coated buxur frá Object inní VILA sem eru meira svona loose – sjúklega töff buxur og ef þessar koma vel út fá þær kannski að koma með mér heim.
Ég er að segja ykkur það – það er stórhættulegt að vinna í fataverslun. En kíkið endilega í heimsókn til mín – við stelpurnar tökum vel á móti ykkur og frá og með morgundeginum er opið til klukkan 22, jólin eru alveg að koma!
EH
Skrifa Innlegg