Mér finnast svokölluð dúskatögl alveg ótrúlega skemmtileg leið til að poppa uppá venjulegt tagl. Ég hef ótrúlega lengi ætlað að skrifa um þessa skemmtilegu og sumarlegu hárgreiðslu sem er að mínu mati eitt af hártrendum haustsins. Dúskataglið var áberandi á sýningu Valentino í París fyrir haustið í ár og kom ótrúlega elegant og flott út. Mér finnst líka flott hvernig er hægt að leika sér með að vera bæði með lágt tagl og hátt og það hentar alveg líka í millisítt hár….
Hjá Valentino var taglið samt mjög pent og settlegt en mér finnst dáldið flott þegar dúskarnir eru ýfðir dáldið upp. Hárgreiðsluna hef ég þó ótal oft séð í lookbookum hjá hinni yndislegu Andreu Magnúsar – mér finnst þetta bara dáldið í mínum huga hennar hárgreiðsla en hún var nú farin að nota þá löngu á undan Valentino – spurning hvort þau hafi fengið smá innblástur frá Andreu:)
Nú verð ég að fara að splæsa í teygjur til að geta skartað þessari flottu greiðslu!
EH
Skrifa Innlegg