fbpx

Dekur fyrir líkama og sál

Ég Mæli MeðLífið MittSnyrtivörur

Ég fékk um daginn virkilega fallega gjöf frá The Body Shop hér á Íslandi. Gjöfin innihélt vörur úr nýrri dekurlínu frá merkinu sem nefnist Fuji Green Tea. Þar sem maður eru nú óléttur þá eru kannski ekki allir ilmir sem nefið þolir svo það fyrsta sem ég gerði var að þefa af vörunum – og mér til mikillar lukku þá er ilmurinn virkilega mildur og góður og fór ekkert í taugarnar á mér, það sama má ekki segja um ýmislegt annað þessa dagana :)

Línan samanstendur af alls konar girnilegum vörum fyrir líkama og sál og þar á meðal er baðte sem ég hefði svo mikið verið til í að prófa en hér er ekkert bað en það verður vonandi í næstu íbúð. En ég fékk að prófa margar aðrar vörur fyrir líkamann sem mig langar að segja ykkur betur frá og hér aðeins neðar langar mig að segja ykkur frá innihaldi varanna og virkni þess.

greentea7

Vörurnar eru byggðar á te hefðum frá Japan. Þær eru eins og áður segir ríkar af grænu te-i, grænt te er þekkt fyrir það að vera virkilega gott andoxunarefni. Ef þið vissuð það ekki þá leysa andoxunarefni upp sinduefni í líkama okkar sem geta gert okkur þreytt og slöpp og haft slæm áhrif á heilsu okkar og andlega vellíðan. Það má því segja að þessar vörur séu sannarlega góðar fyrir líkama og sál því þær fríska uppá vitin með dásamlegum ilmi og maður fær svona góða vellíðunartilfinningu um allan líkamann.

Hér fyrir ofan sjáið þið vörurnar sem ég fékk til að prófa, Body Butter, Body Scrub, Body Wash og Eau de Cologne. Mig langaði að segja ykkur aðeins frá hverri vöru, hvernig ég er búin að vera að nota þær og hvernig mér líkar.

greentea5

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Body Butter varanna frá merkinu, kremið er svo svakalega drjúgt og nærandi og ég hef notað það reglulega síðan ég var unglingur. Ég nota þetta Body Butter alltaf beint eftir sturtu á líkamann og legg sérstaka áherslu á að breiða úr kreminu yfir magann, upphandleggina og lærin – þar sem ég finn langmest fyrir teygju og kláða í húðinni vegna meðgöngunnar. Body Butterið finnst mér hjálpa húðinni að slaka á og það sefar kláðann svo ég er mjög ánægð með með það sérstaklega sem svo sem margir eru líka og ég er ólíklega að segja frá einhverri svakalegri uppgötvun en ég get svo sannarlega mælt með þessu fyrir konur á meðgöngu.

greentea4

Skrúbbinn hef ég nú notað tvisvar sinnum síðan ég fékk hann. Hann er virkilega mildur og inniheldur að mér sýnist tvær mismunandi stærðir af kornum sem slétta og jafna áferð húðarinnar. Að nota skrúbb í sturtunni er að mínu mati nauðsynlegt. Húðin þarf á því að halda að fá hjálp við að endurnýja sig og losa sig við dauðar húðfrumur. Í vöruslýsingu fyrir þennan skrúbb segir að hann sé eins og detox fyrir húðina – hann hefur sannarlega frískandi áhrif alla vega. Ég nota þennan yfir allan líkamann og sérstaklega á lærin til að örva líka blóðflæði um líkamann og nudda aðeins liði og vöðva – það er nú sannarlega þörf á því á meðgöngu.

greentea3

Ég er gjörsamlega kolfallin fyrir Body Wash sápunni. Þetta er freyðandi gel sem er alveg svakalega drjúgt. Ég hef notað þetta í hverri einustu sturtuferð síðan ég fékk það og það sést varla á flöskunni. Sápan hreinsar líkamann mjög vel og gefur frá sér þennan dásamlega milda ilm og það er eitthvað við það að fá að upplifa góðan ilm í gufunni frá sturtunni það er eitthvað svo svakalega róandi – mér finnst það en ég er svo sem mjög áhugasöm um ilmi og áhrif þeirra á líkama og sál :)

greentea2

Loks er það svo ilmurinn sem er af tegundinni Eau de Cologne. Hann er mjög veglegur þar sem hann er alveg 100ml. Ilmurinn er örlítið dýpri en sá sem einkennir hinar vörurnar en þessi er líka gerður til að endast örlítið lengur. Ilmurinn er ekki alveg í takt við þá sem ég hef sjálf verið að nota undanfarið en það er alltaf gaman að breyta örlítið til. Mér finnst þessi virkilega frískandi og mér líður vel með hann. Ég finn ekkert fyrir honum á mér nema þegar ég spreya honum fyrst á svo samkvæmt mörgu þá þýðir það að hann fer mér vel.

greentea

Ég get ekki annað en mælt með þessum vörum og ég hvet ykkur til að skoða þær ef ykkur vantar smá dekur. Ég kíkti við í verslun The Body Shop í Smáralind um daginn til að skoða restina af vörunum í úrvali og ég varð mjög spennt þegar ég sá handsápuna úr línunni – hún er á óskalistanum. Ég er ég nú svo sem svona sápuperri eins og ég hef nú viðurkennt svo það er kannski  ekki skrítið að ég sé með sápu á óskalistanum mínum… :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Bjútítips: Besta augnháraráð sem ég hef fengið!

Skrifa Innlegg