Hreinsinn sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég sem gjöf. Allt sem kemur fram í færslunni er byggt á minni eigin reynslu.
Ég fór á fund um daginn inní heildsöluna sem er m.a. með vörurnar frá Biotherm. Þar fékk ég að gjöf dásamlegan maska sem er þó ekki umfjöllunarefni þessarar færslu – það kemur seinna. En ég var að prófa maskann á handabakinu og svo var mér boðið að hreinsa hann af með hjálp þessa hreinsis. Ég tók andköf þegar ég prófaði og trúði því ekki að ég hafi ekki vitað af þessum ótrúlega skemmtileg og góða hreinsi.
En mig langar endilega að segja ykkur frá honum betur, hann er virkilega skemmtilegur og mér finnst ég bara endilega verða að segja fleirum frá honum svona ef þið hafið misst af honum eins og ég :)
Hér sjáið þið saman á mynd hinn dásamlega Balm to Oil hreinsi og Wunder Mud maskann.
Þetta er sem sagt svona smyrsli sem er mjög þétt í sér og bráðnar um leið og það kemst í snertingu við húðina og verður svona létt og olíukennt. Það leysir upp öll óhreinindi á augabragði og hreinsar húðina svakalega vel. Ég prófaði þetta í fyrsta sinn á snappinu mínu um daginn og ég horfði bara á hvernig förðunarvörurnar sem ég var með á húðinni bráðnuðu bara af! Maskarinn leystist hratt upp og ég var meirað segja með svona smitheldan maskara sem harðnar vel á augnhárunum og haggast varla nema með góðum olíuhreinsi. En ég leit sirka svona út þegar ég var búin að nudda hreinsinum vel yfir alla húðina…
Svo hreinsa ég húðina með blautum þvottapoka og tek svo aðra hreinsun, í þessa viku sem ég hef notað hreinsinn hef ég bara notað hann aftur. Hreinsað húðina s.s. tvisvar í röð með þessum sama hreinsi. Húðin verður silkimjúk áferðar og bara alveg svakalega mjúk. Bara í alvöru hún verður alveg silkimjúk!
Það er olían sem hefur svo svakalega góð áhrif á húðina, að mínu mati er þetta einn af þessum fullkomnu húðhreinsum fyrir þurra húð. Mér finnst hann meirað segja betri en venjulegir olíuhreinsar þar sem hann er svo mjúkur og þessi smyrsl áferð gerir hann svo mjúkan og nærandi fyrir húðina að það er alveg magnað að sjá. Ég er ekki viss um að þær sem eru með feita húð myndu fíla þennan hreinsi en ef þú ert með normal þurra húð þá er hann sannarlega eitthvað til að skoða.
Svo er hann sérstaklega góður til að nota um augun, þegar maður er með maskara sem er kannski smá harður eins og smitheldir maskarar og vatnsheldir og líka bara þegar maður er með mikla augnförðun með primer undir og að nota öll trikkin til að augnförðunin endist vel þá er stundum erfitt að ná öllu af. Með augun má ekki nudda þau of mikið þar sem húðin er svo viðkvæm. En með þessum hreinsi hefur það sannarlega ekki verið erfitt.
Balm to Oil frá Biotherm er ein skemmtilegasta húðhreinsivara sem ég hef ég hef prófað í lengri tíma og ég gef henni mín bestu meðmæli! Ef ykkur vantar hreinsi inní ykkar rútínu – kíkið á þennan. Biotherm vörurnar fáið þið t.d. í Hagkaup, Lyfju og Lyf og Heilsu :)
Erna Hrund
Skrifa Innlegg