fbpx

Ég er að bilast yfir þessari línu…!

DiorÉg Mæli MeðFallegtFashionLífið MittSS15

Ég hef sjaldan farið leynt með ást mína á Dior. Ég er svakalega ánægð með það að við höfum verið að fá meira af árstíðar lúkkunum í sölu til okkar á Íslandi. Ég heillast mjög auðveldlega af svona one shot línum ég veit ekki afhverju en þær vörur heilla mig bara svo kannski af því þær koma bara í takmörkuðu upplagi og svo eru þær bara búnar – þá finnst mér ég vera að missa af svo miklu ef ég get ekki eignast vörur úr línum haha :)

Sumarlúkkið frá Dior heitir Tie Dye og það inniheldur alveg ótrúlega fjölbreytt úrval af vörum og ég myndi segja að þetta væri alveg ansi stór lína miðað við hvernig sumarlínur eru yfirleitt. Ég er alveg heilluð og fékk að skoða vörurnar vandlega í gær og heillaðist af fallegum litum og metallic áferð sem einkennir augnförðunarvörurnar.

Línan fer í búðir í dag og verður fáanleg í Hagkaup Kringlu og Smáralind og Lyf og Heilsu Kringlunni og Sigurboganum. Í dag er einmitt Miðnæturopnun Kringlunnar og að því tilefni er 20% afsláttur af öllum snyrtivörum inní Hagkaup – ég held barasta að ég verði að gera mér ferð inní Hagkaup á morgun og næla mér í einhverja fallega vöru – en hvaða vöru veit ég ekki ég fæ valkvíða.

Kíkið á myndirnar og látið ykkur dreyma um sól og sumarsælu!

Lúkkið er svakalega fallegt og litirnir eru virkilega eigulegir að mínu mati. Línan inniheldur:

  • 2 nýjar 5 lita augskuggapallettur.
  • 2 Diorskin Nude Tan púður með fallegum björtum litum sem eru flott fyrir kinnar og jafnvel mótun andlitsins
  • 3 naglalökk og eitt gegnsætt lakk sem er svakalega flott gegnsætt og gefur nöglunum flotta lit eða öðrum ljósari litum skemmtilegri áferð.
  • 6 nýjir litir af Dior Addict Lipstick – hér fáum við að sjá hvernig nýju Dior Addict varalitirnir sem koma í haust munu líta út.. mér líst vel á þá!
  • 4 nýjir litir af Dior Addict Fluid Stick.
  • Nýr litur af Diorskin Nude BB kreminu sem er eitt af mínum allra uppáhalds BB kremum!
  • Nýr túrkislitur af Diorshow Iconic Overcurl maskaranum – klikkað flottur fyrir konur með brún og blá augu!
  • 2 litir af Diorshow Kohl þessir eru sjúkir mig langar helst í þá báða – tryllt metallic áferðin í formúlunni.
  • 1 nýr litur af Dior Addict Lip Maximizer, fallegt gloss sem hefur smá stækkandi áhrif á varirnar. Þetta er fallega ljóst á litinn og svona fullkominn litur til að vera með í snyrtibuddunni.

Já ég er ekkert að grínast – línan er stór ;)

En ég er að missa mig yfir þessari…

DIOR-Tie-Dye-Backstage-Pro-Eye-Reviver-Palette

Eye Reviver – Illuminating Neutrals Eye Palette

Þessi augnskuggapalletta öskrar á nafnið mitt. Hún er væntanleg seinna á árinu í fast úrval hjá merkinu en í sumarlúkkinu býðst okkur eldheitum aðdáendum Dior að fá að eignast hana á undan öðrum. Hún kemur í takmörkuðu upplagi núna með sumarlúkkinu og svo aftur í haust. Formúla augnskugganna er virkilega flott, hún er þétt og áferðafalleg og blandast mjög fallega saman með öðrum. Þetta eru svona litir sem maður þarf alltaf að eiga og getur alltaf notað til að ýkja augnfarðanir og auðvitað líka þegar maður vill gera náttúrulegar augnfarðanir. Þessi er efst á mínum óskalista enda skyldueign fyrir Dior aðdáanda eins og mig – ég held líka að þessi verði frábær fyrir brúðarfarðanir í sumar.

Ef ykkur líst vel á þessar vörur er um að gera að nýta Tax Free í dag til að láta drauminn rætast eins og ég ætla að gera. Ég veit að það kom alls ekki mikið af hverri vöru svo hafið hraðar hendur það munu færri fá vörur úr lúkkinu en vilja…. ;)

EH

Sumargjöf #1 fallegar neglur

Skrifa Innlegg