Kvöldið í kvöld er ætlað smá dekri fyrir húðina. Þegar ég er búin að birta þessa færslu þá ætla ég að fara inná bað, nota djúphreinsikremið mitt frá Nip+Fab til að þrífa húðina extra vel og velja svo góðan rakamaska til að bera yfir andlitið, setja loks andlitsvatn yfir húðina og enda á því að bera yndislega næturkremið frá Elizabeth Arden yfir húðina!
Eight Hour kremið frá Elizabeth Arden ætti að vera vel þekkt meðal íslenskra kvenna en það er sannkallað galdrakrem og er dáð og dýrkað af öllum makeup artistum heimsins. Ég kynntist því þó ekki fyr en fyrir rúmu ári síðan en síðan þá hefur lækningarmáttur þess nýst mér á svo ótrúlega margan hátt. Ég hef þó aldrei átt krem í fullri stærð en ég fékk þónokkrar prufur sem ég hef notað þegar húðin þarf á því að halda. En nú á ég nýja Eight Hour næturkremið frá Elizabeth Arden sem ég er gjörsamlega ástfangin af:)
Ef þið hafið prófað Eight Hour kremið frá merkinu þá ættuð þið að vita að það er dáldið eins og smyrsli, minnir mig helst á varasalva – en það má einmitt nota það á varirnar. Ilmurinn af kremunum er dásamlegur og á pakkningunum fyrir næturkremið er maður hvattur til að ilma af því áður en það er borið á. Kremið inniheldur Lavander ilm sem á að róa skilningarvitin svo maður nái að slaka extra vel á á nóttunni. Eight Hour kremið var fundið upp af Elizabeth Arden sjálfri og það nýtist í alls kyns annað en bara að gefa húðinni raka. Það er hægt að nota til að móta augabrúnir, næra naglabönd og gefa ljóma. Kremin eru silkikennd og mér líður ótrúlega vel með þau á húðinni.
Næturkrem virka aðeins öðruvísi en dagkrem þar sem húðin okkar starfar allt öðruvísi á nóttunni en daginn. Næturkrem eru oft ríkari af ýmsum efnum, oftast þessum rakamiklu efnum og laus við t.d. SPF varnir. Með því að fá góðan nætursvefn þá örvum við kollagen framleiðslu húðarinnar sem er fyllingarefni hennar, við örvum endurnýjun frumna og aukum melatonin sem er náttúruleg andoxun húðarinnar. Það er alls ekki aldurstengt hvenær á að fara að nota næturkrem, mörg næturkrem eru ekki endilega virk eins og kannski margir myndu halda, heldur eru þau bara ríkari af efnum og ég og mín þurra húð við erum löngufarnar að nota næturkrem.
Hér sjáið þið umbúðirnar sem fylgja með kreminu og lýsinguna á því hvernig það er borið á húðina, ég setti svo saman smá texta hér fyrir neðan um hvernig skal fara að…
1. Byrjið á því að taka kremið uppúr krukkunni.
2. Hitið kremið örlítið á milli fingranna.
3. Ilmið af kreminu og leyfið lavander ilminum að róa og deyfa hugann.
4. Nuddið kreminu yfir húðina með léttum hringlaga hreyfingum. Það má endilega nota kremið líka á extra þurr svæði húðarinnar eins og á hendur, olnboga og hné.
Húðin verður alveg ótrúlega mjúk morguninn eftir og næstu daga. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Elizabeth Arden og ég get eiginlega sagt að þetta séu dekurvörurnar mínar. Þegar mér finnst ég og húðin mín eiga skilið extra mikið dekur þá splæsi ég í Elizabeth Arden – ég mæli sérstaklega með bodylotioninu og BB kreminu, mínar uppáhalds vörur.
Húðin mín á þetta krem svo sannarlega skilið eftir vinnutarnirnar undanfarna daga og þær sem eru framundan – það er margt á döfinni sem ég segi ykkur betur frá seinna:)
EH
Skrifa Innlegg