fbpx

Derek Lam – Létt efni og andstæður

FashionFyrirsæturTrend

Já ég veit að titillinn á þessari færslu er mjög svipaður og á þeirri á undan en ef þetta heldur svona áfram þá stefnir í það að sterkar andstæður í fatnaði verði eitt af algengustu trendum næsta vetrar. Þá meina ég ekki ólíkar flíkur saman heldur eru ólíkum efnum og litum blandað saman í einni og sömu flíkinni. En þið sjáið það allt betur á myndunum hér fyrir neðan.

Ég hef nú ekkert ótrúlega mikið að segja um þetta collection mér fannst það alveg ágætt sem heild. Það voru þá helst nokkrar flíkur sem mér fannst standa uppúr en margar sem mér fannst eiginlega bara flahhh….

Takið eftir skónnum – þeir eru allir támóir!!

Neðstu hvítu dressin og fjórða neðsta (alveg svart) finnst mér flottust og blái feldurinn sem Cara er í er rosalega girnilegur. Flott collection hjá Derek Lam en það var kannski einum of einsleitt – kannski hann falli svona inní fjöldann þegar allar tískuvikurnar eru afstaðnar. Við sjáum hvað gerist.

EH

Victoria Beckham - Rúllukragar og Andstæður

Skrifa Innlegg