Fyrir tæpum tveimur árum síðan bað Aðalsteinn mín á fallegum sumardegi í garðinum í Fredriksberg í Kaupmannahöfn. Ég sagði að sjálfsögðu já og við ákváðum að við myndum gifta okkur árið 2015 – þá yrði Tinni Snær orðinn það stór að hann gæti aðeins tekið þátt í veisluhöldunum með okkur. Við höfum ótal sinnum rætt þetta en kannski aldrei beint ákveðið neitt fyr en nú í síðustu viku. Þá tókum við nokkrar stórar ákvarðanir sama dag – dagsetningu, bóka ljósmyndara, aðalréttinn og staðsetningu!
Síðan þá ligg ég yfir Pinterest og safna góðum hugmyndum fyrir allt á einn stað. Það er vægast sagt margt sem þarf að hugsa um til að gera daginn fullkominn. Ég þyrfti eiginlega að gera tékklista en ég hugga mig þó við það að rúmlega ár er til stefnu.
Það sem veldur mér mestu hugarangri er kjóllinn sjálfur en ég hef ekki hugmynd um hvernig ég vil hafa hann – ég er þó komin með aðeins fleiri hugmyndir núna heldur en ég hef verið með en þær eru helst tvær og þær eru mjög ólíkar. En ég er þó ákveðin í því að láta sauma á mig kjól en ekki kaupa einhvern tilbúinn.
Höfuðskrautið er líka ákveðið en ég hef aldrei viljað vera með mikið slör ég vil svona net yfir augun mér finnst það ótrúlega fallegt en eitt slíkt leynist uppí skáp hjá ömmu minni – það sama og hún gifti sig með. Mér þætti voða gaman að fá það að láni hjá henni enda er ég skírð í höfuðið á henni og hún amma mín er ein af uppáhalds manneskjunum í lífi mínu og við erum rosalega góðar vinkonur. Við getum talað saman í margar klukkustundir um allt milli himins og jarðar og svo gladdi ég hana mikið þegar Tinni Snær fæddist þar sem hann var fyrsti strákurinn til að fæðast inní fjölskylduna hennar í 23 ár – hún hafði orð á því að hún væri voða fegin að þurfa ekki að prjóna meira bleikt í bili.
Hver veit nema ég leyfi ykkur að fylgjast með undirbúningnum einnig þigg ég góð ráð ef þið lumið á slíkum:)
EH
Skrifa Innlegg