fbpx

Draumur að vera á Drangsnesi

Elizabeth ArdenFallegtLífið Mitt

Síðustu helgi eyddi ég í faðmi fjölskyldu unnustans vestur á Drangsnesi. Ef þið hafið ekki komið þangað þá hafið þið misst af miklu. Drangsnes er paradís í okkar augum og þar er draumi líkast að vera. Tengdaforeldrar mínir búa svo vel að að þekkja yndislegt fólk sem lánar þeim húsið sitt sem er við sjóinn af og til og þá drífum við okkur og fáum að njóta með þeim.

Á Drangsnesi er alltaf gott veður – alla vega þegar ég er þar og helgin var frábært orkubúst fyrir komandi flutninga. Við drifum okkur þó heim um hádegi á sunnudag svo við næðum í Bauhaus áður en það lokaði þar – svona er lífið mitt… ;)

Hér sjáið þið útsýnið með morgunbollanum á laugardaginn var – innihald bollans var þó í þetta sinn dásamlegt heimatýnt te.

Screen Shot 2014-08-18 at 10.52.48 PM Nýjustu dönsku tískublöðin – ELLE í höndunum – te í bollanum – Canon EOS 100D við hendina –
nýjungar frá Elizabeth Arden – fullkomið útsýni yfir hafið.

Það er mikið fjör framundan og undirskrifuð er að fara á taugum og unnustinn gerir ekki annað en að róa mig niður og reyna að sannfæra mig um að allt sé under control – hann er frekar góður í því en ég spyr samt alltaf aftur sömu spurninganna – ég held hann sé að fara á taugum bara útaf mér :)

En hann er svo duglegur og allt er að koma – þetta verður þó kannski ekki fullkomið en það er alltaf hægt að laga allt eftirá.

Elizabeth Arnden nýjungarnar sem þið sjáið glitta í á borðinu fáið þið svo að heyra meira um á morgun en mér finnst fátt skemmtilegra en þegar ég næ skemmtilegum vörumyndum eins og tókst í þetta sinn í fallegri náttúrulegri birtu í íslensku landslagi.

Takk fyrir mig í þetta sinn Drangsnes hlakka til að koma bráðum aftur!

EH

Flottar breytingar hjá Stellu McCartney

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Inga Rós

    19. August 2014

    Elska að fara í pottana við sjóinn á Drangsnesi, svo kósý.