fbpx

Chia grauturinn minn

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Það er svakalegt Chia grauta æði þessa dagana og ég er alveg kolfallin fyrir þessum grautum en þó ekki fyr en ég fann nákvæmlega útúr því hvernig ég vildi hafa minn. Ég er búin að prófa mig áfram með alls konar mjólk og innihald og ávexti. Ég held ég hafi alltaf bara verið að flækja þetta alltof mikið fyrir mér – minn grautur er bara einfaldur og mjög fljótgerður. Ég mæli svo sannarlega með minni uppskrift alla vega og ákvað því að deila henni með ykkur á þessum fallega morgni***

chia2

Uppskrift:
1/2 dl Chia fræ
1 dl Möndlumjólk
Niðurskorið Mangó sem hefur verið geymt inní kæli
Kókosflögur eftir smekk

Grautinn geri ég á kvöldin og geymi svo inní kæli yfir nótt, set svo mangó og kókos yfir grautinn stuttu áður en ég borða hann, eða áður en ég fer útúr húsi. Það er dáldið um morgunfundi þessa dagana hjá mér svo þessi er frábær líka svona á ferðinni.

Loksins þegar ég náði að finna hvað hentaði mér best í minn chia graut þá small allt og mér finnst þetta í alvörunni lostæti. Ég er svona ein af þeim sem man aldrei eftir að borða morgunmat en nú er það eiginlega ekki í boði lengur – mjólkandi kona og allt það. Svo það er frábært fyrir mig að geta búið morgunmatinn til kvöldið áður – ég er svona B týpa nefninlega :)

Prófið og njótið!

EH

Mömmutips: hlýjar sokkabuxur fyrir íslenskan vetur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    25. September 2015

    Girnilegur. Eva Laufey örugglega ánægð með þig :)