Merkið Essie sá um að gera neglurnar fyrir sýningu Wood Wood á tískuvikunni í Kaupmannahöfn flottar.
Line Ahnstrom er förðunar- og naglafræðingur sá um að hanna útlitið á nöglunum sem var ótrúlega skemmtilegt og líflegt. Hún sýndi mér hvernig neglurnar væru gerðar en aulinn ég gleymdi að taka myndir skref fyrir skref en ég stal í staðinn þessari skemmtilegu mynd sem hún póstaði á Instagram síðuna sína í kjölfar sýningarinnar ;)
Fyrst er að sjálfsögðu sett base coat á neglurnar svo eru það tvær umferðir af lakkinu St. Tropez og þegar það er þornað er tjull sett utan um nöglina og litnum blanc doppað yfir efri hluta naglanna með förðunarsvampi. Til þess að doppurnar séu ekki of áberandi þá þarf að passa uppá að það sé ekki of mikið af lit í svampinum. Svo er sett ein umferð af top coat yfir neglurnar.
Line sagði mér líka að það væri hægt að nota þessa aðferð til þess að gera snake print á neglurnar en þá væri notaðar tvær stærðir af tjulli og aðeins dekkri lit doppað yfir grunnlitinn.
Þetta þarf á klárlega að prófa þegar ég kem heim ;)
EH
Skrifa Innlegg