fbpx

Christina þykir best

Ilmir

Það eru nú ófáar stjörnurnar sem hafa ekki gefið frá sér ilmvötn. Avril Lavigne, Naomi Campbell, Britney Spears, Lady Gaga, Elizabeth Taylor, Madonna – svo einhver nöfn séu nefnd. En það er ein sem slær þeim öllum við því Christina Aguilera á þann heiður að vera no. 1 Celebrity Brand í ilmunum.

Að því tilefni langaði mig aðeins að fjalla um þá 4 ilmi sem hafa komið frá merkinu. Ég hef átt einn þeirra þennan fyrsta og var mjög hrifin af honum. Fallegt ilmvatnsglas er flott fermingargjöf fyrir stelpurnar sem þið vitið ekki alveg hvað á að gefa. Mér finnst alla vega alltaf skemmtilegra að gefa pakka en ekki bara umslag… ;) Ég er aðeins búin að vera að stúdera ilmi eins og þið lásuð kannski útúr umfjölluninni minni á nýju Gucci ilmunum en núna nýlega las ég að maður ætti alls ekki að nudda saman húð sem maður væri nýbúin að spreya ilmi á. Ég spreya alltaf innan á úlnliðina mína og nudda þeim svo saman á eftir – en samkvæmt þessu sem ég las þá eyðist ilmurinn fyr. Nú þarf ég að fara að prófa hvort það sé eitthvað til í þessari fullyrðingu ég læt ykkur vita hvernig tekst til;)

EH

Hátíðisdagur!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Unnur

    10. April 2013

    En hvað með Inspire? :-)

    • Ég held að hann sé ekki fáanlegur lengur…. þetta voru alla vega ilmirnir sem voru kynntir á síðunni hennar og þeir sem eru fáanlegir hér:)